Donald Trump og stjórn hans hyggst fylgjast sérstaklega náði með innflytjendum og afbrotum sem þeir fremja og mun Hvíta húsið standa fyrir því að birta vikulega yfirlit yfir glæpi sem innflytjendur fremja í Bandaríkjunum.
Þetta kemur fram í skjölum sem starfslið Donalds Trumps hefur birt en Quartz segir að þessi aðferð minni um margt á svipaða glæpavakt innflytjenda sem vefurinn Breitbart News, sem einn aðalráðgjafa Trumps, Steve BannonSteve Bannon, stofnaði. Vefurinn er þekktur fyrir kynþáttahatur og útbreiðslu fordóma gagnvart innflytjendum.
Á vefnum var meðal annars sérstök vakt sett upp, til að fylgjast með glæpum sem svartir í Bandaríkjunum frömdu.
Vefurinn hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að kynda undir kynþáttahatri en Bannon hefur varið efnistökin og sagt að hann, og þeir sem skrifi á vefinn, séu í fullum rétti til að sýna Bandaríkjamönnum þessa hlið á landinu.