Bjarni: Salan á Arion tímamót í uppgjörinu við bankahrunið

Fjórir erlendir aðilar, þar af þrjú sjóðstýringarfyrirtæki, hafa keypt 29,18 prósent í Arion banka. Núverandi forsætisráðherra er ánægður en fyrrverandi forsætisráðherra alls ekki.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru samherjar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Nú eru þeir algjörlega ósammála um hvort salan á Arion banka til vogunarsjóða séu góðar eða slæmar fréttir.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru samherjar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Nú eru þeir algjörlega ósammála um hvort salan á Arion banka til vogunarsjóða séu góðar eða slæmar fréttir.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra segir það mikil tíma­mót í upp­gjör­inu við banka­hrunið að erlendir aðilar vilja eign­ast hlut í íslenskum banka. Í gær var greint frá því að þrjú sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki, sem reka fjár­fest­inga- og vog­un­ar­sjóði, hafi ásamt Gold­man Sachs keypt 29,18 pró­sent hlut í Arion banka.

Um er að ræða stærstu erlendu fjár­fest­ingu í íslensku fjár­mála­kerfi frá upp­hafi. Allir fjórir aðil­arnir voru umsvifa­miklir í kröfu­hafa­hópi Kaup­þings og voru því að kaupa eign sem var óbeint áður í þeirra eigu.

­Bjarni segir í Morg­un­blað­inu í dag að kaupin sýni ótví­rætt traust á aðstæðum hér­lendis og að það séu sann­ar­lega góðar fréttir að hingað vilji koma öfl­ugir erlendir aðilar sem vilji ger­ast lang­tíma­fjár­festar í íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. „Auð­vitað á eftir að koma í ljós hvað þessir til­teknu aðilar eru að hugsa og hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjár­festa hér en við­skiptin sem slík eru mikið styrk­leika­merki fyrir íslenskt efna­hags­líf.“

Hann segir þar enn fremur að það sé ekki sér­stakt kapps­mál að erlendir fjár­festar komi hingað til lands og kaupi upp fjár­mála­fyr­ir­tæki en hins vegar sé mik­il­vægt að stuðla að dreifðu eign­ar­haldi margra traustra lang­tíma­fjár­festa.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, er ekki jafn ánægður með við­skiptin og eft­ir­maður hans. Í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi segir Sig­mundur Davíð að vog­un­ar­sjóðir og „sjálf erki­tákn­mynd alþjóða- fjár­mála­kerf­is­ins, Gold­man Sachs, eign­ast Arion­banka (30%). Rík­is­stjórnin algjör­lega óund­ir­búin og stefnu­laus um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgj­ast með þessu á fundum í New York.“

Þar vísar hann í nýlega fundi sem emb­ætt­is­menn úr for­sæt­is- og fjár­mála­ráðu­neyt­inu áttu með full­trúum þeirra aflandskrónu­eig­enda sem höfðu ekki viljað fara út þegar þeim bauðst að gera það sum­arið 2016.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð rifjar upp að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi sagt að yfir­taka vog­un­ar­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­gement, í eigu Dav­id­son Kempner, á íslenska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Lýs­ingu væri ekki for­dæm­is­gef­andi og spyr hvað muni ger­ast nú?

„Rennur þetta í gegn og klár­ast umræðu­laust með sam­stilltum frétta­til­kynn­ingum eftir kvöld­fréttir á sunnu­degi? Sumum hefur þótt það merki um „para­noju" þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hags­muni sína á Ísland­i.“Meira úr sama flokkiInnlent
None