Ríkisstjórnin ekki fyrsti kostur og vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Njáll Trausti Frið­berts­son, nýkjör­inn þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, segir að sú rík­is­stjórn sem flokkur hans mynd­aði með Við­reisn og Bjartri fram­tíð hafi ekki verið hans fyrsti kost­ur. Hann seg­ist þó sætta sig við nið­ur­stöð­una en tekur undir þau sjón­ar­mið að rík­is­stjórnin hafi um of yfir sér svip höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Njáll segir enn fremur að íslensk stjórn­sýsla hafi brugð­ist almanna- og örygg­is­hags­munum í mál­efnum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, til dæmis með lokun hinnar svoköll­uðu neyð­ar­braut­ar. Flug­völl­ur­inn eigi að vera í Vatns­mýr­inni. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag

Nokkur ágrein­ings­mál hafa þegar komið upp í tengslum við myndun nýrrar rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem tók við völdum um miðja síð­ustu viku. Páll Magn­ús­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, greiddi ekki atkvæði með stjórn­ar­sátt­mála hennar þegar fyrir lá að hann yrði ekki ráð­herra. Um helg­ina sagð­ist Páll líta svo á að for­­maður flokks­ins hafi gert mis­­tök í ráð­herra­vali sínu. Hann hljóti sem skyn­­samur maður að leið­rétta þau. 

Jón Gunn­ars­son, sem er m.a. ráð­herra sam­göngu­mála, sagði við Vísi í síð­ustu viku að eng­inn önnur lausn sé í stöð­unni en að Reykja­vík­­­ur­flug­­völlur verði áfram í Vatns­­­mýr­inniHann end­­ur­tók þá skoðun í Morg­un­út­­varpi Rásar 2 á fimmtu­dag og úti­­lok­aði þar ekki inn­­­grip í skipu­lags­­vald Reykja­vík­­­ur­­borgar í mál­inu. „„Það eru mörg for­­dæmi fyrir því að stjórn­­völd hafa gripið inn í skipu­lags­­vald sveit­­ar­­fé­laga þegar almanna­hags­munir liggja við. Þær skyldur sem við berum gagn­vart þessu mik­il­væga sam­­göng­u­­mann­­virki geta alveg rétt­lætt það ef við náum ekki sam­komu­lagi. Í þessu felst engin hótun af minni hálfu.  Það hefur blasað við okkur öllum að þetta hefur gengið erf­ið­­lega, að ná ásætt­an­­legri nið­­ur­­stöð­u,“ sagði Jón. 

Auglýsing

Njáll Trausti Friðbertsson.Ráð­herrar Við­reisnar og Bjartrar fram­­tíðar eru á önd­verðri skoðun og telja að skipu­lags­­vald yfir Vatns­­­mýr­inni, og þar með Reykja­vík­­­ur­flug­velli, eigi að liggja hjá Reykja­vík­­­ur­­borg, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Eng­inn vilji er hjá þeim að víkja frá fyr­ir­liggj­andi stefnu til að tryggja veru Reykja­vík­­­ur­flug­vallar í Vatns­­­mýr­inni til fram­­búð­­ar, en hann á sam­kvæmt aðal­skipu­lagi að víkja í skrefum eftir árið 2022. Dag­ur B. Egg­erts­­son, borg­­ar­­stjóri í Reykja­vík, sagði við Kjarn­ann í síð­ustu viku að miðað við fyrstu yfir­­lýs­ingar nýs ráð­herra sam­­göng­u­­mála um Reykja­vík­­­ur­flug­­völl megi velta því fyrir sér hvort eitt­hvað sé að marka stjórn­­­ar­sátt­­mála nýrrar rík­­is­­stjórnar Sjálf­­stæð­is­­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­­tíð­­ar.

Njáll, sem er þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, segir við Morg­un­blaðið að ráð­herrar nýrrar rík­is­stjórnar hafi verk að vinna að sýna að þeir starfi fyrir landið allt. Hann telur veru Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni ekki vera ágrein­ings­mál. „Meiri­hluti þjóð­ar­innar vill að flug­völlur sé áfram í Vatns­mýri. Það verður að segj­ast að mér hefur fund­ist íslensk stjórn­sýsla hafa brugð­ist almanna- og örygg­is­hags­munum í þessu máli, svo sem með lokun neyð­ar­braut­ar­innar sem svo er köll­uð. Ég held að það sé kom­inn tími til að skoða hvernig tekið er á svona málum meðal nágranna­þjóða okk­ar, eins og t.d. í Sví­þjóð þar sem flugið er líkt og hér mik­il­vægur sam­göngu­mát­i.“ Í Sví­þjóð skil­greinir sænska sam­göngu­stof­an, Trafikverket, hvaða flug­vellir lands­ins heyri undir þjóð­ar­hags­muni og hún hefur ákvörð­un­ar­vald yfir þeim. Skipu­lags­vald yfir flug­völlum sem varða þjóð­ar­hags­muni liggur því hvorki hjá sænska þing­inu né sveit­ar­fé­lög­um, heldur rík­is­stofn­un, sam­kvæmt frétt RÚV frá því í júní 2015.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None