Reiknilíkan menntamálaráðuneytisins ekki uppfært í fjórtán ár

Endurskoðun reiknilíkans sem nota á við útreikning á fjárveitingum til einstakra framhaldskóla er tíu árum á eftir áætlun og mun í fyrsta lagi vera lokið á næsta ári.

Flatir niðurskurðir til framhaldsskóla bitna mest á bóknámsskólum.
Flatir niðurskurðir til framhaldsskóla bitna mest á bóknámsskólum.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun hvetur mennta­mála­ráðu­neytið til að upp­færa reikni­líkan sem notað er við útreikn­inga fjár­fram­laga til fram­halds­skól­anna. Þetta kemur fram á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um rekstur fram­halds­skóla frá árinu 2014 kemur fram að for­sendur reikni­lík­ans­ins hafi ekki verið upp­færðar síðan 2003. 

Mennta­mála­ráðu­neytið hóf vinnu árið 2014 við end­ur­skoðun á reikni­lík­an­inu og sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar til Alþingis mun þeirri vinnu ljúka í fyrsta lagi á næsta ári. Reikni­líkanið var tekið í notkun árið 1998 og segir í reglu­gerð frá 1999 að líkanið eigi að end­ur­skoða í heild sinni á að minnsta kosti fjög­urra ára fresti.

Áætl­anir um með­al­laun sam­ræm­ast ekki raun­veru­leik­anum

Í reglu­gerð­inni segir að ráð­herra geti breytt for­sendum lík­ans­ins hverju sinni og hefur launa­stiku þess verið breytt reglu­lega. Launa­stikunni er ætlað að end­ur­spegla raun­veru­leg með­al­laun kenn­ara en breyt­ingar á henni hafa valdið því að mik­ill munur er á launa­stikunni og raun­veru­legum með­al­launum kenn­ara. 

Auglýsing

Árið 2012 var launa­stikan lækkuð þannig að hún var 24 pró­sentum lægri en raun­veru­leg laun kenn­ara og hafði verið 11,5 pró­sent lægri árið áður. Launa­stikan var hækkuð aftur um 55,5 pró­sent milli árana 2015-2016 og er nú 5 pró­sentum frá raun­veru­legum með­al­launum kenn­ara. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur fram að lækkun launa­stik­unar sé við­bragð mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins við nið­ur­skurði og að lækk­unin valdi því að áhrif nið­ur­skurðar dreif­ist jafnt á alla skóla. Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að „að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar er flatur nið­ur­skurður af þessum toga vafa­sam­ur. Ekki aðeins leggst hann mis­þungt á ein­staka skóla og mest á bók­náms­skóla þar sem laun vega hlut­falls­lega þyngst heldur vinnur hann einnig gegn þeirri við­leitni að for­gangs­raða í skóla­kerf­inu og taka á vanda­málum ein­stakra skóla.“

Notkun reikni­lík­ans­ins í and­stöðu við til­gang þess

Sam­kvæmt reglu­gerð eiga for­sendur reikni­lík­ans­ins að skipt­ast í tvennt. Ann­ars vegar almennar for­sendur sem ná til allra skóla og hins vegar for­sendur sem eiga að taka til­lit til sér­stöðu skóla.

Einnig er tekið fram að hlut­verk reikni­lík­ans­ins sé að „tryggja jafn­ræði skóla til fjár­veit­inga í sam­ræmi við stærð, gerð, stað­setn­ingu og sam­setn­ingu náms. Líkanið skal tryggja eftir því sem frekast er unnt fag­legt starf skól­anna um leið og það stuðlar að aðhaldi í með­ferð fjár­muna vegna kennslu, rekstrar og stofn­kostn­að­ar. Í gerð lík­ans­ins skulu fel­ast mögu­leikar til þess að auka eða draga úr stuðn­ingi við til­tekin mark­mið skóla­starfs með sam­ræmdum hætti um leið og unnt verði með hlið­stæðum hætti að taka til­lit til sér­stakra aðstæðn­a“.

Í umfjöllun Kjarn­ans um stöðu Mennta­skól­ans við Sund (MS) bendir Már Vil­hjálms­son, rektor MS, á að skól­inn standi frammi fyrir því að geta ekki tekið inn nem­endur vegna þess að áætl­anir um brott­fall nem­enda stóð­ust ekki.

„Það virð­ist vanta ein­hvern sveigj­an­­leika í kerf­inu að bregð­­ast við,“ sagði Már. „Vegna þess að nem­endur fá val. Þeir fá val um að velja sér skóla og brautir og svo fram­­veg­­is. Þá er voða­­lega erfitt að vera með þetta svona nið­­ur­­neglt að segja bara svona er þetta alveg sama hvað þeir vilja.“ 

Sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar til Alþingis er útdeil­ing fjár­muna sam­kvæmt núgild­andi reikni­lík­ani hvorki til þess fallið að tryggja jafn­ræði skól­anna né að fjár­magna alla rekstr­ar­þætti þeirra. Stofn­unin hvetur ráðu­neytið „til að ljúka vinnu við end­ur­skoðun reikni­lík­ans­ins, nýta það til að jafna stöðu skól­anna og tryggja þeim fjár­mögnun sam­kvæmt raun­hæfum áætl­unum og raun­veru­legum launa­kostn­að­i“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu árár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent