#efnahagsmál#stjórnmál#viðskipti

Bjarni: Salan á Arion tímamót í uppgjörinu við bankahrunið

Fjórir erlendir aðilar, þar af þrjú sjóðstýringarfyrirtæki, hafa keypt 29,18 prósent í Arion banka. Núverandi forsætisráðherra er ánægður en fyrrverandi forsætisráðherra alls ekki.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru samherjar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Nú eru þeir algjörlega ósammála um hvort salan á Arion banka til vogunarsjóða séu góðar eða slæmar fréttir.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru samherjar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Nú eru þeir algjörlega ósammála um hvort salan á Arion banka til vogunarsjóða séu góðar eða slæmar fréttir.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra segir það mikil tíma­mót í upp­gjör­inu við banka­hrunið að erlendir aðilar vilja eign­ast hlut í íslenskum banka. Í gær var greint frá því að þrjú sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki, sem reka fjár­fest­inga- og vog­un­ar­sjóði, hafi ásamt Gold­man Sachs keypt 29,18 pró­sent hlut í Arion banka.

Um er að ræða stærstu erlendu fjár­fest­ingu í íslensku fjár­mála­kerfi frá upp­hafi. Allir fjórir aðil­arnir voru umsvifa­miklir í kröfu­hafa­hópi Kaup­þings og voru því að kaupa eign sem var óbeint áður í þeirra eigu.

­Bjarni segir í Morg­un­blað­inu í dag að kaupin sýni ótví­rætt traust á aðstæðum hér­lendis og að það séu sann­ar­lega góðar fréttir að hingað vilji koma öfl­ugir erlendir aðilar sem vilji ger­ast lang­tíma­fjár­festar í íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. „Auð­vitað á eftir að koma í ljós hvað þessir til­teknu aðilar eru að hugsa og hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjár­festa hér en við­skiptin sem slík eru mikið styrk­leika­merki fyrir íslenskt efna­hags­líf.“

Hann segir þar enn fremur að það sé ekki sér­stakt kapps­mál að erlendir fjár­festar komi hingað til lands og kaupi upp fjár­mála­fyr­ir­tæki en hins vegar sé mik­il­vægt að stuðla að dreifðu eign­ar­haldi margra traustra lang­tíma­fjár­festa.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, er ekki jafn ánægður með við­skiptin og eft­ir­maður hans. Í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi segir Sig­mundur Davíð að vog­un­ar­sjóðir og „sjálf erki­tákn­mynd alþjóða- fjár­mála­kerf­is­ins, Gold­man Sachs, eign­ast Arion­banka (30%). Rík­is­stjórnin algjör­lega óund­ir­búin og stefnu­laus um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgj­ast með þessu á fundum í New York.“

Þar vísar hann í nýlega fundi sem emb­ætt­is­menn úr for­sæt­is- og fjár­mála­ráðu­neyt­inu áttu með full­trúum þeirra aflandskrónu­eig­enda sem höfðu ekki viljað fara út þegar þeim bauðst að gera það sum­arið 2016.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð rifjar upp að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi sagt að yfir­taka vog­un­ar­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­gement, í eigu Dav­id­son Kempner, á íslenska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Lýs­ingu væri ekki for­dæm­is­gef­andi og spyr hvað muni ger­ast nú?

„Rennur þetta í gegn og klár­ast umræðu­laust með sam­stilltum frétta­til­kynn­ingum eftir kvöld­fréttir á sunnu­degi? Sumum hefur þótt það merki um „para­noju" þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hags­muni sína á Ísland­i.“Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent
None