Gervi-móðurkviður gæti aukið lífslíkur fyrirbura

Gervi-móðurkviður hefur verið hannaður með það í huga að hann væri sem líkastur aðstæðum í legi móðurinnar. Gæti hjálpað fyrirburum í framtíðinni.

gervimóðurkviður
Auglýsing

Vís­inda­menn hafa þróað tækni sem heldur lömbum sem fæðst hafa fyrir tím­ann lif­andi í nokkrar vikur í eins­konar "plast­poka­legi" sem líkir eftir aðstæðum í móð­ur­kviði. Vonir standa til að í fram­tíð­inni verði hægt að nýta tækn­ina til að hjálpa fyr­ir­burum að þroskast áfram utan móð­ur­kviðs.

Í dag er fyr­ir­burum komið fyrir í hita­kössum og önd­un­ar­vélum til að auka líkur á því að börnin nái að þroskast eðli­lega utan móðu­kviðs. Þrátt fyrir þá tækni sem er til staðar í dag eru lífslíkur barna sem fæð­ast við 23 viku aðeins um 15%, 55% við 24 viku og 80% við 25 viku. Það var því ætlun rann­sókn­ar­hóps­ins þróa tækni með það í huga að auka lífslíkur barna sem fæð­ast langt fyrir tím­ann og hjálpa þeim að halda áfram að þroskast og vaxa á sem eðli­leg­astan hátt.

Auglýsing

Gervi­-­móð­ur­kvið­ur­inn var hann­aður með það í huga að hann væri sem lík­astur aðstæðum í legi móð­ur­inn­ar. Í honum er að finna blöndu af volgu vatni og söltum sem svipar til legvatns og gegnir því hlut­verki að vernda fóstrið. Vatns­blandan er end­ur­nýjuð reglu­lega til að halda blönd­unni hreinn­i. 

Til að fá nægi­legt súr­efni í gegnum nafla­streng­inn var tæki sem tók að sér hlut­verk leg­kök­unnar tengt var við nafla­streng­inn. Hjarta lambs­ins pump­aði því blóði úr lík­ama sínum í tækið sem end­ur­nýj­aði það og sendir það aftur í gegnum nafla­streng­inn til lambs­ins.

Lömbin sem notuð voru í rann­sókn­inni voru tekin úr móð­ur­kvið við svipað þroska­stig og manns­barn á 23 viku. Lömbin virt­ust þroskast eðli­lega í pok­anum og voru fjar­lægð úr honum eftir 28 daga, þegar lungu þeirra höfðu þroskast nægi­lega vel. 

Til að kanna áhrif tæk­is­ins voru lömbin aflífuð eftir að þau voru fjar­lægð úr pok­anum til að hægt væri að skoða heila þeirra og líf­færi og meta þroska þeirra. Síðar í rann­sókn­ar­ferl­inu fengu lömbin að lifa lengur og virt­ust þau þroskast á eðli­legan hátt.

Þessi nýja tækni er ekki galla­laus og fylgir henni til dæmis aukin hætt á sýk­ingu, sam­an­borið við leg móð­ur­innar auk þess sem erfitt er að áætla rétt magn horm­óna og nær­ing­ar­efna til að dæla inn í pok­ann. Þrátt fyrir að áskor­an­irnar séu margar vekja nið­ur­stöð­urnar vonir um að tæknin geti nýst til að auka lífslíkur fyr­ir­bura í fram­tíð­inni. Næstu skref fel­ast í því að prófa tækn­ina áfram á dýrum en enn er langt í að tæknin geti nýst börn­um. 

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru birtar í tíma­rit­inu Nat­ure Comm­un­ications fyrr í vik­unni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None