#efnahagsmál#stjórnmál

Tveir starfshópar skipaðir vegna aflandseignaskýrslu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur skipað tvo starfhópa vegna ábendinga í skýrslu starfshóps um aflandseignir Íslendinga. Annar á að skoða hvernig hægt verði að minnka svarta hagkerfið, hinn milliverðlagningu.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur skipað tvo starfs­hópa sem hefur verið falið að vinna að útfærslu úrbóta vegna ábend­inga sem fram komu í skýrslu starfs­hóps um umfang fjár­magnstil­færslna og eigna­um­sýslu Íslend­inga á aflands­svæð­um. Annar hóp­ur­inn fjallar um umfang og áhrif skatt­und­an­skota og skattsvika á íslenskan þjóð­ar­bú­skap, ásamt því að gera til­lögur um hvernig megi minnka svarta hag­kerf­ið. Hinum hópnum er falið að fjalla um þann hluta skýrsl­unnar sem sneri að milli­verð­lagn­ingu, þar með talið fakt­úru­föls­un. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Þar segir einnig að um sé að ræða fyrstu áfanga í aðgerð­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar gegn skatt­und­anskotum og skattsvik­um. „Önnur atriði úr skýrslu starfs­hóps­ins um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum eru enn til skoð­unar í ráðu­neyt­in­u.“

Kjarn­inn spurði sér­stak­lega um hvort til stæði að skoða ábend­ingar sem fram komu í skýrsl­unni sem snúa að fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­lýs­inga um fjár­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­taka í fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­bank­ans er ekki til stað­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­bank­ans þegar um grun­­sam­­legar fjár­­­magnstil­­færslur er að ræða. Æski­­legt má telja að sam­­starf væri um miðlun upp­­lýs­inga á milli þess­­ara stofn­ana.“ Í svarið frá ráðu­neyt­inu segir að þetta sé eitt þeirra atriða sem enn sé til skoð­unar í ráðu­neyt­in­u. 

Auglýsing

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um skýrsl­una hér.

Hægt er að lesa umfjöllun Kjarn­ans um skort á skatta­lög­gjöf um aflandseignir hér.

Hægt er að lesa umfjöllun Kjarn­ans um ábend­ingar starfs­hóps­ins vegna fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar hér.

Meira úr sama flokkiInnlent
None