Allt frá bátasætum til barnauppeldis í Gullegginu 2017

Tíu hugmyndir hafa verið valdar til þátttöku í úrslitum Gulleggsins 2017, stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

gulleggið 2017
Auglýsing

Tíu við­skipta­hug­myndir og við­skipta­á­ætl­anir hafa verið valdar til þátt­töku í Gul­legg­inu 2017. Frum­kvöðla­keppnin er haldin árlega af Icelandic Startups í sam­starfi við Háskól­ann í Reykja­vík, Háskóla Íslands, Bif­röst og Lista­há­skóla Íslands.

Alls bár­ust 123 við­skipta­hug­myndir í keppn­ina, þar af 45 mót­aðar við­skipta­á­ætl­anir og valdi 100 manna rýni­hópur hug­mynd­irnar til þátt­töku í þess­ari stærstu frum­kvöðla­keppni á Íslandi. Rýni­hóp­ur­inn var skip­aður konum og körlum til jafns.

Allir þátt­tak­endur hafa sótt vinnu­smiðjur und­an­farnar vikur þar sem þeir hafa fengið leið­sögn og fræðslu til að þróa hug­myndir og áætl­anir sínar áfram.

Auglýsing

Teymin á bak við hug­mynd­irnar tíu munu kynna hug­myndir sínar fyrir dóm­nefnd Gul­leggs­ins 11. mars næst­kom­andi. Dóm­nefndin verður skipuð fjár­festum og reynslu­ríkum stjórn­endum fyr­ir­tækja. Loka­hóf Gul­leggs­ins fer fram í Hörpu síðar sama dag þar sem verð­laun verða veitt.

Tíu stiga­hæstu hug­mynd­irnar hafa nú verið valdar

  • Barna­menn­ing­ar­hús - Sama­staður barna­menn­ingar á Íslandi, staður þar sem börn geta upp­lifað ólíkar list­greinar og fengið útrás fyrir sköp­un­ar­þörf­ina á sínum for­send­um.
  • BlissApp – Sam­skipta­app fyrir fólk sem notar óhefð­bundin tjá­skipti.
  • Eiderway, undir vöru­merk­inu S. Stef­áns­son & Co. - Tísku­fyr­ir­tæki með áherslu á æðar­dúnsein­angr­aðan útvi­starfatn­að.
  • Fjöl­skyldu­myllan - Ráð­gjafa­fyr­ir­tæki sem fræðir og ráð­leggur for­eldrum um allt það er kemur að upp­eldi barna og ung­linga.
  • Happa­Glapp - App sem gef­ur! Skaf­miða­leikur í gegnum smá­forrit.
  • Lab Farm - Shar­ing computa­tional reso­urces through the academic comm­unity.
  • League Mana­ger - Tourna­ment mana­gement through a mobile app­lication.
  • Procura Home - Vefrænt sölu- og verð­mats­kerfi fast­eigna.
  • Project Mon­sters - Video game designed to speed up skill acquisition.
  • SAFE Seat – Fjaðr­andi báta­sæti sem verndar hryggs­úl­una í erf­iðu sjólagi.

Gul­leggið fór fyrst fram árið 2008 en frá þeim tíma hafa um 2500 hug­myndir borist í keppn­ina. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki sem náð hafa eft­ir­tekt­ar­verðum árangri hafa stigið sín fyrstu skref í Gul­legg­inu. Þar á meðal má nefna Meniga, Karol­ina Fund, Videntifi­er, Clara, Controlant, Nude Maga­Solid Clouds, Radi­ant Games, Betri svefn, Pink Iceland, o.fl.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None