Undirbúningur að gerð nýrra Hvalfjarðarganga er hafinn hjá Vegagerðinni. Göngin verða samhliða núverandi göngum og verða þau samtengd, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Í viðtali við Morgunblaðið segir G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, að búið sé að semja við verkfræðistofuna Mannvit um úttekt og undirbúning vegna ganganna og verður úttektin unnin á þessu ári.
Fram kom hjá Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar ehf., á aðalfundi félagsins í gær að byggingarkostnaður nýrra ganga ásamt tengingu við eldri göng væri áætlaður rúmlega 13,5 milljarðar króna með virðisaukaskatti á núverandi verðlagi, að því er segir í Morgunblaðinu. Verktími er áætlaður 3-4 ár frá ákvörðunartöku til þess tíma að bæði göngin verða komin í notkun.