Þorsteinn Már: Kynslóðabreytingar munu færa okkur jafnrétti

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir stöðu jafnréttismála á Íslandi vera að þróast í rétta átt. Menntun sé lykillinn að breytingum, og þar standi konur betur að vígi nú en karlar.

Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

„Það er að verða kyn­slóða­breyt­ing sem færir okkur aukið jafn­rétt­i,“ segir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í ítar­legu við­tali í bók­inni For­ystu­þjóð, sem kom út á dög­unum en höf­undar hennar eru Ragn­hildur Stein­unn Jóns­dótt­ir, fjöl­miðla­kona og dag­skrár­gerð­ar­mað­ur, og Edda Her­manns­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Íslands­banka og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­rit­stjóri Við­skipta­blaðs­ins.

Í bók­inni er rætt við fólk víða að úr sam­fé­lag­inu sem hefur inn­sýn í íslenskt sam­fé­lag úr ólíkum átt­um, og er rauði þráð­ur­inn jafn­rétti kynj­anna og staða þeirra mála hér á landi.

Þor­steinn Már er einn þeirra sem deilir sinni sýn á stöðu jafn­rétt­is­mála. Hann segir það hafa verið gæfu­spor að setja í lög kynja­kvóta hjá stjórnum fyr­ir­tækja á skráðum hluta­bréfa­mark­aði og það sama megi segja um stjórn­mál­in. Mik­il­vægt sé að á þessum form­lega vett­vangi sé umgjörð sem ýti undir jafn­rétti. „Ég er hins­vegar á þeirri skoðun að í stjórnum fyr­ir­tækja á hluta­bréfa­mark­aði og í stjórn­málum er ekk­ert að því að hafa kynja­kvóta til að laga hlut­föll kvenna og karla. Stjórn­mála­flokkar reyna að hafa jöfn hlut­föll á listum sín­um, þú býður fólki ekki upp á neitt annað í dag, það er mín skoð­un.“

Auglýsing

„Eins er með félög á mark­aði. Þar var það skref fram á við að setja kynja­kvóta á stjórnir þeirra. Mun­ur­inn hjá okkur á Íslandi er hins­vegar sá að við þurfum alltaf að fara skref­inu lengra en margir aðr­ir. Við setjum lög og reglur en bætum svo um betur svo við göngum örugg­lega lengst. Í Nor­egi, sem við líkjum okkur oft á tíðum við, gilda kynja­kvótar um félög á mark­aði og félög í opin­berri eigu en ekki um hluta­fé­lög sem ekki eru á mark­aði. Hér á landi gilda kynja­kvótar um öll hluta­fé­lög og einka­hluta­fé­lög. Ég styð það að félög á mark­aði með fjöl­breyttan eig­enda­hóp séu með kynja­kvóta og styð það heils hugar en ég set spurn­inga­merki við hitt,“ segir Þor­steinn Már.

Ein besta leiðin til jafn­réttis er aukið aðgengi að námi að mati Þor­steins Más. Hann segir að námið styrki ungt fólk sem sé mun örugg­ara en eldri kyn­slóð­ir. Það sé því ekki hægt að setja ólíka ald­urs­hópa undir sama hatt þegar rætt er um jafn­rétt­is­mál. „Mér finnst miður hvernig við tölum okkur oft niður þegar við erum að bera okkur saman við aðra. Við höfum tekið stór skref í jafn­rétt­is­málum og staðið okkur vel á mörgum svið­um. Við getum borið okkur saman við önnur lönd og séð að mögu­leikar fólks til að fara út á vinnu­markað eftir að hafa eign­ast barn eru yfir­leitt betri hér.“

„Leik­skólar fyrir yngstu börnin og allt okkar kerfi í kringum þau er gott. Þetta hefur haft þau áhrif að konur eru núna í meiri­hluta í mjög mörgum greinum í háskól­an­um, sem er skref fram á við. Það er ekki rétt­mætt að líta alltaf til for­tíð­ar. Við erum að gera betur núna og það er það sem skiptir máli. Það er miklu erf­ið­ara að kom­ast í nám í öðrum lönd­um. Á Íslandi er allt nám opið nema ein­staka greinar sem hafa fjölda­tak­mark­an­ir. Mikið jafn­rétti er fólgið í því að allir kom­ist í skóla; mér finnst það van­met­ið. Unga fólkið í dag hefur miklu meira sjálfs­traust en fólk á mínum aldri. Það er mjög sjálf­stætt, vel menntað og veit hvað það vill. Námið hefur þar mikil áhrif. Ég held við ættum því ekki að flýta okkur of mikið að setja lög og reglu­gerð­ir. Það er að verða kyn­slóða­breyt­ing sem færir okkur aukið jafn­rétt­i,“ segir Þor­steinn Már.

Hann segir veru­lega halla á konur í stjórn­un­ar­störfum innan sjáv­ar­út­vegs­ins og segir fyrir því marg­vís­legar ástæð­ur. Ein sé sú að karlar hafi í gegnum tíð­ina sótt mun meira störf sem eru haf­tengd, en með tím­anum þá muni þetta breyt­ast. Líkt og í öðrum geirum atvinnu­lífs­ins, þá sé það mennt­unin sem muni stuðla að jákvæðum breyt­ing­um. 

„Þegar ég var í námi í skipa­verk­fræði í Nor­egi á sínum tíma var aðeins ein kona með okkur í nám­inu. Ég byrj­aði í námi 1974 og þá voru um 70 nem­endur á fyrsta ári í skipa­verk­fræði. Við vorum í tímum með véla­verk­fræð­inni þar sem á annað hund­rað manns voru teknir inn á fyrsta ár og þar var ein kona. Ári seinna byrj­aði síðan fyrsta konan í skipa­verk­fræð­inni. Það hefur ávallt verið lítið af konum í náms­greinum tengdum haf­in­u. Það skal alveg við­ur­kenn­ast að í stjórn­enda­teymi Sam­herja eru að mestu leyti karl­menn án þess að það sé með­vit­að. Konur sækja síður á sjó­inn og fara ekki í námið eins og karl­ar. Af stjórn­endum hjá okkur eru mjög margir sem hafa verið á sjó, hafa menntað sig á þessu sviði og hafa vaxið innan fyr­ir­tæk­is­ins. Í fimm manna stjórn Sam­herja eru tvær kon­ur.“ 

Þor­steinn seg­ist vera hlynntur kvótum í fyr­ir­tækjum á hluta­bréfa­mark­aði og hjá stjórn­mála­flokk­um. Það sé þó erf­ið­ara að heim­færa slíka kvóta á einka­fyr­ir­tæki. „Í þess­ari umræðu gleym­ist stundum að það þarf að vera þekk­ing og reynsla á við­fangs­efn­inu. Í dag erum við með 15 sjáv­ar­út­vegs­fræð­inga, þar á meðal eru tvær kon­ur. Það teng­ist þeirri breyt­ingu sem er að verða í sjáv­ar­út­vegs­fræð­inni í Háskól­anum á Akur­eyri þar sem konum er að fjölga. En þetta tekur tíma því flestir byrja á sjón­um, fara svo í námið og því næst að vinna í landi. Stjórn­endur hjá fyr­ir­tæk­inu eru bæði að stjórna mann­skap á landi og á hafi úti. Á hafi úti er æðsti maður á skip­inu, skip­stjór­inn, stjórn­and­inn. Það er hann sem þarf að meta aðstæður hverju sinni og það er ekki auð­velt starf. Veður eru mis­jöfn og skip­stjór­inn þarf að stjórna veið­unum og skip­inu sjálfu, hann verður því einn að ráða. Síðan er það starf­semin í landi en til að geta selt vöru eins og fisk er nauð­syn­legt að hafa þekk­ingu á því hvernig fram­leiðslan fer fram,“ segir Þor­steinn Már.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None