Donald J. Trump, Bandaríkjaforseti, telur að útganga Breta úr Evrópusambandinu muni reynast mikil gæfa fyrir Breta. Þetta sagði hann á fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í Hvíta húsinu í dag.
„Ég tel að með tímanum þú munið þið hafa ykkar sérstöðu og þið munið hafa í landinu fólkið sem þið viljið hafa,“ sagði Trump meðal annars. Hann sagði Breta og Bandaríkjamenn geta átt mikla samleið, meðal annars á sviði varnarmála og viðskipta.
Bretar eiga mikla hagsmuni undir viðskiptasamningum við Bandaríkjamenn en um 14 prósent af heildarútflutningi Breta fer til Bandaríkjanna. Stærsta einstaka útflutningssvæði Bretlands er þó inni markaður EES í Evrópu.
Trump talaði fyrir því að Bretar gætu nú gert hlutina alveg „frjálsir“ og að það myndi koma þeim til góða að hafa ekki Evrópusambandið sem yfirvalda þegar kæmi að viðskiptum. Þá myndu þeir stjórna landmærunum betur og velja bera fólk til búsetu í Bretlandi.