39% forstöðumanna hjá ríkinu eru konur

Hlutfall kvenna í stöðum forstöðumanna hjá ríkinu hefur hækkað úr 29 prósentum í 39 prósent frá árinu 2009. Forstöðumönnum hefur á sama tíma fækkað um ríflega 50.

Stjórnarráð Ríkisstjórn
Auglýsing

Konur eru 39 pró­sent for­stöðu­manna hjá stofn­unum rík­is­ins. Hlut­fallið hefur hækkað úr 37 pró­sentum í fyrra og 29 pró­sentum árið 2009. Þetta kemur fram í frétta­bréfi stjórn­enda rík­is­stofn­ana, sem kom út í vik­unn­i. 

For­stöðu­menn hjá rík­inu voru 154 í jan­úar á þessu ári, og hafði fækkað um tvo á einu ári. Það skýrist af því að Haf­rann­sókna- og Veiði­mála­stofnun sam­ein­uð­ust í eina stofnun og Lög­reglu­skóli rík­is­ins var lagður nið­ur. Körlum fækk­aði um fjóra og konum fjölg­aði um tvær. 

Konur eru nú sam­tals 60 tals­ins meðal 154 for­stöðu­manna hjá rík­inu. Allar stofn­anir rík­is­ins eru með­taldar í kynja­bók­hald­inu, að und­an­skildum stofn­unum utan fram­kvæmda­valds­ins, Alþingi, stofn­unum þess og dóm­stól­u­m. 

Auglýsing

For­stöðu­mönnum hefur fækkað úr 207 árið 2009 í 154 á þessu ári. 

Kynjahlutföll forstöðumanna hjá ríkinu

Þegar kynja­hlut­föllin eru skoðuð eftir ráðu­neytum sést að jöfn­ust eru þau undir for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er hlut­fall kvenna sem for­stöðu­manna 50% og í mennta­mála­ráðu­neyt­inu 48%. Í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu er hlut­fallið 41%. 

Í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu er hlut­fall kvenna 39%, í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu 27% og hjá fjár­mála­ráðu­neyt­inu 23%. Í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu er hlut­fall kvenna 0%, en eini for­stöðu­mað­ur­inn undir því ráðu­neyti er ráðu­neyt­is­stjór­inn, sem er karl. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None