#fjölmiðlar

Fréttatíminn í endurskipulagningu – Framtíðin óljós

Stofnframlög til Frjálsrar fjölmiðlunar verða ekki innheimt fyrr en að framtíð Fréttatímans verði tryggð.

Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson ritstýra Fréttatímanum.
Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson ritstýra Fréttatímanum.
Ritstjórn Kjarnans

End­ur­skipu­lagn­ing á útgáfu Frétta­tím­ans stendur yfir og ekki er ljóst hver fram­tíð hans verð­ur. Þetta segir Gunnar Smári Egils­son, rit­stjóri og útgef­andi blaðs­ins, í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Fyrir skemmstu var sett í loftið til­raun til að breyta var­an­lega grunni Frétta­tím­ans, með því að efna til stofn­unar vett­vangs sem ber nafnið Frjáls fjöl­miðl­un. Þeir sem ákveða að ger­ast stofn­fé­lagar að vett­vangnum er boðið að greiða fyrir rekstr­ar­grund­völl Frétta­tím­ans, sem er frí­blað sem kemur út tvisvar í viku. Í stöðu­upp­færsl­unni segir Gunnar Smári að þar til fram­tíð Frétta­tím­ans verði ljós muni Frjáls fjöl­miðlun hins vegar ekki inn­heimta fram­lög frá stofn­fé­lög­um, en um 500 manns hafa þegar skráð sig í félags­skap­inn. „Það verður ekki gert fyrr en félagið verður form­lega stofnað og ljóst orðið að fram­lag frá því muni byggja upp öfl­uga rit­stjórn á blaði sem aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn tryggir mikla útbreiðslu. Ef þið viljið láta á þetta reyna ættuð þið að skrá ykkur sem stofn­fé­laga strax í dag. Ef stofn­fé­lagar verða nógu margir og stuðn­ingur Frjálsrar fjöl­miðl­unar nógu mik­ill mun Frétta­tím­inn efl­ast og styrkj­ast. Ef okkur tekst ekki að tryggja fram­tíð Frétta­tím­ans mun ekk­ert verða að stofnun Frjálsrar fjöl­miðl­unar og engin fram­lög verða inn­heimt. Það er því engin hætta á að fram­lög fólks nýt­ist ekki til góðra verka.“

Nýir eig­endur keyptu allt hlutafé í móð­ur­fé­lagi Frétta­tím­ans í nóv­em­ber 2015. Gunnar Smári leiddi þann hóp en með voru fjár­­­fest­­arnir Árni Hauks­­son, Hall­­björn Karls­­son og Sig­­urður Gísli Pálma­­son. Auk þess var Valdi­mar Birg­is­son áfram í eig­enda­hópn­um. Til­kynnt var í síð­asta mán­uði að Árni og Hall­björn hefðu selt sinn hlut í útgáfu­fé­lag­inu til ann­arra hlut­hafa. Eftir við­skiptin voru hlut­haf­arnir þrír: þeir Gunnar Smári, Sig­urður Gísli og Valdi­mar. 

Auglýsing

Frétta­tím­inn fjölg­aði viku­legum útgáfu­dögum sínum úr einum í þrjá í skrefum á síð­asta ári. Þeim var síðan aftur fækkað niður í tvo í jan­úar 2017.Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03