Ríkisendurskoðun stendur við niðurstöðu bótaskýrslu en viðurkennir mistök

Ríkisendurskoðun viðurkennir að hafa gert mistök í skýrslu um bótasvik, en stendur engu að síður við meginniðurstöðurnar. Stofnunin segist ekki geta borið ábyrgð á því hvernig almenningur, fjölmiðlar og stjórnmálamenn túlkuðu skýrsluna.

fólk - mynd rakel tómasdóttir
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun við­ur­kennir að „viss mis­tök“ hafi verið gerð í skýrslu um eft­ir­lit Trygg­inga­stofn­unar með bóta­greiðslum sem kom út fyrir fjórum árum síð­an. Skýrslan var mikið rædd af stjórn­mála­mönnum og var meðal ann­ars grund­völlur umfangs­mik­illa laga­breyt­inga þar sem eft­ir­lit með líf­eyr­is­þegum var hert. 

Fjallað var um málið í Kast­ljósi í síð­asta mán­uði, en þar kom fram að fátt benti til ann­ars en að Rík­is­end­ur­skoðun hafi stór­lega ofmetið mögu­leg bóta­svik skjól­stæð­inga Trygg­inga­stofn­unar í skýrsl­unni. Í skýrsl­unni kom fram að bóta­svik gætu numið hátt í fjórum millj­örðum króna á hverju ári. Í skýrsl­unni var vísað til danskrar skýrslu um bóta­svik, og byggt á nið­ur­stöðum hennar um að umfang bóta­svika og mis­greiðslna væri 3 til 5 pró­sent. 

Í ljós hefur komið að danska skýrslan byggð­ist ekki á rann­sókn heldur að miklu leyti á skoð­ana­könnun meðal starfs­manna sveit­ar­fé­laga og almenn­ings um hvað þeir álitu umfangið vera. Í annarri skýrslu sem Deloitte gerði fyrir dönsk stjórn­völd á svip­uðum tíma kom hins vegar fram að hlut­fallið væri undir einu pró­sent­i. 

Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun hefur nú gefið út frétta­til­kynn­ingu vegna umfjöll­unar Kast­ljóss og umræðu í kjöl­far­ið. Þar gengst stofn­unin við því að hafa gert mis­tök. „Meg­in­mi­s­tökin fel­ast ann­ars vegar í því að hafa ekki til­greint sér­stak­lega í skýrsl­unni hvernig staðið var að til­tek­inni úttekt sem Rík­is­end­ur­skoðun vísar í á umfangi hugs­an­legra bóta­svika og ofgreiðslna í Dan­mörku árið 2011 og hins vegar fyrir að hafa þýtt rang­lega eitt hug­tak sem þar kemur fram. Rík­is­end­ur­skoðun biðst vel­virð­ingar á þeim mis­ök­um. Einnig þykir stofn­un­inni miður að í frétta­til­kynn­ingu hennar um skýrsl­una hafi ekki verið sleg­inn sami skýri var­nagli og í skýrsl­unni sjálfri um hugs­an­legt umfang bóta­svika hér á landi ef það væri sam­bæri­legt við umfang bóta­svika í Dan­mörku, eins og það var áætlað í áður­nefndri úttekt.“ 

Að öðru leyti seg­ist stofn­unin standa við meg­in­nið­ur­stöð­urnar í skýrsl­unni, og vísar því „sér­stak­lega á bug að nið­ur­stöður skýrsl­unnar lit­ist af per­sónu­legum skoð­unum skýrslu­höf­unda eða jafn­vel póli­tískum sjón­ar­mið­um, eins og gefið hefur verið í skyn. Stofn­unin ber á hinn bóg­inn ekki ábyrgð á hvernig almenn­ing­ur, fjöl­miðlar eða stjórn­mála­menn lásu og túlk­uðu skýrsl­una á sínum tíma.“ 

Þá segir Rík­is­end­ur­skoðun að umræðan um málið bygg­ist aðeins á einum hluta skýrsl­unn­ar, það er um mögu­legt umfang bóta­svika. Meg­in­mark­miðið hafi hins vegar verið að kanna eft­ir­lit Trygg­inga­stofn­unar með bóta- og líf­eyr­is­greiðsl­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None