Borgarstjóri: Ríkið noti ónýttar lóðir til uppbyggingar

Borgarstjóri kallar eftir nánu samstarfi ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að því að byggja upp íbúðir.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stóri, segir að íslenska ríkið verði að nýta ónýttar lóðir sem það á á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að byggja upp hús­næði. Hann segir að ríkið og sveit­ar­fé­lög verði að vinna að saman að því að auka fram­boð hús­næðis til að leysa þann vanda sem nú sé á fast­eigna­mark­aði.

Fast­eigna­verð hefur hækkað um 18,6 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um, og telur Þjóð­skrá að vöntun sé á um átta þús­und íbúðum inn á markað til að anna eft­ir­spurn, sé horft til sögu­legrar þró­unar þegar kemur að árlegri þörf. 

Í viku­legum pistli sínum segir Dagur að hann líti svo á að stjórn­völd hafi gert mikil mis­tök um síð­ustu alda­mót þegar verka­manna­bú­staða­kerfið var brotið upp, og nauð­syn­legt sé að byggja upp nýtt hús­næð­is­kerfi sem tryggi fólki þak yfir höf­uð­ið.

Auglýsing

„Eitt mesta óheilla­skref sem stigið hefur verið í hús­næð­is­sögu þjóð­ar­innar var þegar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks gekk milli bols og höf­uðs á verka­manna­bú­staða­kerf­inu um síð­ustu alda­mót. Það hafði byggst upp á meira en hálfri öld og veitt þús­undum fjöl­skyldna öruggt skjól. Ekk­ert var sett fram í stað­inn. Mark­að­ur­inn átti að leysa mál­ið. Þetta voru alvar­legar villi­götur sem sam­fé­lagið er ennþá að súpa seyðið af.“

„Í borg­ar­ráði í vik­unni urðu þau tíma­mót að við úthut­uðum fyrstu lóð­unum til sam­starfs­verk­efnis borg­ar­innar og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar við upp­bygg­ingu hag­kvæms leigu­hús­næðis án hagn­að­ar­sjón­ar­miða. ASÍ og BSRB hafa stofnað hús­næð­is­fé­lag sem byggja mun 1.000 leigu­í­búðir í Reykja­vík á næstu fjórum árum. Lóð­irnar fyrir fyrstu íbúð­irnar verða við Móa­veg í Graf­ar­vogi, Urð­ar­brunn í Úlf­arsár­dal og Hall­gerð­ar­veg við Kirkju­sand en alls munu um 300 íbúðir rísa á þessu reit­um. Næstu lóðum til verk­efn­ins verður úthlutað síðar á þessu ári. Reykja­vík­ur­borg og ríkið leggja fram stofn­fram­lög vegna verk­efn­anna á grund­velli laga sem loks­ins voru sam­þykkt í haust.“

„Ég bind miklar vonir við þessa upp­bygg­ingu sem segja má að séu hinir nýju verka­manna­bú­staðir í breyttri mynd. Sam­starfið er jafn­framt hluti af þeirri meg­in­á­herslu borg­ar­innar að eiga sam­starf við hús­næð­is­fé­lög sem byggja án hagn­að­ar­sjón­ar­miða,“ segir Dag­ur.

Hann seg­ist enn­fremur viss um að mark­að­ur­inn mun ekki leysa úr þeim vanda sem sé kom­inn upp. Hugsa þurfi stórt, og að sam­starf þeirra sem aðkomu eiga að hús­næð­is­málum sé nauð­syn. „Ég tel að staðan á hús­næð­is­mark­aði kalli á að ríki og Reykja­vík­ur­borg efni til sam­starfs um upp­bygg­ingu í þágu ungs fólks sem vill kaupa hús­næði en á ekki mögu­leika á því í núver­andi stöð­u.“

„Í mínum huga mun mark­að­ur­inn ekki leysa þetta verk­efni einn og sér, frekar en að hann hafi komið í stað verka­manna­bú­stað­ar­kerf­is­ins á sínum tíma. Ríki og borg geta lagt fram lóðir og svæði, auk þess sem huga þarf að reglu­verki sem miðar að þvi að íbúð­irnar verði reistar og seldar án hagn­að­ar­sjón­ar­miða. Slík for­dæmi eru þekkt þegar íbúðir fyrir eldri borg­ara eru ann­ars veg­ar. Þetta þyrfti að útfæra vand­lega og gætu þetta verið sölu­í­búðir eða ein­hvers­konar kaup­leigu- eða búsetu­réttar­í­búð­ir, eða blanda af þessu þrenn­u.“

„Mark­miðin væru þau sömu og með verka­manna­bú­stöð­unum á sínum tíma, öruggt þak yfir höf­uð­ið. Það er einnig mik­il­vægt að þessi verk­efni komi til við­bótar við sam­starf um bygg­ingu 2.500-3.000 leigu- og búsetu­réttar­í­búðar sem unnið er að í Reykja­vík og er lyk­il­at­riði til að gera hús­næð­is­mark­að­inn betri.  Í þessu sam­hengi má bæta við að í borg­ar­ráði í vik­unni var lagt fram bréf sem ég sendi félags- og fjár­mála­ráð­herra til að ítreka óskir borg­ar­innar um að van­nýttar lóðir sem ríkið hefur haft yfir að ráða innan borg­ar­markanna verði látnar renna til upp­bygg­ingar hag­kvæms íbúð­ar­hús­næð­is. Þær eru á góðum stöðum og á þessum svæðum gætu risið allt að 800 íbúð­ir. Margar lóð­anna henta sér­stak­lega vel fyrir stúd­enta­í­búðir eða sölu­í­búðir fyrir ungt fólk, eins og nefnt var hér að ofan,“ segir Dagur í pistli sín­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None