Ríkisstjórnin ekki fyrsti kostur og vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Njáll Trausti Frið­berts­son, nýkjör­inn þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, segir að sú rík­is­stjórn sem flokkur hans mynd­aði með Við­reisn og Bjartri fram­tíð hafi ekki verið hans fyrsti kost­ur. Hann seg­ist þó sætta sig við nið­ur­stöð­una en tekur undir þau sjón­ar­mið að rík­is­stjórnin hafi um of yfir sér svip höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Njáll segir enn fremur að íslensk stjórn­sýsla hafi brugð­ist almanna- og örygg­is­hags­munum í mál­efnum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, til dæmis með lokun hinnar svoköll­uðu neyð­ar­braut­ar. Flug­völl­ur­inn eigi að vera í Vatns­mýr­inni. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag

Nokkur ágrein­ings­mál hafa þegar komið upp í tengslum við myndun nýrrar rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem tók við völdum um miðja síð­ustu viku. Páll Magn­ús­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, greiddi ekki atkvæði með stjórn­ar­sátt­mála hennar þegar fyrir lá að hann yrði ekki ráð­herra. Um helg­ina sagð­ist Páll líta svo á að for­­maður flokks­ins hafi gert mis­­tök í ráð­herra­vali sínu. Hann hljóti sem skyn­­samur maður að leið­rétta þau. 

Jón Gunn­ars­son, sem er m.a. ráð­herra sam­göngu­mála, sagði við Vísi í síð­ustu viku að eng­inn önnur lausn sé í stöð­unni en að Reykja­vík­­­ur­flug­­völlur verði áfram í Vatns­­­mýr­inniHann end­­ur­tók þá skoðun í Morg­un­út­­varpi Rásar 2 á fimmtu­dag og úti­­lok­aði þar ekki inn­­­grip í skipu­lags­­vald Reykja­vík­­­ur­­borgar í mál­inu. „„Það eru mörg for­­dæmi fyrir því að stjórn­­völd hafa gripið inn í skipu­lags­­vald sveit­­ar­­fé­laga þegar almanna­hags­munir liggja við. Þær skyldur sem við berum gagn­vart þessu mik­il­væga sam­­göng­u­­mann­­virki geta alveg rétt­lætt það ef við náum ekki sam­komu­lagi. Í þessu felst engin hótun af minni hálfu.  Það hefur blasað við okkur öllum að þetta hefur gengið erf­ið­­lega, að ná ásætt­an­­legri nið­­ur­­stöð­u,“ sagði Jón. 

Auglýsing

Njáll Trausti Friðbertsson.Ráð­herrar Við­reisnar og Bjartrar fram­­tíðar eru á önd­verðri skoðun og telja að skipu­lags­­vald yfir Vatns­­­mýr­inni, og þar með Reykja­vík­­­ur­flug­velli, eigi að liggja hjá Reykja­vík­­­ur­­borg, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Eng­inn vilji er hjá þeim að víkja frá fyr­ir­liggj­andi stefnu til að tryggja veru Reykja­vík­­­ur­flug­vallar í Vatns­­­mýr­inni til fram­­búð­­ar, en hann á sam­kvæmt aðal­skipu­lagi að víkja í skrefum eftir árið 2022. Dag­ur B. Egg­erts­­son, borg­­ar­­stjóri í Reykja­vík, sagði við Kjarn­ann í síð­ustu viku að miðað við fyrstu yfir­­lýs­ingar nýs ráð­herra sam­­göng­u­­mála um Reykja­vík­­­ur­flug­­völl megi velta því fyrir sér hvort eitt­hvað sé að marka stjórn­­­ar­sátt­­mála nýrrar rík­­is­­stjórnar Sjálf­­stæð­is­­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­­tíð­­ar.

Njáll, sem er þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, segir við Morg­un­blaðið að ráð­herrar nýrrar rík­is­stjórnar hafi verk að vinna að sýna að þeir starfi fyrir landið allt. Hann telur veru Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni ekki vera ágrein­ings­mál. „Meiri­hluti þjóð­ar­innar vill að flug­völlur sé áfram í Vatns­mýri. Það verður að segj­ast að mér hefur fund­ist íslensk stjórn­sýsla hafa brugð­ist almanna- og örygg­is­hags­munum í þessu máli, svo sem með lokun neyð­ar­braut­ar­innar sem svo er köll­uð. Ég held að það sé kom­inn tími til að skoða hvernig tekið er á svona málum meðal nágranna­þjóða okk­ar, eins og t.d. í Sví­þjóð þar sem flugið er líkt og hér mik­il­vægur sam­göngu­mát­i.“ Í Sví­þjóð skil­greinir sænska sam­göngu­stof­an, Trafikverket, hvaða flug­vellir lands­ins heyri undir þjóð­ar­hags­muni og hún hefur ákvörð­un­ar­vald yfir þeim. Skipu­lags­vald yfir flug­völlum sem varða þjóð­ar­hags­muni liggur því hvorki hjá sænska þing­inu né sveit­ar­fé­lög­um, heldur rík­is­stofn­un, sam­kvæmt frétt RÚV frá því í júní 2015.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None