Gervi-móðurkviður gæti aukið lífslíkur fyrirbura

Gervi-móðurkviður hefur verið hannaður með það í huga að hann væri sem líkastur aðstæðum í legi móðurinnar. Gæti hjálpað fyrirburum í framtíðinni.

gervimóðurkviður
Auglýsing

Vís­inda­menn hafa þróað tækni sem heldur lömbum sem fæðst hafa fyrir tím­ann lif­andi í nokkrar vikur í eins­konar "plast­poka­legi" sem líkir eftir aðstæðum í móð­ur­kviði. Vonir standa til að í fram­tíð­inni verði hægt að nýta tækn­ina til að hjálpa fyr­ir­burum að þroskast áfram utan móð­ur­kviðs.

Í dag er fyr­ir­burum komið fyrir í hita­kössum og önd­un­ar­vélum til að auka líkur á því að börnin nái að þroskast eðli­lega utan móðu­kviðs. Þrátt fyrir þá tækni sem er til staðar í dag eru lífslíkur barna sem fæð­ast við 23 viku aðeins um 15%, 55% við 24 viku og 80% við 25 viku. Það var því ætlun rann­sókn­ar­hóps­ins þróa tækni með það í huga að auka lífslíkur barna sem fæð­ast langt fyrir tím­ann og hjálpa þeim að halda áfram að þroskast og vaxa á sem eðli­leg­astan hátt.

Auglýsing

Gervi­-­móð­ur­kvið­ur­inn var hann­aður með það í huga að hann væri sem lík­astur aðstæðum í legi móð­ur­inn­ar. Í honum er að finna blöndu af volgu vatni og söltum sem svipar til legvatns og gegnir því hlut­verki að vernda fóstrið. Vatns­blandan er end­ur­nýjuð reglu­lega til að halda blönd­unni hreinn­i. 

Til að fá nægi­legt súr­efni í gegnum nafla­streng­inn var tæki sem tók að sér hlut­verk leg­kök­unnar tengt var við nafla­streng­inn. Hjarta lambs­ins pump­aði því blóði úr lík­ama sínum í tækið sem end­ur­nýj­aði það og sendir það aftur í gegnum nafla­streng­inn til lambs­ins.

Lömbin sem notuð voru í rann­sókn­inni voru tekin úr móð­ur­kvið við svipað þroska­stig og manns­barn á 23 viku. Lömbin virt­ust þroskast eðli­lega í pok­anum og voru fjar­lægð úr honum eftir 28 daga, þegar lungu þeirra höfðu þroskast nægi­lega vel. 

Til að kanna áhrif tæk­is­ins voru lömbin aflífuð eftir að þau voru fjar­lægð úr pok­anum til að hægt væri að skoða heila þeirra og líf­færi og meta þroska þeirra. Síðar í rann­sókn­ar­ferl­inu fengu lömbin að lifa lengur og virt­ust þau þroskast á eðli­legan hátt.

Þessi nýja tækni er ekki galla­laus og fylgir henni til dæmis aukin hætt á sýk­ingu, sam­an­borið við leg móð­ur­innar auk þess sem erfitt er að áætla rétt magn horm­óna og nær­ing­ar­efna til að dæla inn í pok­ann. Þrátt fyrir að áskor­an­irnar séu margar vekja nið­ur­stöð­urnar vonir um að tæknin geti nýst til að auka lífslíkur fyr­ir­bura í fram­tíð­inni. Næstu skref fel­ast í því að prófa tækn­ina áfram á dýrum en enn er langt í að tæknin geti nýst börn­um. 

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru birtar í tíma­rit­inu Nat­ure Comm­un­ications fyrr í vik­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None