Svona verndar kaffi okkur fyrir elliglöpum

Kaffi gæti gagnast við að vernda taugafrumur gegn stressi og til að losa taugakerfið við prótin sem eru algeng í kerfum Alzheimer's sjúklinga.

Kaffi
Auglýsing

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á koffíni, örvandi efninu sem finnst m.a. í kaffi. Í mörgum tilfellum sýnir koffín jákvæð áhrif á líkaman meðan í önnur skipti virðast áhrifin vera neikvæð. Að öllum líkindum eru áhrifin að meðaltali ómerkjanleg þegar faraldsfræðirannsóknir sýna ekki einhljóma fylgni. Það er þó ekki þar með sagt að ekki geti verið áhugavert að skoða áhrifin í meiri upplausn, eins og rannsóknarhópur við Indiana University hefur nú gert.

Rannsókn hópsins var birt í Scientific Reports í þessum mánuði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif fjölmargra efna (1280 efna samtals) á ensím sem hefur verndandi áhrif gegn elliglöpum. Ensímið heitir NMNAT2 (Nicotinamide mononucleotide adenylyl transferase 2) og hlutverk þess felst bæði í því að vernda taugafrumur gegn stressi og að losa taugakerfið við prótín sem hafa ekki fallið í rétt byggingaform. Slík prótín eru einmitt algeng í taugakerfi Alzheimer's sjúklinga svo dæmi sé tekið.
Það skiptir okkur sem sagt máli að NMNAT2 ensímið sé virkt til þess að losa okkur við óæskileg prótín og viðhalda taugakerfinu. Af þeim 1280 efnum sem prófuð voru í rannsókninni sýndu 24 jákvæða virkni á NMNTA2. Eitt þessara efna var hið margrómaða efni, koffín.

Til að skoða enn frekar hvort virknin væri raunveruleg, en ekki einungis til staðar í frumum í rækt, gerði rannsóknarhópurinn tilraun á músum sem venjulega hafa lítið magn af NMNTA2 ensíminu. Þegar þessum músum var gefið koffín jókst tjáningin á NMNTA2 svo magn ensímsins varð á pari við magn þess í venjulegum músum.

Auglýsing

Hvort aukin kaffidrykkja sé þess vegna hentug til að koma í veg fyrir elliglöp skal hér ósagt látið enda gætu sérfræðingar sem einblína á önnur kerfi líkamans verið mjög ósáttir við slíkar ráðleggingar. Hins vegar skiptir það miklu máli að skilgreina hvernig hægt er að hafa áhrif á þetta mikilvæga ensím. En með því að skilja ferlana sem eiga sér stað í líkamanum er auðveldara að skilja hvers vegna þeir fara úr skorðum og einnig hvernig er hægt að bregðast við því.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None