#efnahagsmál#stjórnmál#viðskipti

Bjarni: Salan á Arion tímamót í uppgjörinu við bankahrunið

Fjórir erlendir aðilar, þar af þrjú sjóðstýringarfyrirtæki, hafa keypt 29,18 prósent í Arion banka. Núverandi forsætisráðherra er ánægður en fyrrverandi forsætisráðherra alls ekki.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru samherjar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Nú eru þeir algjörlega ósammála um hvort salan á Arion banka til vogunarsjóða séu góðar eða slæmar fréttir.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru samherjar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Nú eru þeir algjörlega ósammála um hvort salan á Arion banka til vogunarsjóða séu góðar eða slæmar fréttir.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra segir það mikil tíma­mót í upp­gjör­inu við banka­hrunið að erlendir aðilar vilja eign­ast hlut í íslenskum banka. Í gær var greint frá því að þrjú sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki, sem reka fjár­fest­inga- og vog­un­ar­sjóði, hafi ásamt Gold­man Sachs keypt 29,18 pró­sent hlut í Arion banka.

Um er að ræða stærstu erlendu fjár­fest­ingu í íslensku fjár­mála­kerfi frá upp­hafi. Allir fjórir aðil­arnir voru umsvifa­miklir í kröfu­hafa­hópi Kaup­þings og voru því að kaupa eign sem var óbeint áður í þeirra eigu.

­Bjarni segir í Morg­un­blað­inu í dag að kaupin sýni ótví­rætt traust á aðstæðum hér­lendis og að það séu sann­ar­lega góðar fréttir að hingað vilji koma öfl­ugir erlendir aðilar sem vilji ger­ast lang­tíma­fjár­festar í íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. „Auð­vitað á eftir að koma í ljós hvað þessir til­teknu aðilar eru að hugsa og hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjár­festa hér en við­skiptin sem slík eru mikið styrk­leika­merki fyrir íslenskt efna­hags­líf.“

Hann segir þar enn fremur að það sé ekki sér­stakt kapps­mál að erlendir fjár­festar komi hingað til lands og kaupi upp fjár­mála­fyr­ir­tæki en hins vegar sé mik­il­vægt að stuðla að dreifðu eign­ar­haldi margra traustra lang­tíma­fjár­festa.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, er ekki jafn ánægður með við­skiptin og eft­ir­maður hans. Í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi segir Sig­mundur Davíð að vog­un­ar­sjóðir og „sjálf erki­tákn­mynd alþjóða- fjár­mála­kerf­is­ins, Gold­man Sachs, eign­ast Arion­banka (30%). Rík­is­stjórnin algjör­lega óund­ir­búin og stefnu­laus um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgj­ast með þessu á fundum í New York.“

Þar vísar hann í nýlega fundi sem emb­ætt­is­menn úr for­sæt­is- og fjár­mála­ráðu­neyt­inu áttu með full­trúum þeirra aflandskrónu­eig­enda sem höfðu ekki viljað fara út þegar þeim bauðst að gera það sum­arið 2016.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð rifjar upp að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi sagt að yfir­taka vog­un­ar­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­gement, í eigu Dav­id­son Kempner, á íslenska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Lýs­ingu væri ekki for­dæm­is­gef­andi og spyr hvað muni ger­ast nú?

„Rennur þetta í gegn og klár­ast umræðu­laust með sam­stilltum frétta­til­kynn­ingum eftir kvöld­fréttir á sunnu­degi? Sumum hefur þótt það merki um „para­noju" þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hags­muni sína á Ísland­i.“Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Siri talar ekki enn íslensku.
Viltu vinna við íslensku hjá Amazon?
Amazon leitar að íslenskufræðingi með forritunarkunnáttu til að búa til íslenskt raddstýringarkerfi.
30. mars 2017 kl. 11:30
Margrét Erla Maack
Haltu kjafti, vertu sæt og skemmtu okkur
30. mars 2017 kl. 10:00
Látum hann hafa boltann
Gylfi Þór Sigurðsson, 27 ára gamall Hafnfirðingur, er kominn í hóp allra bestu leikmanna sem Ísland hefur átt. Líklega hefur enginn leikmaður í sögunni spilað jafn vel með landsliðinu.
30. mars 2017 kl. 9:00
Segja að mistök hafi átt sér stað við mengunarmælingar í Helguvík
Orkurannsóknir ehf. sem annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík segja að fyrri mælingar sem gefnar hafa verið út um innihald efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðjuna sé úr öllu samhengi við raunverulega losun frá United Silicon.
30. mars 2017 kl. 8:06
Höfuðstöðvar Arion Banka í Borgartúni í Reykjavík.
Hlutur í Arion banka sagður seldur á undirverði
Verðmat sem unnið var fyrir lífeyrissjóði sýnir að Arion banki gæti staði undir hærra verði.
30. mars 2017 kl. 8:00
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirritar bréf sitt til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, í Downingstræti 10 á þriðjudag.
May sótti um skilnað fyrir hönd Breta
„Takk fyrir og bless,“ sagði Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, þegar hann tók við bréfi frá forsætisráðherra Bretlands í Brussel. Frá og með deginum í dag eru tvö ár þar til Bretland yfirgefur Evrópusambandið.
29. mars 2017 kl. 21:00
Ágúst og Lýður nefndir í drögunum
Viðskiptaflétturnar sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú svipt hulunni af teygðu anga sína til aflandseyja.
29. mars 2017 kl. 19:43
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson: Hvorki ríkissjóður né almenningur verr settir
ÓIafur Ólafsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar um blekkingar við kaup á Búnaðarbankanum. Hann hafnar því að hagnaður hans hafi verið vegna blekkinga.
29. mars 2017 kl. 17:11
Meira úr sama flokkiInnlent