Gáfaðri útgáfan af Trump

Steve Bannon er einn þeirra sem telst vera pólitískur sigurvegari í Bandaríkjunum á árinu, þrátt fyrir öfgafullar og umdeildar skoðanir. Kristinn Haukur Guðnason kynnti sér sögu hans.

Kristinn Haukur Guðnason
Bannon
Auglýsing

Skömmu eftir banda­rísku for­seta­kosn­ing­arnar þann 8. nóv­em­ber útnefndi Don­ald Trump kosn­inga­stjóra sinn, Steve Bannon, sem æðsta ráð­gjafa sinn í verð­andi stjórn. Ljóst er að staða Trump er sterk með meiri­hluta í báðum þing­deildum og útnefn­ingu nýs hæsta­rétt­ar­dóm­ara með úrslita­at­kvæði. repúblík­ana­el­ítan sem barði á honum fyrir kosn­ing­arnar þegir nú og hlýð­ir. Að vera hægri hönd manns með slíka stöðu er því ákaf­lega valda­mikið emb­ætti. En hver er Steve Bannon og af hverju logar inter­netið vegna ráðn­ingar hans?

Heill­að­ist af Reagan

Stephen Kevin Bannon er fæddur 27. nóv­em­ber árið 1953 í borg­inni Nor­folk í Virg­in­íu­ríki. Nor­folk er með­al­stór borg á aust­ur­strönd­inni sem er aðal­lega þekkt sem flota­stöð banda­ríska sjó­hers­ins. Hann var þriðja barn af fimm, hjón­anna Martin og Doris Bannon. Þetta var týpísk írsk-am­er­ísk verka­manna­fjöl­skylda. Faðir hans vann hjá síma­fyr­ir­tæki og móðir hans var heima­vinn­andi. Þau voru kaþ­ólikk­ar, demókratar og virk í verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Þau umgeng­ust gyð­inga og svart fólk sem var nokkuð óvana­legt á sjötta ára­tugnum í Suð­ur­ríkj­un­um.

En fjöl­skyldan var engu að síður mjög íhalds­söm. Stephen og bræður hans tveir voru sendir í kaþ­ólskan her­skóla þar sem þeir lærðu aga og virð­ingu fyrir hefð­bundnum gild­um. Á þessum tíma mót­að­ist heim­sýn hans og hann hafði mjög sterkar skoð­anir á þjóð­fé­lags­mál­unum og lenti jafn­vel í slags­málum vegna þeirra. Eftir mennta­skóla lá leiðin í Virg­inia Tech háskól­ann og þar tók hann í fyrsta skipti virkan þátt í stjórn­málum sem for­maður stúd­enta­ráðs árið 1975. Eftir háskóla gekk hann í sjó­her­inn, þar sem hann þjón­aði á orr­ustu­skip­inu USS Paul F. Foster á Kyrra­hafi og í Persaflóa en tók um leið masters gráðu í alþjóða­sam­skiptum við Geor­getown háskóla. Árið 1980 var örlaga­valdur í lífi Bannon þegar Ron­ald Reagan sigr­aði sitj­andi for­set­ann Jimmy Carter í kosn­ing­um. Líkt og margir af hans kyn­slóð hreifst Bannon með Reagan-­bylgj­unni og þeirri nýju hægri­stefnu sem boðuð var. Margir þrýstu á Bannon að fara út í stjórn­mál á þessum tíma en hugur hans var ann­ars stað­ar. Hann tók MBA gráðu við Harvard háskóla og fékk í kjöl­farið stöðu hjá fjár­fest­ing­ar­bank­anum Gold­man Sachs.

Auglýsing

Banka­rekstur og Hollywood

Fátt virt­ist benda til að Bannon myndi hafa nokkur afskipti af stjórn­málum á þessum tíma. Hann vann hörðum höndum við að græða pen­inga hjá Gold­man Sachs til árs­ins 1990 þegar hann og nokkrir sam­starfs­menn hans stofn­uðu eigin banka, Bannon & Co. Það var fjár­fest­ing­ar­banki sem sér­hæfði sig í fjöl­miðlum og menn­ing­ar­stofn­un­um. Þeir keyptu upp lag­era af kvik­myndum og voru milli­göngu­menn í sam­r­unum ýmissa fyr­ir­tækja í skemmt­ana­iðn­að­inum eins og t.d. MGM, Turner og Polygram

Bank­inn stóð einnig að fram­leiðslu efnis og ber þar helst að nefna hina geysi­vin­sælu gam­an­þætti Sein­feld. Sam­fara banka­rekstr­inum stýrði Bannon rann­sókn­ar­setr­inu Biosphere 2 í Phoenix á árunum 1993 til 1995. Þar var aðal­lega feng­ist við rann­sóknir á sviði geim­vís­inda og lofts­lags­mála. Bæði skemmt­ana­iðn­að­ur­inn og vís­inda­sam­fé­lagið eru þekkt fyrir að inni­halda mikið af frjáls­lyndu fólki og vinstri­mönnum og Bannon átti ekki í vand­ræðum með að umgang­ast þá. Klæðn­aður hans og fas virt­ist einnig benda til þess að hann félli vel inn í þann hóp. Hann klædd­ist lit­ríkum skyrtum og sand­ölum og talsmáti hans var ávallt alþýð­legur og laus við allt snobb. En hann gat líka verið grimmur og bein­línis and­styggi­legur við þá sem honum lík­aði illa við. Bannon er þrí­giftur og þrí­skil­inn og önnur eig­in­kona hans kærði hann fyrir heim­il­is­of­beldi árið 1996. 

Stjórn­málin tog­uðu alltaf í hann og árið 1998 seldi hann hlut sinn í Bannon & Co. og fór þess í stað að fram­leiða og leik­stýra kvik­mynd­um. Sumar mynd­irnar voru leiknar Hollywood myndir á borð við Titus og Sweetwa­ter en þorr­inn af þeim voru heim­ild­ar­myndir sem drógu taum hægr­is­ins. Þetta voru upp­hafn­ing­ar­myndir um repúblík­ana á borð við Ron­ald Reagan og Söru Palin og svo mjög gagn­rýnar myndir um inn­flytj­enda­mál og banda­ríska rík­is­bákn­ið. Það skipti ekki máli þó að George W. Bush væri í hvíta hús­inu því að Bannon leit á Bush sem hluta af þess­ari elítu og hluta af vanda­mál­inu. Bannon var yst á jaðr­inum og honum vant­aði útrás fyrir gremju sína. Þá útrás fann hann árið 2004 þegar hann kynnt­ist ungum manni að nafni Andrew Breit­bart.

Breit­bart hinn alræmdi jað­ar­mið­ill

Andrew Breit­bart var mjög íhalds­samur fjöl­miðla­maður sem hafði m.a. skrifað fyrir Was­hington Times og komið að stofnun hins geysi­vin­sæla vefs Huffington Post. En Breit­bart vildi koma á fót sínu eigin vefriti sem yrði yst á jaðr­inum og því stofn­aði hann Breit­bart News árið 2007. Steve Bannon sá þarna tæki­færi og gerð­ist stofn­með­lim­ur. Breit­bart News var bein­línis stofnað til höf­uðs hinnar póli­tísku elítu og þó að gildum Repúblíkana­flokks­ins væri hampað þá fengu margir inn­múr­aðir yfir sig vænar gusur á síð­unni. Stofnun síð­unnar fór saman við upp­gang hinnar svoköll­uðu Teboðs­hreyf­ingar sem óx mikið eftir valda­töku Barack Obama árið 2008. Pópúl­ísk alda var í upp­sigl­ingu og umsvif Breit­bart juk­ust jafnt og þétt. Fréttir á Breit­bart voru gagn­rýnar á stjórn Obama, rík­is­bákn­ið, elít­una, örygg­is­mál, hefð­bundna fjöl­miðla og Hollywood mask­ín­una. Einnig voru þær mjög lit­aðar af kyn­þátta og útlend­inga­hat­ri, kven­fyr­ir­litn­ingu og for­dómum í garð sam­kyn­hneigðra. Oft­ast nær voru for­dóm­arnir sagðir með svoköll­uðum hunda­blístrum, þ.e. með dylgjum og ósögðum athuga­semdum sem les­endur gátu áttað sig á. Í athuga­semda­kerfi vefs­ins sást það svo best hvers konar fólk las vef­inn og þar voru engar hunda­blístr­ur. 

Þá voru frétta­menn vefs­ins óvægnir í stuðn­ingi sínum við Ísra­els­ríki sem sást best í því að vef­ur­inn hafði útibú í Jer­úsal­em. Breit­bart, sem sjálfur var gyð­ingur lést úr hjarta­sjúk­dómi ein­ungis 43 ára að aldri árið 2012. Þá steig Bannon fram og tók við stjórn vefs­ins. Við valda­töku Bannon juk­ust for­dómar í garð minni­hluta­hópa og kvenna til muna á vefn­um. Þar sem Breit­bart sjálfs naut ekki við voru gyð­ingar teknir inn í hóp þeirra sem gagn­rýni vefs­ins beind­ist að, enda eru gyð­ingar fyr­ir­ferð­ar­miklir í stjórn­mála, fjár­mála og Hollywood elít­unni. Kyn­þátta­hat­rið var nú orðið stækt á síð­unni og í athuga­semda­kerf­inu og beind­ist það ekki síður gegn gyð­ing­um. Farið var að tala um Breit­bart sem málsvara hinnar svoköll­uðu alt-right hreyf­ing­ar. Sú hreyf­ing varð til á spjall­rásum og athuga­semda­kerfum í afkimum inter­nets­ins og ein­kenn­ist af kven­fyr­ir­litn­ingu og hatri í garð minni­hluta­hópa. Bannon full­yrti sjálfur að Breit­bart væri vett­vangur hreyf­ing­ar­inn­ar.

Hann færði út kví­arnar og opn­aði útibú í Texas og í Lund­únum árið 2014. Við opnun úti­bús­ins í Lund­únum opn­uð­ust augu evr­ópsku pópúlista­flokk­ana fyrir síð­unni og stjórn­mála­menn á borð við Nigel Farage úr UKIP og Mar­ine Le Pen í frönsku Þjóð­fylk­ing­unni sýndu henni stuðn­ing sinn. Með auknum umsvifum síð­unnar varð boð­skap­ur­inn smám saman “normalíser­að­ur” líkt og hægri­menn á borð við Rush Limbaugh höfðu áður gert í útvarpi. Vef­ur­inn var engu að síður ekki mjög stór. Árið 2014 hafði Breit­bart News að með­al­tali um 8 milljón les­endur í Banda­ríkj­un­um.

Inn stígur Trump

Don­ald Trump til­kynnti fram­boð sitt til for­seta þann 16. júní árið 2015 og fljót­lega fór öll fjöl­miðlaum­fjöllun að snú­ast um hann. Fram að því höfðu Bannon og Breit­bart stutt dyggi­lega við bakið á Ted Cruz, fram­bjóð­anda Teboðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Cruz hafði til­kynnt fram­boð sitt snemma og fengið drottn­ing­ar­við­töl á síð­unni en aðrir fram­bjóð­endur repúblík­ana á borð við Jeb Bush og Marco Rubio fengu tölu­verða gagn­rýni. Trump var þó snemma sýndur í nokkuð jákvæðu ljósi á síð­unni og það reynd­ist Bannon og félögum vel. Heim­sóknir á síð­una tvö­föld­uð­ust á ein­ungis hálfu ári. 

Cruz féll smám saman í ónáð hjá Bann­on, sér­stak­lega eftir að hann sam­þykkti frí­versl­un­ar­samn­ing að und­ir­lagi þing­for­set­ans Paul Ryan, sem var svar­inn óvinur Bann­on. Haustið 2015 var óljóst hvorn fram­bjóð­and­ann Breit­bart studdi en í jan­úar 2016 var Cruz alfarið sparkað fyrir Trump. Trump sagði Cruz vera óhæfan til að gegna emb­ætt­inu sökum þess að hann var fæddur í Kanada og frétta­menn Breit­bart tóku undir af fullri hörku

Bannon varð klapp­stýra Trump og þegar ljóst var að hinn síð­ar­nefndi yrði fram­bjóð­andi Repúblíkana­flokks­ins um sum­arið 2016 var les­enda­fjöldi Breit­bart um 18 millj­ón­ir. Á þessum tíma gekk Trump allt í hag­inn og hann skor­aði hátt í skoð­ana­könn­un­um. En síð­sum­ars fór fylgi hans að dala, að hluta til vegna fram­boðs­stjóra hans, Paul Mana­fort. Upp komst um grun­sam­leg tengsl hans við Viktor Yanu­kovych fyrrum for­seta Úkra­ínu og Mana­fort sagði skilið við fram­boðið í ágúst. Í stað hans valdi Trump Kellyanne Conway og Steve Bannon til að stýra fram­boð­inu. Margir töldu að hinum reynda Mana­fort, sem hafði unnið að for­seta­fram­boðum í 40 ár, hefði mis­tek­ist að halda aftur af hinum yfir­lýs­ingaglaða Trump. Með ráðn­ingu Bannon var öllum ljóst að gefið yrði í frekar en hitt. Einn af þeim sem fagn­aði ráðn­ingu Bannon hvað ákaf­ast var David Duke fyrrum leið­togi Ku Klux Klan. Alt-right hreyf­ingin og hvítir þjóð­ern­is­sinnar voru nú form­lega orðin hluti af fram­boði Don­ald Trump. Bannon tók sér leyfi frá Breit­bart en vef­ur­inn hélt engu að síður áfram að styðja dyggi­lega við bakið á fram­bjóð­and­an­um.

Skítug­asta kosn­inga­bar­átta sög­unnar

Um haustið 2016 var fátt annað talað en banda­rísku kosn­inga­bar­átt­una. Trump fór upp í könn­unum eftir veik­indi Hill­ary Clinton í sept­em­ber og niður aftur eftir rök­ræður fram­bjóð­end­anna, sem voru þær sóða­leg­ustu í sög­unni, og eftir að mynd­band birt­ist af honum þar sem hann hreykti sér af kyn­ferð­is­áreitni. Nú var ekki hægt að draga úr sor­an­um. Stefna Trump og Bannon var sú að koma dygg­asta stuðn­ings­fólk­inu á kjör­stað og skvetta það mik­illi drullu á and­stæð­ing­inn að sem flestir óháðir sætu heima. Lang­flestir bjugg­ust þó við sigri Clinton eins og nán­ast allar skoð­ana­kann­anir og kosn­inga­spár gáfu til kynna. Úrslitin gætu varla hafa komið meira á óvart. Ljóst var að Trump hafði unnið kjör­manna­kosn­ing­una en að Clinton hefði umtals­vert fleiri atkvæði (ná­lægt 3 millj­ónum eins og síðar kom í ljós). Til að auka á fár­an­leik­ann þá sviku 7 kjör­menn lit og kusu annað fólk sem er það mesta í sög­unni (utan við látna fram­bjóð­end­ur). Síðan 1872 hafa aldrei fleiri en einn kjör­maður svikið lit. Þetta er birt­ing­ar­mynd af því hversu saurug kosninga­bar­áttan var, hversu hataðir fram­bjóð­end­urnir voru og hversu vel plott Trump og Bannon gekk upp. Eftir kosn­ing­arnar var ljóst að Bannon og Conway yrðu verð­launuð fyrir fram­boðs­stýr­ing­una með stöðum í hvíta hús­inu. Bæði munu taka við emb­ættum ráð­gjafa og Bannon sem æðsti ráð­gjafi þann 20. jan­úar næst­kom­andi.Bannon mun móta fram­tíð­ina

Staða æðsta ráð­gjafa Banda­ríkja­for­seta hefur verið mjög mis­jöfn síðan hún var sett á lagg­irnar í stjórn­ar­tíð Ric­hard Nixon árið 1969. Sumir hafa verið mjög nánir for­set­anum en aðrir nýttir sem nokk­urs konar almanna­tenglar og fjöl­miðla­full­trú­ar. Endrum og eins hefur staðan verið laus, t.d. alla stjórn­ar­tíð Jimmy Carter 1977-1981. Búist er við því að Bannon muni hafa mjög mikið að segja um stefnu­mótun Don­ald Trump í ljósi reynslu­leysis hins síð­ar­nefnda. Talið er að hann muni koma tölu­vert að utan­ríkis og varn­ar­mál­um, efl­ingu sam­skipta við Rúss­land Pútíns og evr­ópska pópúlista­flokka.

Fyrsti erlendi stjórn­mála­mað­ur­inn til að funda með Trump eftir kosn­ing­una var einmitt Nigel Fara­ge, les­andi Breit­bart. Bannon mun vænt­an­lega einnig leggja drög að nei­kvæðri afstöðu Banda­ríkj­anna til frí­versl­un­ar­samn­inga og Evr­ópu­sam­bands­ins. Þá er búist við því að reynsla Bannon af fjöl­miðlum muni nýt­ast Trump við að skapa og móta ímynd sína sem for­seta. Gildir þá einu hvort öllum líki við hann. Bara að nógu mörgum líki við hann og nógu mörgum líki illa við and­stæð­inga hans.

5 umdeildar til­vitn­anir Steve Bann­on:

Dick Chen­ey. Darth Vader. Sat­an. Það er vald!

Konur sem ættu að stjórna land­inu ættu að vera fyrir fjöl­skyld­una, ættu að eiga eig­in­menn, ættu að elska börnin sín. Ekki ein­hverjar lessur úr lista­há­skólum í Nýja Englandi.

Ótti er góð­ur. Ótti lætur þig taka málin í eigin hend­ur.

Ég vill ekki að stelp­urnar [dætur hans] fari í skóla með gyð­ing­um. Þeir ala börnin sín upp sem vælandi óþekkt­ar­anga.

Ég er Lenínisti. Lenín vildi eyði­leggja rík­ið, og það er mitt tak­mark einnig.

5 umdeildar fyr­ir­sagnir Breit­bart News:

Rétt­indi sam­kyn­hneigðra hafa gert okkur heimskari, tími til kom­inn að fara aftur inn í skáp­inn.

Getn­að­ar­varn­arpillan gerir konur óaðl­að­andi og heimsk­ar.

Hvort myndir þú frekar vilja að barnið þitt fengi femín­isma eða krabba­mein?

Gabby Gif­fords [þing­maður sem varð fyrir morð­til­raun]: Mann­legur skjöldur byssu­and­stæð­inga

Hífum hann upp með stolti: Suð­ur­ríkja­fán­inn kunn­gerir glæsi­lega arf­leið

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None