#fjölmiðlar

Fréttatíminn í endurskipulagningu – Framtíðin óljós

Stofnframlög til Frjálsrar fjölmiðlunar verða ekki innheimt fyrr en að framtíð Fréttatímans verði tryggð.

Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson ritstýra Fréttatímanum.
Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson ritstýra Fréttatímanum.

End­ur­skipu­lagn­ing á útgáfu Frétta­tím­ans stendur yfir og ekki er ljóst hver fram­tíð hans verð­ur. Þetta segir Gunnar Smári Egils­son, rit­stjóri og útgef­andi blaðs­ins, í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Fyrir skemmstu var sett í loftið til­raun til að breyta var­an­lega grunni Frétta­tím­ans, með því að efna til stofn­unar vett­vangs sem ber nafnið Frjáls fjöl­miðl­un. Þeir sem ákveða að ger­ast stofn­fé­lagar að vett­vangnum er boðið að greiða fyrir rekstr­ar­grund­völl Frétta­tím­ans, sem er frí­blað sem kemur út tvisvar í viku. Í stöðu­upp­færsl­unni segir Gunnar Smári að þar til fram­tíð Frétta­tím­ans verði ljós muni Frjáls fjöl­miðlun hins vegar ekki inn­heimta fram­lög frá stofn­fé­lög­um, en um 500 manns hafa þegar skráð sig í félags­skap­inn. „Það verður ekki gert fyrr en félagið verður form­lega stofnað og ljóst orðið að fram­lag frá því muni byggja upp öfl­uga rit­stjórn á blaði sem aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn tryggir mikla útbreiðslu. Ef þið viljið láta á þetta reyna ættuð þið að skrá ykkur sem stofn­fé­laga strax í dag. Ef stofn­fé­lagar verða nógu margir og stuðn­ingur Frjálsrar fjöl­miðl­unar nógu mik­ill mun Frétta­tím­inn efl­ast og styrkj­ast. Ef okkur tekst ekki að tryggja fram­tíð Frétta­tím­ans mun ekk­ert verða að stofnun Frjálsrar fjöl­miðl­unar og engin fram­lög verða inn­heimt. Það er því engin hætta á að fram­lög fólks nýt­ist ekki til góðra verka.“

Nýir eig­endur keyptu allt hlutafé í móð­ur­fé­lagi Frétta­tím­ans í nóv­em­ber 2015. Gunnar Smári leiddi þann hóp en með voru fjár­­­fest­­arnir Árni Hauks­­son, Hall­­björn Karls­­son og Sig­­urður Gísli Pálma­­son. Auk þess var Valdi­mar Birg­is­son áfram í eig­enda­hópn­um. Til­kynnt var í síð­asta mán­uði að Árni og Hall­björn hefðu selt sinn hlut í útgáfu­fé­lag­inu til ann­arra hlut­hafa. Eftir við­skiptin voru hlut­haf­arnir þrír: þeir Gunnar Smári, Sig­urður Gísli og Valdi­mar. 

Auglýsing

Frétta­tím­inn fjölg­aði viku­legum útgáfu­dögum sínum úr einum í þrjá í skrefum á síð­asta ári. Þeim var síðan aftur fækkað niður í tvo í jan­úar 2017.Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þingmenn á villigötum um rétt barna sem búa við tálmun
26. maí 2017 kl. 16:00
Stjórnarformaður Skeljungs selur í félaginu
Félag í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, stjórnarformanns Skeljungs, hefur selt 2,1 milljón hluti í félaginu.
26. maí 2017 kl. 15:53
Björt andvíg olíuvinnslu og framlengingu sérleyfis á Drekasvæðinu
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er mótfallin olíuvinnslu á Drekasvæðinu og er einnig andvíg því að sérleyfi til olíuleitar verði framlengt. Leyfisveitingar falli þó ekki undir verksvið ráðuneytisins.
26. maí 2017 kl. 14:35
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Sjónvarp framtíðarinnar
26. maí 2017 kl. 13:00
Saksóknari fer fram á þriggja ára dóm yfir Björgólfi
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Farið er fram á þriggja ára skilorðsbundið fangelsi yfir honum.
26. maí 2017 kl. 11:58
12 þúsund færri fá barnabætur
Þeim fjölskyldum sem fá barnabætur hefur fækkað um tæplega tólf þúsund milli áranna 2013 og 2016 og mun halda áfram að fækka samkvæmt útreikningum ASÍ.
26. maí 2017 kl. 11:40
Helgi Bergs stýrir starfsemi GAMMA í Sviss
Sá sem stýrði fjárfestingabankastarfsemi Kaupþings samstæðunnar á árunum 2005 til 2008 mun stýra skrifstofu GAMMA í Sviss þegar hún opnar.
26. maí 2017 kl. 10:06
Aukið álag á vatnssvæði kallar á að lögum sé framfylgt
Miklar breytingar hafa orðið á vatnsnýtingu á Íslandi síðan fyrstu vatnalögin voru sett 1923. Nýtingarmöguleikar hafa aukist til muna og vatnaframkvæmdir fela gjarnan í sér mikið inngrip í vatnafar með tilheyrandi áhrifum á lífríki og ásýnd umhverfis.
26. maí 2017 kl. 10:00
Meira úr sama flokkiInnlent
None