Lofuðu Vegagerðinni að opna veginn aftur en náttúruvernd ræður för

Landeigandi á Sólheimasandi þar sem flugvélarflak er orðið að vinsælum ferðamannastað segja náttúruvernd valda því að lokað hefur verið fyrir bílaumferð á sandinum.

Douglas DC-3 flugvél Bandaríkjahers brotlenti á Sólheimasandi árið 1973. Flak vélarinnar situr enn í sandinum og er orðið að vinsælum ferðamannastað þrátt fyrir að vera illa leikið af veðrum og vindum.
Douglas DC-3 flugvél Bandaríkjahers brotlenti á Sólheimasandi árið 1973. Flak vélarinnar situr enn í sandinum og er orðið að vinsælum ferðamannastað þrátt fyrir að vera illa leikið af veðrum og vindum.
Auglýsing

Vega­gerðin stóð fyrir fram­kvæmdum á veg­slóða innan einka­lands á Sól­heima­sandi, frá þjóð­vegi 1 að flug­vél­arflak­inu á sand­in­um, síð­ast­liðið sum­ar. Vega­gerðin hafði fengið vil­yrði frá land­eig­endum á Sól­heima­sandi að opnað yrði fyrir bíla­um­ferð eftir veg­inum þegar fram­kvæmd­unum var lokið en það hefur ekki gerst og stendur ekki til.

Einn land­eig­enda á svæð­inu segir að nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið ráði því að slóðin niður að flug­vél­arflak­inu hafi ekki verið opnuð fyrir almenna bíla­um­ferð. Slóðin sé opnuð fyrir þá sem þurfa að aka niður að flak­inu vegna atvinnu­starf­semi. Ljós­mynd­arar og kvik­mynda­gerð­ar­menn þurfa þess vegna að borga fyrir opnun veg­ar­ins.

Í mars árið 2016 var leið­inni að flug­vél­arflak­inu lokað fyrir bíla­um­ferð vegna mik­ils utan­vega­akst­urs á sand­in­um. Í sam­tali við RÚV sagði Bene­dikt Braga­son á Ytri­-­Sól­heim­um, einn land­eig­enda á Sól­heima­sandi, að um tíma­bundna lokun væri að ræða á meðan leitað væri ráða um hvernig bregð­ast ætti við utan­vega­akstri.

Auglýsing

Eftir að hlið­inu á veg­inum við þjóð­veg 1 var lokað í mars í fyrra hafa ferða­menn lagt bif­reiðum sínum við þjóð­veg 1 eða á veg­öxl­inni við afleggjar­ann inn á einka­veg­inn og gengið um fjög­urra kíló­metra leið niður að flug­vél­arflak­inu. Nokkur hætta hefur skap­ast vegna þessa og eitt banaslys orðið þegar erlendur ferða­maður varð fyrir bíl sem ók eftir þjóð­veg­inum þegar hann steig úr bíl sín­um.

Eftir að ljóst var að veg­ur­inn yrði ekki opn­aður stóð Vega­gerðin fyrir bygg­ingu bílaplans við þjóð­veg­inn sem nýverið var tekið í notk­un.

G. Pétur Matth­í­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar, segir í tölvu­pósti til Kjarn­ans að vega­gerðin niður eftir Sól­heima­sandi hafi verið óvenju­legt verk­efni og að það gefi ekki for­dæmi um vinnu við slóða eða aðra vegi utan vega­kerf­is­ins. „Við höfðum miklar áhyggjur af umferð­ar­ör­yggi á þjóð­veg­in­um, sem er á okkar ábyrgð og fórum því í þessar lág­marks­að­gerðir bæði til að koma bílum af þjóð­veg­inum og bæta aðkom­una,“ skrifar Pétur um vega­fram­kvæmd­ina á einka­land­inu. „[...] hætta skap­að­ist við útafakstur þarna og ekki síður inn á akstur vegna öku­tækja sem stöðv­uðu í veg­kant­in­um. Það eru iðu­lega margir tugir bíla á stæð­in­u.“

Veg­ur­inn hafi verið heflaður síð­asta sumar „[...]í þeirri trú að land­eig­endur myndu opna fyrir almenna umferð að þessu loknu og í sam­ráði við þá,“ skrifar Pétur enn frem­ur. „Þeir höfðu kvartað yfir því að slóðin var orðin svo léleg að menn voru farnir að keyra um allt þarna. Þess vegna gerðum við þetta með þeim. Þ.e.a.s. hefl­uðum slóð­ann og settum vegstikur í báða kanta með 50 metra milli­bili til að afmarka leið­ina bet­ur.“

Í svar­inu segir að kostn­aður við veg­hefl­un­ina og stikun beggja vegna veg­ar­ins hafi kostað um hálfa milljón krón­ur. Í dag nýt­ist þessi leið sem göngu­leið að flug­vél­arflak­inu.

Utanvegaakstur á Sólheimasandi var mikið vandamál áður en hliðinu við þjóðveginn var læst.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Elín Ein­ars­dótt­ir, einn land­eig­end­anna, að það sé rétt að Vega­gerð­inni hafi verið gefið lof­orð um að veg­ur­inn yrði opn­aður aftur eftir fram­kvæmd­irn­ar. Sú fram­kvæmd hafi hins vegar dreg­ist tölu­vert. Land­eig­endur hafi svo ákveðið að opna ekki fyrir umferð eftir lag­færðum vegi eftir stöðu­fund þeirra með full­trúum Vega­gerð­ar­innar og lög­regl­unni.

„Lög­reglan sagði okkur að ef búið er að aka utan veg­ar­ins og marka slóða þá er sá sem á eftir kemur ekki að aka utan veg­ar,“ segir Elín. Það sé þess vegna ekki hægt að hætta á að opna fyrir umferð bíla. Á stöðu­fund­inum hafi verið ákveðið að land­eig­endur myndu leggja til land­svæði við þjóð­veg 1 þar sem Vega­gerðin gæti byggt bílaplan svo tryggja mætti öryggi veg­far­enda.

Vilja 100.000 krónur fyrir atvinnu­tengdar ferðir að flak­inu

Í ágúst í fyrra voru fluttar af því fréttir að ferða­maður hafi verið rukk­aður um 100.000 krónur fyrir að hafa ekið niður að flaki flug­vél­ar­innar á Sól­heima­sandi. Sá taldi að á sér hafi verið brotið og til­kynnti málið til lög­regl­unn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá lög­regl­unni á Suð­ur­landi var ekki um refsi­vert athæfi að ræða og ekki þótti til­efni til sér­stakrar rann­sóknar á þessu máli.

Elín segir í sam­tali við Kjarn­ann að land­eig­endur hafi ákveðið að heimtað sé gjald af atvinnu­tengdum ferðum á bílum að flak­inu. Tölu­verður fjöldi kvik­mynda­gerð­ar­manna og ljós­mynd­ara kjósi að nota flug­vél­arflakið sem sviðs­mynd í verkum sín­um. Það hafi verið til­fellið í því dæmi sem er nefnt hér að ofan, en það látið líta út í fjöl­miðlum að um almennan ferða­mann hafi verið að ræða. Hið rétta sé að ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki eins land­eig­and­ans á svæð­inu hafi leitt ljós­mynd­ara að flak­inu.

Lög­reglan skiptir sér ekki af því að einka­vegi sé lokað enda eru land­eig­endur í fullum rétti til að loka leið­inni fyrir bíla­um­ferð. Lög­reglan hefur haft afskipti af og vísað fólki af þjóð­veg­inum sem hafði stöðvað bíl­ana sína þar. Engum sektum hafi hins vegar verið beitt gegn þeim.

Vega­gerðin sýnir meiri varúð

Ell­efu land­eig­endur á svæð­inu tóku ákvörðun um að loka og læsa leið­inni niður að flaki flug­vél­ar­innar á Sól­heima­sandi. Eins og áður segir var haft eftir Bene­dikt Braga­syni, einum land­eig­enda, á RÚV að um tíma­bundna lokun hafi verið að ræða.

Land­eig­endur hafa hins vegar ekki opnað fyrir almenna bíla­um­ferð niður að flug­vél­arflak­inu á ný, þvert á þau lof­orð sem gefin voru starfs­mönnum Vega­gerð­ar­inn­ar. „Eftir þetta hefur verið passað upp á að ekk­ert væri gert nema búið væri að ganga frá skrif­legum samn­ing­um,“ skrifar Pét­ur, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar, enn fremur í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Skrif­legir samn­ingar voru svo gerðir þegar bíla­stæðin við mót þjóð­veg­ar­ins og einka­veg­ar­ins voru útbú­in. Stæðin eru ekki á landi Vega­gerð­ar­inn­ar. „Þetta gerðum við í haust en það dróst svo lengi sem raun bar vitni því það tók langan tíma að landa þeim samn­ing­um. Þá höfðu skap­ast hættu­legar aðstæður vegna bíla sem lögðu í veg­kant­inum og út um land þar sem leiðin að flak­inu var lokuð nema fyrir gang­and­i.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None