„Samningar eiga að vera á kostnað vinnuveitenda en ekki ríkisins“

Fjármálaráðherra fagnar því að sjómenn og útgerðarmenn hafi tekist að gera kjarasamning án aðkomu ríkisins.

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála­ráð­herra óskar sjó­mönn­um, útgerð­ar­mönnum og sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra til ham­ingju með nýja kjara­samn­inga í milli sjó­manna og útgerð­ar­manna. Samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir í húsa­kynnum rík­is­sátta­semj­ara í nótt eftir um það bil tveggja mán­aða langt verk­fall.

Verk­fall­inu hefur hins vegar ekki enn verið aflýst því for­ystu­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands vilja að félags­menn fái tæki­færi til þess að kynna sér og greiða atkvæði um samn­ing­inn áður en haldið verður aftur til veiða.

„Það eru frá­bærar fréttir að samn­ingar hafi tekist,“ skrifar Bene­dikt á Face­book-­síðu sína í morg­un. „[E]kki síst að ríkið hafi ekki þurft að koma að samn­ing­un­um. Þor­gerður Katrín stóð sig eins og hetja, en það er eng­inn vafi á því að hennar afstaða markar tíma­mót í deilum á vinnu­mark­aði. Samn­ingar eiga að vera á kostnað vinnu­veit­enda en ekki rík­is­ins. Til ham­ingju sjó­menn, útgerð­ar­menn og Þor­gerð­ur!“

Auglýsing

Mik­ill þrýst­ingur var á stjórn­völd frá bæði sjó­mönnum og útgerð­ar­mönnum um að veita sjó­mönnum skatta­af­slátt á dag­pen­inga. Ráða­menn höfðu hins vegar ítrekað hafnað því að slíkt væri mögu­leiki. Þor­gerður Katrín lagði til mála­miðl­un­ar­til­lögu við báða aðila kjara­deil­unnar í gær­kvöldi, en hún gekk of skammt að mati deilu­að­ila. Þess vegna var þrýst­ing­ur­inn enn meiri á að samn­ingar myndu takast í nótt, enda var það til­finn­ing manna að ann­ars myndi ríkið setja lög á verk­fall­ið.

Meira úr sama flokkiInnlent
None