Hafi bendlað Sævar og Kristján Viðar við hvarfið til að sleppa sjálfur úr fangelsi

Vitni sagði fyrrum sambýlismann sinn hafa samið við lögreglu um að bendla Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson við hvarfið á Guðmundi Einarssyni gegn því að sleppa sjálfur úr fangelsi. Hann hafi borið ábyrgð á hvarfinu sjálfur.

guðmundar og geirfinnsmálið
Auglýsing

Vitni sem gaf sig fram við lög­reglu fyrir nokkrum árum síðan sagði frá því að fyrr­ver­andi sam­býl­is­maður hennar hafi ekið á Guð­mund Ein­ars­son kvöldið sem hann hvarf í jan­úar 1974. Hún greindi einnig frá því að hún hafi verið við­stödd þegar þessi sami maður hafi samið við lög­regl­una og full­trúa yfir­saka­dóm­ara um að veita upp­lýs­ingar um það að Krist­ján Viðar Við­ars­son og Sævar Mar­ínó Ciesi­elski hafi tengst hvarfi Guð­mund­ar, gegn því að vera leystur úr afplán­un. 

Þetta kemur fram í úrskurði end­ur­upp­töku­nefndar í máli Sæv­ars, en nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu í dag að heim­ila ætti að dómur gegn honum og fjórum öðrum sak­born­ingum í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu yrði tek­inn upp að nýju. Úrskurð­irnir eru gríð­ar­lega langir og umfangs­miklir, sá um Sævar telur tæp­lega 1300 blað­síð­ur. 

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sendi rík­is­sak­sókn­ara orð­send­ingu vegna kon­unnar þann 9. októ­ber árið 2014. Konan var fyrr­ver­andi sam­býl­is­kona manns, sem bendl­aði Sævar og Erlu Bolla­dóttur upp­haf­lega við póst­svika­málið svo­kall­aða, en það var ástæða þess að þau voru upp­haf­lega hand­tekin og sett í gæslu­varð­hald.

Auglýsing

Konan sagði frá því að hún hefði verið far­þegi í bíl sem sam­býl­is­maður hennar þáver­andi keyrði, ásamt þriðja manni, þegar ekið hafi verið á Guð­mund Ein­ars­son í Engi­dal á Hafn­ar­fjarð­ar­vegi aðfara­nótt 27. jan­úar 1974. „Guð­mundur hafi verið tek­inn upp í bif­reið­ina en svo dregið af honum og hann verið orð­inn þög­ull þegar vitnið fór úr bif­reið­inni á dval­ar­stað þess í Voga­hverfi Reykja­vík­ur­borg­ar,“ segir í úrskurð­in­um. 

Þessi ábend­ing var rann­sökuð af lög­reglu­stjór­anum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ast­liðið sum­ar. Konan rakti þessa atburð­ar­rás hér að ofan í sam­skiptum við lög­reglu í kjöl­farið en bar jafn­framt um það að hafa verið við­stödd þegar mað­ur­inn hafi samið við lög­regl­una og full­trúa yfir­saka­dóm­ara um að veita upp­lýs­ingar um að Krist­ján Viðar og Sævar tengd­ust hvarfi Guð­mundar gegn því að vera leystur úr afplán­un. 

Menn­irnir tveir sem um ræð­ir, Stefán Almars­son og Þórður Jóhann Eyþórs­son, voru hand­teknir í júní í fyrra, eins og greint var frá í fjöl­miðlum þá. Þeir neit­uðu báðir allri aðild að mál­inu, bæði hjá lög­reglu og í fjöl­miðlum. Stefán sagði lög­reglu að hann hefði á þessum tíma verið sífellt að ljúga í lög­regl­una sög­um. 

Þá komu bæði annar rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­anna sem ann­að­ist póst­svika­málið og Guð­mund­ar­málið í upp­hafi og fyrrum full­trúi yfir­saka­dóm­ara til lög­reglu vegna máls­ins. Þeir hafi verið inntir eftir því hvaða ein­stak­lingur hafi komið þeim upp­lýs­ingum til lög­reglu að Sævar hafi verið við­rið­inn hvarf Guð­mund­ar. „Þeir hafi ekki munað eftir því og hafi aðspurðir hvor­ugur kann­ast við að þessi maður hafi komið ábend­ingu á fram­færi við þá eða munað til þess að samið hafi verið við mann­inn um til­hliðr­anir varð­andi afplánun hans.“ 

Rann­sókn lög­regl­unnar lauk þann 18. ágúst í fyrra og málið var fellt niður í kjöl­far þess að rann­sókn­ar­gögnum var komið á fram­færi við end­ur­upp­töku­nefnd, í októ­ber síð­ast­liðn­um.

Var sleppt úr fang­elsi í tvígang

Þetta telj­ast engu að síður meðal nýrra gagna í mál­inu, sem lúta beint að hvarfi Guð­mundar og veita vís­bend­ingu um það á hvaða hátt böndin bár­ust að þeim dæmdu.

Fyrr í úrskurð­inum kemur fram að þessi umræddi maður strauk af Litla-Hrauni ásamt Krist­jáni Við­ari þann 11. nóv­em­ber 1975, þar sem þeir voru báðir í afplán­un. Sagt er frá því í úrskurð­inum að Krist­ján Viðar hafi sagt honum frá aðild Erlu og Sæv­ars að póst­svika­mál­inu. „Í kjöl­far stroks­ins og frá­sagnar af aðild þeirra dóm­felldu Erlu og end­ur­upp­töku­beið­anda [Sæv­ars] að svik­unum var afplánun manns­ins af eins árs refsi­dómi frestað að fyr­ir­mælum full­trúa yfir­saka­dóm­ara 11. des­em­ber 1975,“ segir í úrskurð­in­um. Degi síð­ar, 12. des­em­ber, var Sævar hand­tek­inn og settur í gæslu­varð­hald, og þann 13. des­em­ber var Erla hand­tekin og sett í gæslu­varð­hald. 

Þann 18. des­em­ber var Erla yfir­heyrð og ját­aði þann dag aðild að póst­svika­mál­inu. Sam­kvæmt skrif­legri skýrslu lauk yfir­heyrsl­unni klukkan 19.30, en dag­bók fang­els­is­ins við Síðu­múla segir aðra sögu. Þær dag­bækur voru ekki í heild sinni lagðar fyrir á sínum tíma. Þar kemur fram að yfir­heyrslur hafi staðið til klukkan 22:30, en engin skýrsla liggur fyrir um það sem fram fór eftir að bók­aðri skýrslu lauk. 

Sama dag klukkan þrjú var umræddur maður fluttur í fang­elsið vegna inn­brots í fiski­skip. Það er bókað í sam­an­tekt­ar­skýrslu um það inn­brot að mað­ur­inn hafi átt að fara í afplánun á eft­ir­stöðvum refs­ingar en þess í stað hafi hann verið lát­inn laus dag­inn eftir „að boði full­trúa yfir­saka­dóm­ara.“ Hann hafi þá verið búinn að játa inn­brot­ið. Honum var boðið að fljúga austur á firði að boði full­trúa yfir­saka­dóm­ara, en engar skýr­ingar voru gefnar á þeirri ákvörð­un. 

Þetta var 19. des­em­ber 1974, en þann 20. des­em­ber var Erla tekin til skýrslu­töku enn á ný, en þá sem vitni vegna þess að lög­regl­unni hafði boris til eyrna að Sæv­ar, þáver­andi sam­býl­is­maður henn­ar, gæti hafa verið við­rið­inn hvarf Guð­mundar Ein­ars­son­ar. „Um er að ræða fyrstu form­legu lög­reglu­skýrsl­una sem gerð var vegna gruns um aðild allra dóm­felldu að hvarfi Guð­mundar sem hratt rann­sókn máls­ins úr vör.“ 

Þó oft hafi verið um það fjall­að, og „nafn þessa manns ítrekað borið á góma í tengslum við Guð­mund­ar­mál­ið“, hefur aldrei opin­ber­lega verið upp­lýst um upp­haf þess að grunur í Guð­mund­ar­mál­inu beind­ist að þeim sem síðar voru ákærð og dæmd, að því er segir í úrskurð­in­um. 

Fyrir liggur að þessi maður veitti lög­reglu upp­lýs­ingar sem leiddu til þess að Erla og Sævar ját­uðu sakir í póst­svika­mál­inu. Í úrskurð­inum seg­ir: „Þegar horft er til þess og að sami maður var hand­tek­inn í kjöl­far inn­brots í bát og færður í Síðu­múlafang­elsi, sama dag og dóm­fellda Erla virð­ist fyrst hafa verið yfir­heyrð um hvarf Guð­mundar Ein­ars­son­ar, þykja tals­verðar líkur leiddar að því að rann­sókn á hvarfi Guð­mundar hafi verið beint að dóm­felldu á grund­velli upp­lýs­inga frá nefndum mann­i.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None