Flugfélagið selur allar Fokker-vélarnar

Flugfélag Íslands er búið að festa kaup á sjöttu Bombardier-vélinni og gengist við kauptilboði á fjórum Fokker-vélum félagsins.

Flugfélag Íslands hefur haft tvær minni gerðir Bombardier-véla í áætlunarflugi enda henta stóru vélarnar þrjár ekki til lendingar á Ísafirði, í Nuuk eða í Ilulissat. Hér má sjá Bombardier Dash 8-Q200.
Flugfélag Íslands hefur haft tvær minni gerðir Bombardier-véla í áætlunarflugi enda henta stóru vélarnar þrjár ekki til lendingar á Ísafirði, í Nuuk eða í Ilulissat. Hér má sjá Bombardier Dash 8-Q200.
Auglýsing

Flugfélag Íslands hefur ákveðið að selja allar fjórar Fokker 50-flugvélar félagsins og kaupa eina Bombardier Dash 8-Q200 flugvél í þeirra stað.

Kanadíska félagið Avmax er kaupandi vélanna auk varahluta í eigu Flugfélags Íslands. Avmax er einnig seljandi Bombardier-vélarinnar.

Flugfélagið tók á móti þremur notuðum Bombardier Dash 8-Q400 flugvélum vorið 2016 sem áttu að taka við af Fokker-vélunum sem höfðu þá sinnt innanlandsflugi á Íslandi síðan fyrsta vélin af þeirri gerð kom hingað til lands árið 1992.

Auglýsing

Kjarninn greindi frá því í frétt sumarið 2105 að þá hafi ætlunin verið að taka allar fimm Fokker-vélarnar alfarið úr áætlunarflugi um miðjan mars árið 2016.

Í samtali við Kjarnann í dag segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að það hafi tekið aðeins lengri tíma að selja Fokker-vélarnar en lagt var upp með. „Það er samt að mörgu leyti eðlilegt því þetta er stór markaður,“ segir Árni. Hann segir að vélarnar hafi staðið í geymslu og verið til sýnis síðan í maí í fyrra.

Samningurinn við Avmax felur í sér skipti á Bombardier-vélinni og fjórum Fokker-vélum, auk peningagreiðslu til Flugfélags Íslands segir Árni.

Flugfélag Íslands verður eftir þessar breytingar með tvær tegundir Bombardier-flugvéla í áætlunarflugi sínu. Það er stærri gerðin, Dash 8-Q400, sem tekur allt að 76 manns í sæti og svo minni gerðin, Dash 8-Q200, sem tekur 37 manns í sæti.

Flugfloti flugfélagsins mun nú samanstanda af þremur Dash 8-Q400 og þremur Dash 8-Q200.

Þeir sem hafa flogið til Ísafjarðar hafa eflaust flogið í minni flugvélinni enda er sú stærri of löng til þess að geta lent á Ísafjarðarflugvelli.

Á vef Flugfélags Íslands má lesa um ástæður þess að flugfélagið tók ákvörðun um að losa sig við Fokker-vélarnar. Þær hafi allar verið að árgerð 1991 og 1992 og þess vegna komnar til ára sinna, auk þess sem að Fokker-fyrirtækið hollenska, hafi farið á hausinn árið 1996 og þess vegna dýrara að reka vélarnar.

Í tilkynningu flugfélagsins um kaupin á þriðju Q200-vélinni er haft eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, að um sé að ræða mikilvægan áfanga til þess að efla Flugfélag Íslands enn frekar. Með þessari viðbót muni sveiganleiki félagsins aukast og ný tækifæri skapast til þess að bæta leiðakerfið.

Flogið til Akureyrar frá Keflavík

Flugfélag Íslands flýgur nú á 17 áfangastaði í fjórum löndum auk Íslands. Með tilkomu stærri gerðar Bombardier-vélanna í flugflotann varð það mögulegt fyrir flugfélagið að fljúga til áfangastaða lengra í burtu enda er Dash 8-Q400 vélin langdrægari en Fokker-vélarnar.

Síðan í febrúar hefur flugfélagið flogið áætlunarflug sex daga vikunnar frá Keflavík til Akureyrar, meðal annars í þeim tilgangi að bjóða ferðamönnum sem koma til landsins einfalda leið norður í land.

Spurður hvernig Flugfélagi Íslands hafi gengið að færa aukinn fjölda ferðamanna hér á landi í not segir Árni það hafa tekist ágætlega. „Fyrir nokkrum árum var hlutdeild ferðamanna í innanlandflugi um fimm prósent á ársgrundvelli, en það er eitthvað um 20 prósent núna,“ segir Árni. „Það er svona í samræmi við sambærilega þjónustu sem við höfum skoðað.“

Árni segir það hins vegar aðeins dýrara að bjóða upp á flugleiðir frá Keflavík því það sé einfaldlega dýrara að fá aðstöðu á Miðnesheiði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None