Lofuðu Vegagerðinni að opna veginn aftur en náttúruvernd ræður för

Landeigandi á Sólheimasandi þar sem flugvélarflak er orðið að vinsælum ferðamannastað segja náttúruvernd valda því að lokað hefur verið fyrir bílaumferð á sandinum.

Douglas DC-3 flugvél Bandaríkjahers brotlenti á Sólheimasandi árið 1973. Flak vélarinnar situr enn í sandinum og er orðið að vinsælum ferðamannastað þrátt fyrir að vera illa leikið af veðrum og vindum.
Douglas DC-3 flugvél Bandaríkjahers brotlenti á Sólheimasandi árið 1973. Flak vélarinnar situr enn í sandinum og er orðið að vinsælum ferðamannastað þrátt fyrir að vera illa leikið af veðrum og vindum.
Auglýsing

Vega­gerðin stóð fyrir fram­kvæmdum á veg­slóða innan einka­lands á Sól­heima­sandi, frá þjóð­vegi 1 að flug­vél­arflak­inu á sand­in­um, síð­ast­liðið sum­ar. Vega­gerðin hafði fengið vil­yrði frá land­eig­endum á Sól­heima­sandi að opnað yrði fyrir bíla­um­ferð eftir veg­inum þegar fram­kvæmd­unum var lokið en það hefur ekki gerst og stendur ekki til.

Einn land­eig­enda á svæð­inu segir að nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið ráði því að slóðin niður að flug­vél­arflak­inu hafi ekki verið opnuð fyrir almenna bíla­um­ferð. Slóðin sé opnuð fyrir þá sem þurfa að aka niður að flak­inu vegna atvinnu­starf­semi. Ljós­mynd­arar og kvik­mynda­gerð­ar­menn þurfa þess vegna að borga fyrir opnun veg­ar­ins.

Í mars árið 2016 var leið­inni að flug­vél­arflak­inu lokað fyrir bíla­um­ferð vegna mik­ils utan­vega­akst­urs á sand­in­um. Í sam­tali við RÚV sagði Bene­dikt Braga­son á Ytri­-­Sól­heim­um, einn land­eig­enda á Sól­heima­sandi, að um tíma­bundna lokun væri að ræða á meðan leitað væri ráða um hvernig bregð­ast ætti við utan­vega­akstri.

Auglýsing

Eftir að hlið­inu á veg­inum við þjóð­veg 1 var lokað í mars í fyrra hafa ferða­menn lagt bif­reiðum sínum við þjóð­veg 1 eða á veg­öxl­inni við afleggjar­ann inn á einka­veg­inn og gengið um fjög­urra kíló­metra leið niður að flug­vél­arflak­inu. Nokkur hætta hefur skap­ast vegna þessa og eitt banaslys orðið þegar erlendur ferða­maður varð fyrir bíl sem ók eftir þjóð­veg­inum þegar hann steig úr bíl sín­um.

Eftir að ljóst var að veg­ur­inn yrði ekki opn­aður stóð Vega­gerðin fyrir bygg­ingu bílaplans við þjóð­veg­inn sem nýverið var tekið í notk­un.

G. Pétur Matth­í­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar, segir í tölvu­pósti til Kjarn­ans að vega­gerðin niður eftir Sól­heima­sandi hafi verið óvenju­legt verk­efni og að það gefi ekki for­dæmi um vinnu við slóða eða aðra vegi utan vega­kerf­is­ins. „Við höfðum miklar áhyggjur af umferð­ar­ör­yggi á þjóð­veg­in­um, sem er á okkar ábyrgð og fórum því í þessar lág­marks­að­gerðir bæði til að koma bílum af þjóð­veg­inum og bæta aðkom­una,“ skrifar Pétur um vega­fram­kvæmd­ina á einka­land­inu. „[...] hætta skap­að­ist við útafakstur þarna og ekki síður inn á akstur vegna öku­tækja sem stöðv­uðu í veg­kant­in­um. Það eru iðu­lega margir tugir bíla á stæð­in­u.“

Veg­ur­inn hafi verið heflaður síð­asta sumar „[...]í þeirri trú að land­eig­endur myndu opna fyrir almenna umferð að þessu loknu og í sam­ráði við þá,“ skrifar Pétur enn frem­ur. „Þeir höfðu kvartað yfir því að slóðin var orðin svo léleg að menn voru farnir að keyra um allt þarna. Þess vegna gerðum við þetta með þeim. Þ.e.a.s. hefl­uðum slóð­ann og settum vegstikur í báða kanta með 50 metra milli­bili til að afmarka leið­ina bet­ur.“

Í svar­inu segir að kostn­aður við veg­hefl­un­ina og stikun beggja vegna veg­ar­ins hafi kostað um hálfa milljón krón­ur. Í dag nýt­ist þessi leið sem göngu­leið að flug­vél­arflak­inu.

Utanvegaakstur á Sólheimasandi var mikið vandamál áður en hliðinu við þjóðveginn var læst.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Elín Ein­ars­dótt­ir, einn land­eig­end­anna, að það sé rétt að Vega­gerð­inni hafi verið gefið lof­orð um að veg­ur­inn yrði opn­aður aftur eftir fram­kvæmd­irn­ar. Sú fram­kvæmd hafi hins vegar dreg­ist tölu­vert. Land­eig­endur hafi svo ákveðið að opna ekki fyrir umferð eftir lag­færðum vegi eftir stöðu­fund þeirra með full­trúum Vega­gerð­ar­innar og lög­regl­unni.

„Lög­reglan sagði okkur að ef búið er að aka utan veg­ar­ins og marka slóða þá er sá sem á eftir kemur ekki að aka utan veg­ar,“ segir Elín. Það sé þess vegna ekki hægt að hætta á að opna fyrir umferð bíla. Á stöðu­fund­inum hafi verið ákveðið að land­eig­endur myndu leggja til land­svæði við þjóð­veg 1 þar sem Vega­gerðin gæti byggt bílaplan svo tryggja mætti öryggi veg­far­enda.

Vilja 100.000 krónur fyrir atvinnu­tengdar ferðir að flak­inu

Í ágúst í fyrra voru fluttar af því fréttir að ferða­maður hafi verið rukk­aður um 100.000 krónur fyrir að hafa ekið niður að flaki flug­vél­ar­innar á Sól­heima­sandi. Sá taldi að á sér hafi verið brotið og til­kynnti málið til lög­regl­unn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá lög­regl­unni á Suð­ur­landi var ekki um refsi­vert athæfi að ræða og ekki þótti til­efni til sér­stakrar rann­sóknar á þessu máli.

Elín segir í sam­tali við Kjarn­ann að land­eig­endur hafi ákveðið að heimtað sé gjald af atvinnu­tengdum ferðum á bílum að flak­inu. Tölu­verður fjöldi kvik­mynda­gerð­ar­manna og ljós­mynd­ara kjósi að nota flug­vél­arflakið sem sviðs­mynd í verkum sín­um. Það hafi verið til­fellið í því dæmi sem er nefnt hér að ofan, en það látið líta út í fjöl­miðlum að um almennan ferða­mann hafi verið að ræða. Hið rétta sé að ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki eins land­eig­and­ans á svæð­inu hafi leitt ljós­mynd­ara að flak­inu.

Lög­reglan skiptir sér ekki af því að einka­vegi sé lokað enda eru land­eig­endur í fullum rétti til að loka leið­inni fyrir bíla­um­ferð. Lög­reglan hefur haft afskipti af og vísað fólki af þjóð­veg­inum sem hafði stöðvað bíl­ana sína þar. Engum sektum hafi hins vegar verið beitt gegn þeim.

Vega­gerðin sýnir meiri varúð

Ell­efu land­eig­endur á svæð­inu tóku ákvörðun um að loka og læsa leið­inni niður að flaki flug­vél­ar­innar á Sól­heima­sandi. Eins og áður segir var haft eftir Bene­dikt Braga­syni, einum land­eig­enda, á RÚV að um tíma­bundna lokun hafi verið að ræða.

Land­eig­endur hafa hins vegar ekki opnað fyrir almenna bíla­um­ferð niður að flug­vél­arflak­inu á ný, þvert á þau lof­orð sem gefin voru starfs­mönnum Vega­gerð­ar­inn­ar. „Eftir þetta hefur verið passað upp á að ekk­ert væri gert nema búið væri að ganga frá skrif­legum samn­ing­um,“ skrifar Pét­ur, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar, enn fremur í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Skrif­legir samn­ingar voru svo gerðir þegar bíla­stæðin við mót þjóð­veg­ar­ins og einka­veg­ar­ins voru útbú­in. Stæðin eru ekki á landi Vega­gerð­ar­inn­ar. „Þetta gerðum við í haust en það dróst svo lengi sem raun bar vitni því það tók langan tíma að landa þeim samn­ing­um. Þá höfðu skap­ast hættu­legar aðstæður vegna bíla sem lögðu í veg­kant­inum og út um land þar sem leiðin að flak­inu var lokuð nema fyrir gang­and­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None