Þorsteinn Már: Kynslóðabreytingar munu færa okkur jafnrétti

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir stöðu jafnréttismála á Íslandi vera að þróast í rétta átt. Menntun sé lykillinn að breytingum, og þar standi konur betur að vígi nú en karlar.

Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

„Það er að verða kyn­slóða­breyt­ing sem færir okkur aukið jafn­rétt­i,“ segir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í ítar­legu við­tali í bók­inni For­ystu­þjóð, sem kom út á dög­unum en höf­undar hennar eru Ragn­hildur Stein­unn Jóns­dótt­ir, fjöl­miðla­kona og dag­skrár­gerð­ar­mað­ur, og Edda Her­manns­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Íslands­banka og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­rit­stjóri Við­skipta­blaðs­ins.

Í bók­inni er rætt við fólk víða að úr sam­fé­lag­inu sem hefur inn­sýn í íslenskt sam­fé­lag úr ólíkum átt­um, og er rauði þráð­ur­inn jafn­rétti kynj­anna og staða þeirra mála hér á landi.

Þor­steinn Már er einn þeirra sem deilir sinni sýn á stöðu jafn­rétt­is­mála. Hann segir það hafa verið gæfu­spor að setja í lög kynja­kvóta hjá stjórnum fyr­ir­tækja á skráðum hluta­bréfa­mark­aði og það sama megi segja um stjórn­mál­in. Mik­il­vægt sé að á þessum form­lega vett­vangi sé umgjörð sem ýti undir jafn­rétti. „Ég er hins­vegar á þeirri skoðun að í stjórnum fyr­ir­tækja á hluta­bréfa­mark­aði og í stjórn­málum er ekk­ert að því að hafa kynja­kvóta til að laga hlut­föll kvenna og karla. Stjórn­mála­flokkar reyna að hafa jöfn hlut­föll á listum sín­um, þú býður fólki ekki upp á neitt annað í dag, það er mín skoð­un.“

Auglýsing

„Eins er með félög á mark­aði. Þar var það skref fram á við að setja kynja­kvóta á stjórnir þeirra. Mun­ur­inn hjá okkur á Íslandi er hins­vegar sá að við þurfum alltaf að fara skref­inu lengra en margir aðr­ir. Við setjum lög og reglur en bætum svo um betur svo við göngum örugg­lega lengst. Í Nor­egi, sem við líkjum okkur oft á tíðum við, gilda kynja­kvótar um félög á mark­aði og félög í opin­berri eigu en ekki um hluta­fé­lög sem ekki eru á mark­aði. Hér á landi gilda kynja­kvótar um öll hluta­fé­lög og einka­hluta­fé­lög. Ég styð það að félög á mark­aði með fjöl­breyttan eig­enda­hóp séu með kynja­kvóta og styð það heils hugar en ég set spurn­inga­merki við hitt,“ segir Þor­steinn Már.

Ein besta leiðin til jafn­réttis er aukið aðgengi að námi að mati Þor­steins Más. Hann segir að námið styrki ungt fólk sem sé mun örugg­ara en eldri kyn­slóð­ir. Það sé því ekki hægt að setja ólíka ald­urs­hópa undir sama hatt þegar rætt er um jafn­rétt­is­mál. „Mér finnst miður hvernig við tölum okkur oft niður þegar við erum að bera okkur saman við aðra. Við höfum tekið stór skref í jafn­rétt­is­málum og staðið okkur vel á mörgum svið­um. Við getum borið okkur saman við önnur lönd og séð að mögu­leikar fólks til að fara út á vinnu­markað eftir að hafa eign­ast barn eru yfir­leitt betri hér.“

„Leik­skólar fyrir yngstu börnin og allt okkar kerfi í kringum þau er gott. Þetta hefur haft þau áhrif að konur eru núna í meiri­hluta í mjög mörgum greinum í háskól­an­um, sem er skref fram á við. Það er ekki rétt­mætt að líta alltaf til for­tíð­ar. Við erum að gera betur núna og það er það sem skiptir máli. Það er miklu erf­ið­ara að kom­ast í nám í öðrum lönd­um. Á Íslandi er allt nám opið nema ein­staka greinar sem hafa fjölda­tak­mark­an­ir. Mikið jafn­rétti er fólgið í því að allir kom­ist í skóla; mér finnst það van­met­ið. Unga fólkið í dag hefur miklu meira sjálfs­traust en fólk á mínum aldri. Það er mjög sjálf­stætt, vel menntað og veit hvað það vill. Námið hefur þar mikil áhrif. Ég held við ættum því ekki að flýta okkur of mikið að setja lög og reglu­gerð­ir. Það er að verða kyn­slóða­breyt­ing sem færir okkur aukið jafn­rétt­i,“ segir Þor­steinn Már.

Hann segir veru­lega halla á konur í stjórn­un­ar­störfum innan sjáv­ar­út­vegs­ins og segir fyrir því marg­vís­legar ástæð­ur. Ein sé sú að karlar hafi í gegnum tíð­ina sótt mun meira störf sem eru haf­tengd, en með tím­anum þá muni þetta breyt­ast. Líkt og í öðrum geirum atvinnu­lífs­ins, þá sé það mennt­unin sem muni stuðla að jákvæðum breyt­ing­um. 

„Þegar ég var í námi í skipa­verk­fræði í Nor­egi á sínum tíma var aðeins ein kona með okkur í nám­inu. Ég byrj­aði í námi 1974 og þá voru um 70 nem­endur á fyrsta ári í skipa­verk­fræði. Við vorum í tímum með véla­verk­fræð­inni þar sem á annað hund­rað manns voru teknir inn á fyrsta ár og þar var ein kona. Ári seinna byrj­aði síðan fyrsta konan í skipa­verk­fræð­inni. Það hefur ávallt verið lítið af konum í náms­greinum tengdum haf­in­u. Það skal alveg við­ur­kenn­ast að í stjórn­enda­teymi Sam­herja eru að mestu leyti karl­menn án þess að það sé með­vit­að. Konur sækja síður á sjó­inn og fara ekki í námið eins og karl­ar. Af stjórn­endum hjá okkur eru mjög margir sem hafa verið á sjó, hafa menntað sig á þessu sviði og hafa vaxið innan fyr­ir­tæk­is­ins. Í fimm manna stjórn Sam­herja eru tvær kon­ur.“ 

Þor­steinn seg­ist vera hlynntur kvótum í fyr­ir­tækjum á hluta­bréfa­mark­aði og hjá stjórn­mála­flokk­um. Það sé þó erf­ið­ara að heim­færa slíka kvóta á einka­fyr­ir­tæki. „Í þess­ari umræðu gleym­ist stundum að það þarf að vera þekk­ing og reynsla á við­fangs­efn­inu. Í dag erum við með 15 sjáv­ar­út­vegs­fræð­inga, þar á meðal eru tvær kon­ur. Það teng­ist þeirri breyt­ingu sem er að verða í sjáv­ar­út­vegs­fræð­inni í Háskól­anum á Akur­eyri þar sem konum er að fjölga. En þetta tekur tíma því flestir byrja á sjón­um, fara svo í námið og því næst að vinna í landi. Stjórn­endur hjá fyr­ir­tæk­inu eru bæði að stjórna mann­skap á landi og á hafi úti. Á hafi úti er æðsti maður á skip­inu, skip­stjór­inn, stjórn­and­inn. Það er hann sem þarf að meta aðstæður hverju sinni og það er ekki auð­velt starf. Veður eru mis­jöfn og skip­stjór­inn þarf að stjórna veið­unum og skip­inu sjálfu, hann verður því einn að ráða. Síðan er það starf­semin í landi en til að geta selt vöru eins og fisk er nauð­syn­legt að hafa þekk­ingu á því hvernig fram­leiðslan fer fram,“ segir Þor­steinn Már.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvítir karlar fóru „á veiðar“ og skutu svartan pilt
„Það er svartur maður að hlaupa niður götuna,“ segir móður og másandi maður við neyðarlínuna. Nokkrum mínútum síðar liggur ungur karlmaður í blóði sínu á götunni. Hann hafði verið skotinn þrisvar.
Kjarninn 27. maí 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None