Róbert Wessman, viðskiptafélagi hans Árni Harðarson og félagið Salt Investments voru í dag sýknuð af skaðabótakröfu Björgólfs Thors Björgólfssonar í Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði einnig fellt sýknudóm í málinu. Björgólfur hafði krafist um tveggja milljóna evra í skaðabætur í málinu.
Björgólfur Thor stefndi bæði Róberti og Árna fyrir að hafa á ólögmætan hátt dregið að sér fjórar milljónir evra frá sér og nýtt í eigin þágu. Hann vildi að þeir greiði sér skaðabætur vegna þessa. Róbert og Árni hafa ítrekað hafnað þessum málatilbúnaði, sagt stefnuna tilefnislausa og að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Málið var þingfest í sumarið 2015.
Mennirnir þrír hafa lengi eldað grátt silfur saman og átt í margvíslegur erjum árum saman. Í fyrravor var til að mynda hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor vísað frá dómi. Árni Harðarson á um 60 prósent hlutabréfanna sem eru á bakvið rannsóknina.