ASÍ segir Leiðréttinguna hafa aukið ójöfnuð

ASÍ segir að Leiðréttingin hafi verið bæði ómarkviss og slæm ráðstöfun á ríkisfjármagni sem hafi runnið að langmestu leyti til einstaklinga sem glímdu hvorki við greiðslu- né skuldavanda og leitt til aukins ójöfnuðar.

Leiðréttingin
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) segir að nið­ur­staða Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, nið­ur­færslu á hluta verð­tryggðra hús­næð­is­lána Íslend­inga um 72,2 millj­arða króna, sé fyrst og fremst áfell­is­dómur ufir aðgerð­inni. Hún hafi verið bæði ómark­viss og slæm ráð­stöfun á rík­is­fjár­magni sem hafi runnið að lang­mestu leyti til ein­stak­linga sem glímdu hvorki við greiðslu- né skulda­vanda og leitt til auk­ins ójöfn­uðar með „til­færslu á skattfé til vel stæðra hópa með sterka eig­in­fjár­stöð­u“. Þetta kemur fram í grein­ingu á skýrslu sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lagði fyrir Alþingi í síð­ustu viku um hvernig Leið­rétt­ingin skipt­ist á milli tekju- og eigna­hópa.  

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þær upp­lýs­ingar sem fram komu í skýrsl­unni, fyrst í frétta­skýr­ingu sem birt­ist 18. jan­úar og síðan í annarri sem birt­ist 23. jan­úar, eftir að hafa fengið við­bót­ar­upp­lýs­ingar um skipt­ingu Leið­rétt­ing­ar­innar á milli tekju- og eigna­hópa hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Kjarn­inn greindi auk þess frá því fyrr í dag að loka­drög skýrsl­unnar hafi verið til­búin í júní 2016 og að vinnslu við hana hafi verið lokið í októ­ber sama ár. Skýrslan var hins vegar ekki birt opin­ber­lega fyrr en 18. jan­úar 2017.

Verst staddi hóp­ur­inn fékk lítið sem ekk­ert

Í grein­ingu ASÍ segir að þær upp­lýs­ingar sem nú liggi fyrir um ráð­stöfun hennar bendi til þess að Leið­rétt­ingin hafi að litlu leyti runnið til þess hóps keypti hús­næði á árunum 2006-2008 og lenti  verst í raun­lækkun hús­næð­is. „Enn­fremur hafi sá hópur sem lenti í greiðslu­vanda í kjöl­far hruns­ins að miklu leyti ekki fallið undir leið­rétt­ing­una og því aldrei átt von á að hljóta stóra leið­rétt­ingu hús­næð­is­lána. Aðgerðin hefur leitt til auk­ins ójöfn­uðar með til­færslu á skattfé til vel stæðra hópa með sterka eig­in­fjár­stöðu. Nið­ur­staðan er fyrst og fremst áfell­is­dómur yfir aðgerð­inni sem var bæði ómark­viss og slæm ráð­stöfun á rík­is­fjár­magni sem rann að langstærstu leyti til ein­stak­linga sem hvorki glímdu við greiðslu- né skulda­vanda. Tíma­setn­ing aðgerð­ar­innar var einnig óheppi­leg því slaki var að hverfa í hag­kerf­inu þegar hún kom til fram­kvæmda sem leiddi til auk­innar eft­ir­spurnar eftir hús­næð­i.“

Auglýsing

Þar segir einnig að umtals­verðar upp­lýs­ingar hafi þegar legið fyrir um umfang skulda- og greiðslu­vanda íslenskra heim­ila fyrir Leið­rétt­ing­una. Bæði greiðslu- og skulda­vandi heim­ila hafi verið vel kort­lagður í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Í grein­ingu Seðla­bank­ans á umfangi greiðslu­vanda var til að mynda áætlað að um 21 þús­und heim­ili væru í greiðslu­vanda í lok árs 2010. „Greiðslu­vand­inn var mun meiri hjá heim­ilum í lægri tekju­hópum og voru um 50 pró­sent heim­ila í lægsta tekju­fimmt­ung í greiðslu­vanda á árunum 2009-2010, um þriðj­ungur í næst lægsta tekju­fimmt­ung og rúm­lega fimmt­ungur í mið tekju­fimmt­ungi. Þar kemur einnig fram að greiðslu­vandi væri mun umfangs­meiri meðal barna­fjöl­skyldna heldur en heim­ila án barna. Hvað skulda­vand­ann varðar kemur fram að hlut­fall hús­eig­enda með nei­kvætt eigið fé hafi hæst verið um 40 pró­sent og að umfangið hafi verið meira hjá tekju­hærri heim­il­um. En þegar heim­ili í bæði skulda- og greiðslu­vanda voru skoðuð sér­stak­lega kemur í ljós að þau voru flest í tekju­lægri hóp­um. Verst staddi hóp­ur­inn fékk lítið sem ekk­ert.“

Segja kjara­samn­inga í upp­námi

ASÍ bendir á að á síð­asta kjör­tíma­bili hafi húsa­leigu­bætur staðið í stað þrátt fyrir að margir leigj­endur væru í greiðslu­vanda og leigu­verð hafi hækkað mikið vegna vax­andi eft­ir­spurnar eftir hús­næði sam­fara hús­næð­is­skorti. Á sama tíma hafi  72,2 millj­örðum króna verið veitt úr rík­is­sjóði til að nið­ur­greiða hús­næð­is­skuldir og þeir fjár­munir hafi fyrst og fremst farið til  tekju- og eigna­meiri hús­næð­is­eig­enda. „Al­þýðu­sam­band Íslands hefur barist fyrir hús­næð­is­ör­yggi launa­fólks um ára­bil. Sú bar­átta skil­aði loks árangri þegar rík­is­stjórin lof­aði inn­leið­ingu almenns íbúða­kerfis með yfir­lýs­ingu í tengslum við gerð kjara­samn­inga vorið 2015. Almenna íbúða­kerfið nýtur stofn­fram­laga frá ríki og sveit­ar­fé­lögum og er ætlað að tryggja tekju­lægra fólki leigu­hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um. Það var mat Alþýðu­sam­bands­ins að þörfin væri a.m.k. 1.000 íbúðir á ári, næstu fimm árin. Ríkis­stjórnin var ekki til­búin til að mæta þeirri þörf en sætt­ist á 600 íbúðir árlega í fjögur ár. Það eru því veru­leg von­brigði að ekki sé staðið við lof­orð um stofn­fram­lög til 600 íbúða í fjár­lögum 2017 og leggur Alþýðu­sam­bandið ríka áherslu á að þeir 2 millj­arðar  sem upp á vantar verði tryggðir á þessu ári. Að öðrum kosti eru for­sendur kjara­samn­inga í upp­námi.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None