Kennaraskortur yfirvofandi

Mikill fjöldi leikskóla- og grunnskólakennara starfar ekki við kennslu og kennaranemum hefur fækkað svo mikið á undanförnum árum að kennaraskortur er yfirvofandi. Aðeins þriðjungur þeirra sem vinna á leikskólum eru menntaðir kennarar.

klébergsskóli
Auglýsing

Minnk­andi aðsókn í kenn­ara­nám við bæði Háskóla Íslands og Háskól­ann á Akur­eyri er alvar­leg vís­bend­ing um yfir­vof­andi kenn­ara­skort hér á landi. Nú er svo komið að háskól­arnir ná ekki að braut­skrá nógu marga kenn­ara til að við­halda eðli­legri nýliðun í stétt­inn­i. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem segir einnig að stjórn­völd hafi ekki hugað nægi­lega vel að dvín­andi aðsókn í kenn­ara­nám og aðsteðj­andi hættu á kenn­ara­skorti.

Á tíma­bil­inu 2009 til 2016 fækk­aði nýnemum í kenn­ara­nám HÍ og HA úr 440 í 214, og í heild fækk­aði skráðum nem­endum við kenn­ara­deildir skól­anna úr 1.925 í 1.249. „Auk kenn­ara­skorts getur fækkun kenn­ara­nema haft í för með sér minni mögu­leika á sér­hæf­ingu í kenn­ara­námi og þar með eins­leit­ari ­menntun þeirra. Það getur aftur á móti leitt til minni gæða í skóla­starfi og haft slæm á­hrif á náms­ár­angur barna og ung­linga,“ segir í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Þar segir þó einnig að miðað við mark­mið mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytis í frum­varpi til fjár­laga í ár megi binda vonir við að gripipð verði til aðgerða til að bregð­ast við þessu vanda­máli. 

Auglýsing

Bara þriðj­ungur í leik­skólum mennt­aður

Skortur á mennt­uðum kenn­urum er sér­stak­lega áber­andi í leik­skól­um, og hefur verið um langt skeið, segir Rík­is­end­ur­skoð­un. Um þriðj­ungur stöðu­gilda við kennslu, umönnun og upp­eldi barna í leik­skólum er nú skip­aður leik­skóla­kenn­ur­um, en sam­kvæmt lögum eiga það að vera að lág­marki tveir af hverjum þrem­ur. 

Bent er á það að í des­em­ber 2015 hafi 1.758 mennt­aðir leik­skóla­kenn­arar starfað í leik­skól­um, en 2.992 leyf­is­bréf hafa verið gefin út til þeirra frá árinu 2009. Því er ljóst að fjöl­margir leik­skóla­kenn­arar starfa ekki við fag­ið. Þá er einnig talið að helm­ingur mennt­aðra grunn­skóla­kenn­ara sé við störf í grunn­skólum lands­ins. „Þessar síð­ast­nefndu tölur sýna að kenn­ara­skortur verður ekki ein­göngu leystur með­ ­fjölgun kenn­ara­nema. Mik­il­vægt er að laða mennt­aða kenn­ara, ekki síst hina yngri, til­ ­starfa við skól­ana og búa þannig um hnút­ana að þeir end­ist í starf­i.“ 

Vís­bend­ingar eru um að leng­ing kenn­ara­náms­ins úr þremur árum í fimm hafi dregið úr aðsókn­inni í nám­ið. Rík­is­end­ur­skoðun finnur að því að ekki sé búið að þróa opin­bera mæli­kvarða til að meta kostnað og skil­virkni háskóla­kennslu, þrátt fyrir hvatn­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar þar um. Af opin­berum gögnum má þó ráða að árið 2015 hafi hver braut­skráður nem­andi með fimm ára kennslu­rétt­inda­nám að baki kostað rík­is­sjóð að lág­marki 4,3 millj­ónir króna. Hins vegar er staðan þannig að margir ljúka nám­inu á lengri tíma en fimm árum og nokkur hluti hættir námi, því var raun­kostn­aður mun meiri. „Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar er afar mik­il­vægt að auka skil­virkni kenn­ara­deild­anna með því að draga úr brott­hvarfi nem­enda og stuðla að auknum náms­hraða þeirra. Slíkt má þó ekki bitna á gæði náms­ins.“ 

Lág hlut­fall braut­skrá­ist

Aðeins 55% grunn­nema í kenn­ara­námi við HÍ hélt áfram á annað ár náms­ins árin 2013 til 2015 en hlut­fallið var 65% hjá HA. Þetta snýst við þegar horft er til fram­halds­náms, þar sem 65% héldu áfram á annað ár í HA en 75% við HÍ. Árin 2012 til 2016 luku aðeins 49 pró­sent nem­enda kenn­ara­deildar HÍ grunn­námi í kennslu­fræðum á þremur árum, en 71 pró­sent nem­enda HA. 62% í HÍ luku fram­halds­námi á réttum tíma, tveimur árum, en 66% hjá HA. Háskól­inn á Akur­eyri telst því skil­virk­ari en Háskóli Íslands að þessu leyt­i. 

Rík­is­end­ur­skoðun beindi því til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins að marka skýra stefnu um efl­ingu kenn­ara­mennt­unar til að koma í veg fyrir aðsteðj­andi kenn­ara­skort í land­inu, og stuðla að auknum gæðum kennslu á öllum stig­um. Þá verði skól­arnir að leit­ast við að fjölga nem­endum og auka skil­virkni í kenn­ara­nám­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None