Þorsteinn Már: Kynslóðabreytingar munu færa okkur jafnrétti

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir stöðu jafnréttismála á Íslandi vera að þróast í rétta átt. Menntun sé lykillinn að breytingum, og þar standi konur betur að vígi nú en karlar.

Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

„Það er að verða kyn­slóða­breyt­ing sem færir okkur aukið jafn­rétt­i,“ segir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í ítar­legu við­tali í bók­inni For­ystu­þjóð, sem kom út á dög­unum en höf­undar hennar eru Ragn­hildur Stein­unn Jóns­dótt­ir, fjöl­miðla­kona og dag­skrár­gerð­ar­mað­ur, og Edda Her­manns­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Íslands­banka og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­rit­stjóri Við­skipta­blaðs­ins.

Í bók­inni er rætt við fólk víða að úr sam­fé­lag­inu sem hefur inn­sýn í íslenskt sam­fé­lag úr ólíkum átt­um, og er rauði þráð­ur­inn jafn­rétti kynj­anna og staða þeirra mála hér á landi.

Þor­steinn Már er einn þeirra sem deilir sinni sýn á stöðu jafn­rétt­is­mála. Hann segir það hafa verið gæfu­spor að setja í lög kynja­kvóta hjá stjórnum fyr­ir­tækja á skráðum hluta­bréfa­mark­aði og það sama megi segja um stjórn­mál­in. Mik­il­vægt sé að á þessum form­lega vett­vangi sé umgjörð sem ýti undir jafn­rétti. „Ég er hins­vegar á þeirri skoðun að í stjórnum fyr­ir­tækja á hluta­bréfa­mark­aði og í stjórn­málum er ekk­ert að því að hafa kynja­kvóta til að laga hlut­föll kvenna og karla. Stjórn­mála­flokkar reyna að hafa jöfn hlut­föll á listum sín­um, þú býður fólki ekki upp á neitt annað í dag, það er mín skoð­un.“

Auglýsing

„Eins er með félög á mark­aði. Þar var það skref fram á við að setja kynja­kvóta á stjórnir þeirra. Mun­ur­inn hjá okkur á Íslandi er hins­vegar sá að við þurfum alltaf að fara skref­inu lengra en margir aðr­ir. Við setjum lög og reglur en bætum svo um betur svo við göngum örugg­lega lengst. Í Nor­egi, sem við líkjum okkur oft á tíðum við, gilda kynja­kvótar um félög á mark­aði og félög í opin­berri eigu en ekki um hluta­fé­lög sem ekki eru á mark­aði. Hér á landi gilda kynja­kvótar um öll hluta­fé­lög og einka­hluta­fé­lög. Ég styð það að félög á mark­aði með fjöl­breyttan eig­enda­hóp séu með kynja­kvóta og styð það heils hugar en ég set spurn­inga­merki við hitt,“ segir Þor­steinn Már.

Ein besta leiðin til jafn­réttis er aukið aðgengi að námi að mati Þor­steins Más. Hann segir að námið styrki ungt fólk sem sé mun örugg­ara en eldri kyn­slóð­ir. Það sé því ekki hægt að setja ólíka ald­urs­hópa undir sama hatt þegar rætt er um jafn­rétt­is­mál. „Mér finnst miður hvernig við tölum okkur oft niður þegar við erum að bera okkur saman við aðra. Við höfum tekið stór skref í jafn­rétt­is­málum og staðið okkur vel á mörgum svið­um. Við getum borið okkur saman við önnur lönd og séð að mögu­leikar fólks til að fara út á vinnu­markað eftir að hafa eign­ast barn eru yfir­leitt betri hér.“

„Leik­skólar fyrir yngstu börnin og allt okkar kerfi í kringum þau er gott. Þetta hefur haft þau áhrif að konur eru núna í meiri­hluta í mjög mörgum greinum í háskól­an­um, sem er skref fram á við. Það er ekki rétt­mætt að líta alltaf til for­tíð­ar. Við erum að gera betur núna og það er það sem skiptir máli. Það er miklu erf­ið­ara að kom­ast í nám í öðrum lönd­um. Á Íslandi er allt nám opið nema ein­staka greinar sem hafa fjölda­tak­mark­an­ir. Mikið jafn­rétti er fólgið í því að allir kom­ist í skóla; mér finnst það van­met­ið. Unga fólkið í dag hefur miklu meira sjálfs­traust en fólk á mínum aldri. Það er mjög sjálf­stætt, vel menntað og veit hvað það vill. Námið hefur þar mikil áhrif. Ég held við ættum því ekki að flýta okkur of mikið að setja lög og reglu­gerð­ir. Það er að verða kyn­slóða­breyt­ing sem færir okkur aukið jafn­rétt­i,“ segir Þor­steinn Már.

Hann segir veru­lega halla á konur í stjórn­un­ar­störfum innan sjáv­ar­út­vegs­ins og segir fyrir því marg­vís­legar ástæð­ur. Ein sé sú að karlar hafi í gegnum tíð­ina sótt mun meira störf sem eru haf­tengd, en með tím­anum þá muni þetta breyt­ast. Líkt og í öðrum geirum atvinnu­lífs­ins, þá sé það mennt­unin sem muni stuðla að jákvæðum breyt­ing­um. 

„Þegar ég var í námi í skipa­verk­fræði í Nor­egi á sínum tíma var aðeins ein kona með okkur í nám­inu. Ég byrj­aði í námi 1974 og þá voru um 70 nem­endur á fyrsta ári í skipa­verk­fræði. Við vorum í tímum með véla­verk­fræð­inni þar sem á annað hund­rað manns voru teknir inn á fyrsta ár og þar var ein kona. Ári seinna byrj­aði síðan fyrsta konan í skipa­verk­fræð­inni. Það hefur ávallt verið lítið af konum í náms­greinum tengdum haf­in­u. Það skal alveg við­ur­kenn­ast að í stjórn­enda­teymi Sam­herja eru að mestu leyti karl­menn án þess að það sé með­vit­að. Konur sækja síður á sjó­inn og fara ekki í námið eins og karl­ar. Af stjórn­endum hjá okkur eru mjög margir sem hafa verið á sjó, hafa menntað sig á þessu sviði og hafa vaxið innan fyr­ir­tæk­is­ins. Í fimm manna stjórn Sam­herja eru tvær kon­ur.“ 

Þor­steinn seg­ist vera hlynntur kvótum í fyr­ir­tækjum á hluta­bréfa­mark­aði og hjá stjórn­mála­flokk­um. Það sé þó erf­ið­ara að heim­færa slíka kvóta á einka­fyr­ir­tæki. „Í þess­ari umræðu gleym­ist stundum að það þarf að vera þekk­ing og reynsla á við­fangs­efn­inu. Í dag erum við með 15 sjáv­ar­út­vegs­fræð­inga, þar á meðal eru tvær kon­ur. Það teng­ist þeirri breyt­ingu sem er að verða í sjáv­ar­út­vegs­fræð­inni í Háskól­anum á Akur­eyri þar sem konum er að fjölga. En þetta tekur tíma því flestir byrja á sjón­um, fara svo í námið og því næst að vinna í landi. Stjórn­endur hjá fyr­ir­tæk­inu eru bæði að stjórna mann­skap á landi og á hafi úti. Á hafi úti er æðsti maður á skip­inu, skip­stjór­inn, stjórn­and­inn. Það er hann sem þarf að meta aðstæður hverju sinni og það er ekki auð­velt starf. Veður eru mis­jöfn og skip­stjór­inn þarf að stjórna veið­unum og skip­inu sjálfu, hann verður því einn að ráða. Síðan er það starf­semin í landi en til að geta selt vöru eins og fisk er nauð­syn­legt að hafa þekk­ingu á því hvernig fram­leiðslan fer fram,“ segir Þor­steinn Már.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None