Endurupptaka í Guðmundar- og Geirfinnsmáli heimiluð

Endurupptökunefnd hefur úrskurðað að heimilað sé að taka upp öll dómsmál sem tengdust hvarfi og morði á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni. Hins vegar var ekki fallist á að taka upp mál Erlu Bolladóttur og aðra dóma um rangar sakargiftir.

Hæstiréttur
Auglýsing

End­ur­upp­töku­nefnd hefur heim­ilað að mál gegn fimm sak­born­ingum í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu verði tekin upp aft­ur. Þetta kemur fram í úrskurðum nefnd­ar­inn­ar, sem voru birtir klukkan tvö í dag. 

Öll málin sem snúa að dómum fyrir að hafa orðið Guð­mundi og Geir­finni að bana má taka upp á nýjan leik fyrir Hæsta­rétti. Hins vegar var beiðni um end­ur­upp­töku í máli Erlu Bolla­dóttur hafn­að, sem og hvað varðar sak­fell­ingu Krist­jáns Við­ars Júl­í­us­sonar og Sæv­ars Ciesi­elski fyrir rangar sak­ar­gift­ir. 

Taka má upp málin gegn Krist­jáni Við­ari Júl­í­us­syni, Sævar Mar­inó Ciesi­elski og Tryggva Rún­ari Leifs­syni, sem voru dæmdir fyrir að hafa orðið Guð­mundi Ein­ars­syni að bana. Þá er fall­ist á end­ur­upp­töku dóms vegna sak­fell­ingar Alberts Klahn Skafta­syni, sem var sak­felldur fyrir að hafa aðstoðað við að koma líki Guð­mundar fyrir á ókunnum stað. 

Auglýsing

Þá var fall­ist á end­ur­upp­töku gagn­vart Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, Krist­jáni Við­ari Júl­í­us­syni og Sæv­ari Mar­inó Ciesi­el­ski, sem voru dæmdir fyrir að hafa orðið Geir­finni Ein­ars­syni að bana. 

Bæði Sævar og Tryggvi Rúnar eru látn­ir. Það eru erf­ingjar þeirra sem fóru fram á end­ur­upp­töku fyrir þeirra hönd. 

Í nið­ur­stöðu end­ur­upp­töku­nefndar í máli Sæv­ars kemur meðal ann­ars fram að ætla megi að nið­ur­staða Hæsta­réttar hefði verið önnur ef þær upp­lýs­ingar og þau gögn sem nú liggja fyrir hefðu legið fyrir við upp­haf­lega með­ferð máls­ins og farið hefði verið að lögum við rann­sókn og með­ferð þess. Því beri að end­ur­upp­taka málið í sam­ræmi við beiðni end­ur­upp­töku­beið­enda.

Úrskurð­irnir frá end­ur­upp­töku­nefnd eru hér á eft­ir.

Guð­mund­ar­mál:

Gagn­vart dóm­felldu Krist­jáni Við­ari Júl­í­us­syni, Sævar Mar­inó Ciesi­elski og Tryggva Rún­ari Leifs­syni er fall­ist á end­ur­upp­töku dóms Hæsta­réttar vegna sak­fell­inga fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegn­ing­ar­laga, um að hafa orðið Guð­mundi Ein­ars­syni að bana 27. jan­úar 1974.

Gagn­vart dóm­fellda Alberti Klahn Skafta­syni er fall­ist á end­ur­upp­töku dóms Hæsta­réttar vegna sak­fell­ingar hans fyrir eft­ir­far­andi hlut­deild í brotum ann­arra dóm­felldu með því að veita þeim lið­sinni við að fjar­lægja og koma líki Guð­mundar fyrir á ókunnum stað og þannig leit­ast við að afmá ummerki brots­ins.

Geir­finns­mál:

Gagn­vart dóm­felldu Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, Krist­jáni Við­ari Júl­í­us­syni og Sæv­ari Mar­inó Ciesi­elski er fall­ist á end­ur­upp­töku dóms Hæsta­réttar vegna sak­fell­inga fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegn­ing­ar­laga, um að hafa orðið Geir­finni Ein­ars­syni að bana aðfara­nótt 20. nóv­em­ber 1974.

Rangar sak­ar­gift­ir:

Hafnað er beiðni um end­ur­upp­töku dóms Hæsta­réttar hvað varðar sak­fell­ingu Erlu Bolla­dótt­ur, Krist­jáns Við­ars Júl­í­us­sonar og Sæv­ars Mar­inós Ciesi­elski fyrir brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegn­ing­ar­laga, með því að hafa borið þær röngu sakir á Einar Gunnar Bolla­son, Magnús Leó­polds­son, Sig­ur­björn Eiríks­son og Valdi­mar Olsen, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geir­finns Ein­ars­sonar og smygl­brot­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None