Fasteignaverð hækkaði um 36 prósent mælt í Bandaríkjadal

24216414821_774b5e8eb2_o.jpg
Auglýsing

Fast­eigna­verð hækk­aði um 15 pró­sent í fyrra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem er ein mesta hækkun sem mælst hefur á einu ári í Íslands­sög­unni. Aðeins árið 2007 er sam­bæri­legt hvað þetta varð­ar. Á sama tíma og verðið hækk­aði þá styrkt­ist gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum veru­lega, eða um 18,4 pró­sent að með­al­tali.

Sé sér­stak­lega horft á stöð­una í Banda­ríkja­dal þá hækk­aði verð á fast­eignum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 36 pró­sent í fyrra og verð­lag hækk­aði um tæp­lega 20 pró­sent. Verð­bólga, út frá krón­unni horft, er hins vegar fyrir neðan 2,5 pró­sent mark­miðið eða 1,9 pró­sent. Verð­bólga hefur hald­ist undir mark­miði í meira en þrjú ár og hefur styrk­ing krón­unnar þar spila stóra rullu.

Margt bendir til þess að gengi krón­unnar geti haldið áfram að styrkj­ast á næstu miss­er­um. Gjald­eyr­is­inn­streymi frá erlendum ferða­mönnum hefur auk­ist gíf­ur­lega sam­hliða miklum vexti í ferða­þjón­ustu, en um 1,8 millj­ónir erlendra ferða­manna komu til lands­ins í fyrra og er gert ráð fyrir að ferða­mönnum fjölgi um 500 þús­und á þessu ári, sé mið tekið af spám grein­enda. Komi ekki til mik­illa inn­gripa Seðla­banka Íslands á gjald­eyr­is­mark­aði þá mun gengi krón­unnar vafa­lítið styrkj­ast. 

Auglýsing

Í við­tali við Mark­að­inn í síð­ustu viku sagði Valdi­mar Ármann, fram­kvæmda­stjóri sjóða hjá GAMMA, að vaxta­stefna Seðla­banka Íslands væri ekki í takt við aðstæður í hag­kerf­inu. Meg­in­vextir bank­ans er nú fimm pró­sent. 

Valdi­mar sagði aðstæður hafa breyst mikið með til­komu vaxt­ar­ins í ferð­þjón­ustu. „Aðstæður eru með allt öðrum hætti en í aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008 þegar góð­ærið var tekið að láni með erlendri skuld­setn­ingu. Núna er hag­vöxtur drif­inn áfram af nýrri og ört vax­andi gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­grein auk þess sem þjóð­hags­legur sparn­aður heldur áfram að aukast umtals­vert. Það er því erfitt að sjá hvaða þörf er á því að halda vöxtum jafn háum og raun ber vitni enda virð­ist þessi breytta sam­setn­ing hag­kerf­is­ins þýða að það er í jafn­vægi við mun hærra gengi krón­unnar en við höfum áður þekkt í íslenskri hag­sög­u,“ sagði Valdi­mar.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None