Lofuðu Vegagerðinni að opna veginn aftur en náttúruvernd ræður för

Landeigandi á Sólheimasandi þar sem flugvélarflak er orðið að vinsælum ferðamannastað segja náttúruvernd valda því að lokað hefur verið fyrir bílaumferð á sandinum.

Douglas DC-3 flugvél Bandaríkjahers brotlenti á Sólheimasandi árið 1973. Flak vélarinnar situr enn í sandinum og er orðið að vinsælum ferðamannastað þrátt fyrir að vera illa leikið af veðrum og vindum.
Douglas DC-3 flugvél Bandaríkjahers brotlenti á Sólheimasandi árið 1973. Flak vélarinnar situr enn í sandinum og er orðið að vinsælum ferðamannastað þrátt fyrir að vera illa leikið af veðrum og vindum.
Auglýsing

Vega­gerðin stóð fyrir fram­kvæmdum á veg­slóða innan einka­lands á Sól­heima­sandi, frá þjóð­vegi 1 að flug­vél­arflak­inu á sand­in­um, síð­ast­liðið sum­ar. Vega­gerðin hafði fengið vil­yrði frá land­eig­endum á Sól­heima­sandi að opnað yrði fyrir bíla­um­ferð eftir veg­inum þegar fram­kvæmd­unum var lokið en það hefur ekki gerst og stendur ekki til.

Einn land­eig­enda á svæð­inu segir að nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið ráði því að slóðin niður að flug­vél­arflak­inu hafi ekki verið opnuð fyrir almenna bíla­um­ferð. Slóðin sé opnuð fyrir þá sem þurfa að aka niður að flak­inu vegna atvinnu­starf­semi. Ljós­mynd­arar og kvik­mynda­gerð­ar­menn þurfa þess vegna að borga fyrir opnun veg­ar­ins.

Í mars árið 2016 var leið­inni að flug­vél­arflak­inu lokað fyrir bíla­um­ferð vegna mik­ils utan­vega­akst­urs á sand­in­um. Í sam­tali við RÚV sagði Bene­dikt Braga­son á Ytri­-­Sól­heim­um, einn land­eig­enda á Sól­heima­sandi, að um tíma­bundna lokun væri að ræða á meðan leitað væri ráða um hvernig bregð­ast ætti við utan­vega­akstri.

Auglýsing

Eftir að hlið­inu á veg­inum við þjóð­veg 1 var lokað í mars í fyrra hafa ferða­menn lagt bif­reiðum sínum við þjóð­veg 1 eða á veg­öxl­inni við afleggjar­ann inn á einka­veg­inn og gengið um fjög­urra kíló­metra leið niður að flug­vél­arflak­inu. Nokkur hætta hefur skap­ast vegna þessa og eitt banaslys orðið þegar erlendur ferða­maður varð fyrir bíl sem ók eftir þjóð­veg­inum þegar hann steig úr bíl sín­um.

Eftir að ljóst var að veg­ur­inn yrði ekki opn­aður stóð Vega­gerðin fyrir bygg­ingu bílaplans við þjóð­veg­inn sem nýverið var tekið í notk­un.

G. Pétur Matth­í­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar, segir í tölvu­pósti til Kjarn­ans að vega­gerðin niður eftir Sól­heima­sandi hafi verið óvenju­legt verk­efni og að það gefi ekki for­dæmi um vinnu við slóða eða aðra vegi utan vega­kerf­is­ins. „Við höfðum miklar áhyggjur af umferð­ar­ör­yggi á þjóð­veg­in­um, sem er á okkar ábyrgð og fórum því í þessar lág­marks­að­gerðir bæði til að koma bílum af þjóð­veg­inum og bæta aðkom­una,“ skrifar Pétur um vega­fram­kvæmd­ina á einka­land­inu. „[...] hætta skap­að­ist við útafakstur þarna og ekki síður inn á akstur vegna öku­tækja sem stöðv­uðu í veg­kant­in­um. Það eru iðu­lega margir tugir bíla á stæð­in­u.“

Veg­ur­inn hafi verið heflaður síð­asta sumar „[...]í þeirri trú að land­eig­endur myndu opna fyrir almenna umferð að þessu loknu og í sam­ráði við þá,“ skrifar Pétur enn frem­ur. „Þeir höfðu kvartað yfir því að slóðin var orðin svo léleg að menn voru farnir að keyra um allt þarna. Þess vegna gerðum við þetta með þeim. Þ.e.a.s. hefl­uðum slóð­ann og settum vegstikur í báða kanta með 50 metra milli­bili til að afmarka leið­ina bet­ur.“

Í svar­inu segir að kostn­aður við veg­hefl­un­ina og stikun beggja vegna veg­ar­ins hafi kostað um hálfa milljón krón­ur. Í dag nýt­ist þessi leið sem göngu­leið að flug­vél­arflak­inu.

Utanvegaakstur á Sólheimasandi var mikið vandamál áður en hliðinu við þjóðveginn var læst.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Elín Ein­ars­dótt­ir, einn land­eig­end­anna, að það sé rétt að Vega­gerð­inni hafi verið gefið lof­orð um að veg­ur­inn yrði opn­aður aftur eftir fram­kvæmd­irn­ar. Sú fram­kvæmd hafi hins vegar dreg­ist tölu­vert. Land­eig­endur hafi svo ákveðið að opna ekki fyrir umferð eftir lag­færðum vegi eftir stöðu­fund þeirra með full­trúum Vega­gerð­ar­innar og lög­regl­unni.

„Lög­reglan sagði okkur að ef búið er að aka utan veg­ar­ins og marka slóða þá er sá sem á eftir kemur ekki að aka utan veg­ar,“ segir Elín. Það sé þess vegna ekki hægt að hætta á að opna fyrir umferð bíla. Á stöðu­fund­inum hafi verið ákveðið að land­eig­endur myndu leggja til land­svæði við þjóð­veg 1 þar sem Vega­gerðin gæti byggt bílaplan svo tryggja mætti öryggi veg­far­enda.

Vilja 100.000 krónur fyrir atvinnu­tengdar ferðir að flak­inu

Í ágúst í fyrra voru fluttar af því fréttir að ferða­maður hafi verið rukk­aður um 100.000 krónur fyrir að hafa ekið niður að flaki flug­vél­ar­innar á Sól­heima­sandi. Sá taldi að á sér hafi verið brotið og til­kynnti málið til lög­regl­unn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá lög­regl­unni á Suð­ur­landi var ekki um refsi­vert athæfi að ræða og ekki þótti til­efni til sér­stakrar rann­sóknar á þessu máli.

Elín segir í sam­tali við Kjarn­ann að land­eig­endur hafi ákveðið að heimtað sé gjald af atvinnu­tengdum ferðum á bílum að flak­inu. Tölu­verður fjöldi kvik­mynda­gerð­ar­manna og ljós­mynd­ara kjósi að nota flug­vél­arflakið sem sviðs­mynd í verkum sín­um. Það hafi verið til­fellið í því dæmi sem er nefnt hér að ofan, en það látið líta út í fjöl­miðlum að um almennan ferða­mann hafi verið að ræða. Hið rétta sé að ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki eins land­eig­and­ans á svæð­inu hafi leitt ljós­mynd­ara að flak­inu.

Lög­reglan skiptir sér ekki af því að einka­vegi sé lokað enda eru land­eig­endur í fullum rétti til að loka leið­inni fyrir bíla­um­ferð. Lög­reglan hefur haft afskipti af og vísað fólki af þjóð­veg­inum sem hafði stöðvað bíl­ana sína þar. Engum sektum hafi hins vegar verið beitt gegn þeim.

Vega­gerðin sýnir meiri varúð

Ell­efu land­eig­endur á svæð­inu tóku ákvörðun um að loka og læsa leið­inni niður að flaki flug­vél­ar­innar á Sól­heima­sandi. Eins og áður segir var haft eftir Bene­dikt Braga­syni, einum land­eig­enda, á RÚV að um tíma­bundna lokun hafi verið að ræða.

Land­eig­endur hafa hins vegar ekki opnað fyrir almenna bíla­um­ferð niður að flug­vél­arflak­inu á ný, þvert á þau lof­orð sem gefin voru starfs­mönnum Vega­gerð­ar­inn­ar. „Eftir þetta hefur verið passað upp á að ekk­ert væri gert nema búið væri að ganga frá skrif­legum samn­ing­um,“ skrifar Pét­ur, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar, enn fremur í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Skrif­legir samn­ingar voru svo gerðir þegar bíla­stæðin við mót þjóð­veg­ar­ins og einka­veg­ar­ins voru útbú­in. Stæðin eru ekki á landi Vega­gerð­ar­inn­ar. „Þetta gerðum við í haust en það dróst svo lengi sem raun bar vitni því það tók langan tíma að landa þeim samn­ing­um. Þá höfðu skap­ast hættu­legar aðstæður vegna bíla sem lögðu í veg­kant­inum og út um land þar sem leiðin að flak­inu var lokuð nema fyrir gang­and­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None