Svala Björgvinsdóttir, með lag sitt Paper, komst ekki áfram í undankeppni Eurovision, en hún flutti lagið engu að síður vel, og var atriðið „óaðfinnanlegt“ eins og Gísli Marteinn Baldursson, lýsir RÚV, sagði í útsendingu frá Úkraínu.
Löndin sem komust áfram voru Moldóvía, Aserbaídsjan, Grikkland, Svíþjóð, Portúgal, Pólland, Armenía, Ástralía, Kýpur og Belgía. Síðastnefnda landið var það síðasta sem tilkynnt var um.
Átján þjóðir kepptu í kvöld. Síðari undankeppnin verður á fimmtudagskvöld.
Auglýsing