Fasteignaverð hækkaði um 36 prósent mælt í Bandaríkjadal

24216414821_774b5e8eb2_o.jpg
Auglýsing

Fast­eigna­verð hækk­aði um 15 pró­sent í fyrra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem er ein mesta hækkun sem mælst hefur á einu ári í Íslands­sög­unni. Aðeins árið 2007 er sam­bæri­legt hvað þetta varð­ar. Á sama tíma og verðið hækk­aði þá styrkt­ist gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum veru­lega, eða um 18,4 pró­sent að með­al­tali.

Sé sér­stak­lega horft á stöð­una í Banda­ríkja­dal þá hækk­aði verð á fast­eignum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 36 pró­sent í fyrra og verð­lag hækk­aði um tæp­lega 20 pró­sent. Verð­bólga, út frá krón­unni horft, er hins vegar fyrir neðan 2,5 pró­sent mark­miðið eða 1,9 pró­sent. Verð­bólga hefur hald­ist undir mark­miði í meira en þrjú ár og hefur styrk­ing krón­unnar þar spila stóra rullu.

Margt bendir til þess að gengi krón­unnar geti haldið áfram að styrkj­ast á næstu miss­er­um. Gjald­eyr­is­inn­streymi frá erlendum ferða­mönnum hefur auk­ist gíf­ur­lega sam­hliða miklum vexti í ferða­þjón­ustu, en um 1,8 millj­ónir erlendra ferða­manna komu til lands­ins í fyrra og er gert ráð fyrir að ferða­mönnum fjölgi um 500 þús­und á þessu ári, sé mið tekið af spám grein­enda. Komi ekki til mik­illa inn­gripa Seðla­banka Íslands á gjald­eyr­is­mark­aði þá mun gengi krón­unnar vafa­lítið styrkj­ast. 

Auglýsing

Í við­tali við Mark­að­inn í síð­ustu viku sagði Valdi­mar Ármann, fram­kvæmda­stjóri sjóða hjá GAMMA, að vaxta­stefna Seðla­banka Íslands væri ekki í takt við aðstæður í hag­kerf­inu. Meg­in­vextir bank­ans er nú fimm pró­sent. 

Valdi­mar sagði aðstæður hafa breyst mikið með til­komu vaxt­ar­ins í ferð­þjón­ustu. „Aðstæður eru með allt öðrum hætti en í aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008 þegar góð­ærið var tekið að láni með erlendri skuld­setn­ingu. Núna er hag­vöxtur drif­inn áfram af nýrri og ört vax­andi gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­grein auk þess sem þjóð­hags­legur sparn­aður heldur áfram að aukast umtals­vert. Það er því erfitt að sjá hvaða þörf er á því að halda vöxtum jafn háum og raun ber vitni enda virð­ist þessi breytta sam­setn­ing hag­kerf­is­ins þýða að það er í jafn­vægi við mun hærra gengi krón­unnar en við höfum áður þekkt í íslenskri hag­sög­u,“ sagði Valdi­mar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None