Allt frá bátasætum til barnauppeldis í Gullegginu 2017

Tíu hugmyndir hafa verið valdar til þátttöku í úrslitum Gulleggsins 2017, stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

gulleggið 2017
Auglýsing

Tíu við­skipta­hug­myndir og við­skipta­á­ætl­anir hafa verið valdar til þátt­töku í Gul­legg­inu 2017. Frum­kvöðla­keppnin er haldin árlega af Icelandic Startups í sam­starfi við Háskól­ann í Reykja­vík, Háskóla Íslands, Bif­röst og Lista­há­skóla Íslands.

Alls bár­ust 123 við­skipta­hug­myndir í keppn­ina, þar af 45 mót­aðar við­skipta­á­ætl­anir og valdi 100 manna rýni­hópur hug­mynd­irnar til þátt­töku í þess­ari stærstu frum­kvöðla­keppni á Íslandi. Rýni­hóp­ur­inn var skip­aður konum og körlum til jafns.

Allir þátt­tak­endur hafa sótt vinnu­smiðjur und­an­farnar vikur þar sem þeir hafa fengið leið­sögn og fræðslu til að þróa hug­myndir og áætl­anir sínar áfram.

Auglýsing

Teymin á bak við hug­mynd­irnar tíu munu kynna hug­myndir sínar fyrir dóm­nefnd Gul­leggs­ins 11. mars næst­kom­andi. Dóm­nefndin verður skipuð fjár­festum og reynslu­ríkum stjórn­endum fyr­ir­tækja. Loka­hóf Gul­leggs­ins fer fram í Hörpu síðar sama dag þar sem verð­laun verða veitt.

Tíu stiga­hæstu hug­mynd­irnar hafa nú verið valdar

  • Barna­menn­ing­ar­hús - Sama­staður barna­menn­ingar á Íslandi, staður þar sem börn geta upp­lifað ólíkar list­greinar og fengið útrás fyrir sköp­un­ar­þörf­ina á sínum for­send­um.
  • BlissApp – Sam­skipta­app fyrir fólk sem notar óhefð­bundin tjá­skipti.
  • Eiderway, undir vöru­merk­inu S. Stef­áns­son & Co. - Tísku­fyr­ir­tæki með áherslu á æðar­dúnsein­angr­aðan útvi­starfatn­að.
  • Fjöl­skyldu­myllan - Ráð­gjafa­fyr­ir­tæki sem fræðir og ráð­leggur for­eldrum um allt það er kemur að upp­eldi barna og ung­linga.
  • Happa­Glapp - App sem gef­ur! Skaf­miða­leikur í gegnum smá­forrit.
  • Lab Farm - Shar­ing computa­tional reso­urces through the academic comm­unity.
  • League Mana­ger - Tourna­ment mana­gement through a mobile app­lication.
  • Procura Home - Vefrænt sölu- og verð­mats­kerfi fast­eigna.
  • Project Mon­sters - Video game designed to speed up skill acquisition.
  • SAFE Seat – Fjaðr­andi báta­sæti sem verndar hryggs­úl­una í erf­iðu sjólagi.

Gul­leggið fór fyrst fram árið 2008 en frá þeim tíma hafa um 2500 hug­myndir borist í keppn­ina. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki sem náð hafa eft­ir­tekt­ar­verðum árangri hafa stigið sín fyrstu skref í Gul­legg­inu. Þar á meðal má nefna Meniga, Karol­ina Fund, Videntifi­er, Clara, Controlant, Nude Maga­Solid Clouds, Radi­ant Games, Betri svefn, Pink Iceland, o.fl.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None