#efnahagsmál#stjórnmál

Tveir starfshópar skipaðir vegna aflandseignaskýrslu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur skipað tvo starfhópa vegna ábendinga í skýrslu starfshóps um aflandseignir Íslendinga. Annar á að skoða hvernig hægt verði að minnka svarta hagkerfið, hinn milliverðlagningu.

Þórður Snær Júlíusson

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur skipað tvo starfs­hópa sem hefur verið falið að vinna að útfærslu úrbóta vegna ábend­inga sem fram komu í skýrslu starfs­hóps um umfang fjár­magnstil­færslna og eigna­um­sýslu Íslend­inga á aflands­svæð­um. Annar hóp­ur­inn fjallar um umfang og áhrif skatt­und­an­skota og skattsvika á íslenskan þjóð­ar­bú­skap, ásamt því að gera til­lögur um hvernig megi minnka svarta hag­kerf­ið. Hinum hópnum er falið að fjalla um þann hluta skýrsl­unnar sem sneri að milli­verð­lagn­ingu, þar með talið fakt­úru­föls­un. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Þar segir einnig að um sé að ræða fyrstu áfanga í aðgerð­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar gegn skatt­und­anskotum og skattsvik­um. „Önnur atriði úr skýrslu starfs­hóps­ins um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum eru enn til skoð­unar í ráðu­neyt­in­u.“

Kjarn­inn spurði sér­stak­lega um hvort til stæði að skoða ábend­ingar sem fram komu í skýrsl­unni sem snúa að fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­lýs­inga um fjár­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­taka í fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­bank­ans er ekki til stað­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­bank­ans þegar um grun­­sam­­legar fjár­­­magnstil­­færslur er að ræða. Æski­­legt má telja að sam­­starf væri um miðlun upp­­lýs­inga á milli þess­­ara stofn­ana.“ Í svarið frá ráðu­neyt­inu segir að þetta sé eitt þeirra atriða sem enn sé til skoð­unar í ráðu­neyt­in­u. 

Auglýsing

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um skýrsl­una hér.

Hægt er að lesa umfjöllun Kjarn­ans um skort á skatta­lög­gjöf um aflandseignir hér.

Hægt er að lesa umfjöllun Kjarn­ans um ábend­ingar starfs­hóps­ins vegna fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar hér.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03