Fasteignaverð hækkaði um 36 prósent mælt í Bandaríkjadal

24216414821_774b5e8eb2_o.jpg
Auglýsing

Fast­eigna­verð hækk­aði um 15 pró­sent í fyrra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem er ein mesta hækkun sem mælst hefur á einu ári í Íslands­sög­unni. Aðeins árið 2007 er sam­bæri­legt hvað þetta varð­ar. Á sama tíma og verðið hækk­aði þá styrkt­ist gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum veru­lega, eða um 18,4 pró­sent að með­al­tali.

Sé sér­stak­lega horft á stöð­una í Banda­ríkja­dal þá hækk­aði verð á fast­eignum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 36 pró­sent í fyrra og verð­lag hækk­aði um tæp­lega 20 pró­sent. Verð­bólga, út frá krón­unni horft, er hins vegar fyrir neðan 2,5 pró­sent mark­miðið eða 1,9 pró­sent. Verð­bólga hefur hald­ist undir mark­miði í meira en þrjú ár og hefur styrk­ing krón­unnar þar spila stóra rullu.

Margt bendir til þess að gengi krón­unnar geti haldið áfram að styrkj­ast á næstu miss­er­um. Gjald­eyr­is­inn­streymi frá erlendum ferða­mönnum hefur auk­ist gíf­ur­lega sam­hliða miklum vexti í ferða­þjón­ustu, en um 1,8 millj­ónir erlendra ferða­manna komu til lands­ins í fyrra og er gert ráð fyrir að ferða­mönnum fjölgi um 500 þús­und á þessu ári, sé mið tekið af spám grein­enda. Komi ekki til mik­illa inn­gripa Seðla­banka Íslands á gjald­eyr­is­mark­aði þá mun gengi krón­unnar vafa­lítið styrkj­ast. 

Auglýsing

Í við­tali við Mark­að­inn í síð­ustu viku sagði Valdi­mar Ármann, fram­kvæmda­stjóri sjóða hjá GAMMA, að vaxta­stefna Seðla­banka Íslands væri ekki í takt við aðstæður í hag­kerf­inu. Meg­in­vextir bank­ans er nú fimm pró­sent. 

Valdi­mar sagði aðstæður hafa breyst mikið með til­komu vaxt­ar­ins í ferð­þjón­ustu. „Aðstæður eru með allt öðrum hætti en í aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008 þegar góð­ærið var tekið að láni með erlendri skuld­setn­ingu. Núna er hag­vöxtur drif­inn áfram af nýrri og ört vax­andi gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­grein auk þess sem þjóð­hags­legur sparn­aður heldur áfram að aukast umtals­vert. Það er því erfitt að sjá hvaða þörf er á því að halda vöxtum jafn háum og raun ber vitni enda virð­ist þessi breytta sam­setn­ing hag­kerf­is­ins þýða að það er í jafn­vægi við mun hærra gengi krón­unnar en við höfum áður þekkt í íslenskri hag­sög­u,“ sagði Valdi­mar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None