Reiknilíkan menntamálaráðuneytisins ekki uppfært í fjórtán ár

Endurskoðun reiknilíkans sem nota á við útreikning á fjárveitingum til einstakra framhaldskóla er tíu árum á eftir áætlun og mun í fyrsta lagi vera lokið á næsta ári.

Flatir niðurskurðir til framhaldsskóla bitna mest á bóknámsskólum.
Flatir niðurskurðir til framhaldsskóla bitna mest á bóknámsskólum.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun hvetur mennta­mála­ráðu­neytið til að upp­færa reikni­líkan sem notað er við útreikn­inga fjár­fram­laga til fram­halds­skól­anna. Þetta kemur fram á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um rekstur fram­halds­skóla frá árinu 2014 kemur fram að for­sendur reikni­lík­ans­ins hafi ekki verið upp­færðar síðan 2003. 

Mennta­mála­ráðu­neytið hóf vinnu árið 2014 við end­ur­skoðun á reikni­lík­an­inu og sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar til Alþingis mun þeirri vinnu ljúka í fyrsta lagi á næsta ári. Reikni­líkanið var tekið í notkun árið 1998 og segir í reglu­gerð frá 1999 að líkanið eigi að end­ur­skoða í heild sinni á að minnsta kosti fjög­urra ára fresti.

Áætl­anir um með­al­laun sam­ræm­ast ekki raun­veru­leik­anum

Í reglu­gerð­inni segir að ráð­herra geti breytt for­sendum lík­ans­ins hverju sinni og hefur launa­stiku þess verið breytt reglu­lega. Launa­stikunni er ætlað að end­ur­spegla raun­veru­leg með­al­laun kenn­ara en breyt­ingar á henni hafa valdið því að mik­ill munur er á launa­stikunni og raun­veru­legum með­al­launum kenn­ara. 

Auglýsing

Árið 2012 var launa­stikan lækkuð þannig að hún var 24 pró­sentum lægri en raun­veru­leg laun kenn­ara og hafði verið 11,5 pró­sent lægri árið áður. Launa­stikan var hækkuð aftur um 55,5 pró­sent milli árana 2015-2016 og er nú 5 pró­sentum frá raun­veru­legum með­al­launum kenn­ara. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur fram að lækkun launa­stik­unar sé við­bragð mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins við nið­ur­skurði og að lækk­unin valdi því að áhrif nið­ur­skurðar dreif­ist jafnt á alla skóla. Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að „að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar er flatur nið­ur­skurður af þessum toga vafa­sam­ur. Ekki aðeins leggst hann mis­þungt á ein­staka skóla og mest á bók­náms­skóla þar sem laun vega hlut­falls­lega þyngst heldur vinnur hann einnig gegn þeirri við­leitni að for­gangs­raða í skóla­kerf­inu og taka á vanda­málum ein­stakra skóla.“

Notkun reikni­lík­ans­ins í and­stöðu við til­gang þess

Sam­kvæmt reglu­gerð eiga for­sendur reikni­lík­ans­ins að skipt­ast í tvennt. Ann­ars vegar almennar for­sendur sem ná til allra skóla og hins vegar for­sendur sem eiga að taka til­lit til sér­stöðu skóla.

Einnig er tekið fram að hlut­verk reikni­lík­ans­ins sé að „tryggja jafn­ræði skóla til fjár­veit­inga í sam­ræmi við stærð, gerð, stað­setn­ingu og sam­setn­ingu náms. Líkanið skal tryggja eftir því sem frekast er unnt fag­legt starf skól­anna um leið og það stuðlar að aðhaldi í með­ferð fjár­muna vegna kennslu, rekstrar og stofn­kostn­að­ar. Í gerð lík­ans­ins skulu fel­ast mögu­leikar til þess að auka eða draga úr stuðn­ingi við til­tekin mark­mið skóla­starfs með sam­ræmdum hætti um leið og unnt verði með hlið­stæðum hætti að taka til­lit til sér­stakra aðstæðn­a“.

Í umfjöllun Kjarn­ans um stöðu Mennta­skól­ans við Sund (MS) bendir Már Vil­hjálms­son, rektor MS, á að skól­inn standi frammi fyrir því að geta ekki tekið inn nem­endur vegna þess að áætl­anir um brott­fall nem­enda stóð­ust ekki.

„Það virð­ist vanta ein­hvern sveigj­an­­leika í kerf­inu að bregð­­ast við,“ sagði Már. „Vegna þess að nem­endur fá val. Þeir fá val um að velja sér skóla og brautir og svo fram­­veg­­is. Þá er voða­­lega erfitt að vera með þetta svona nið­­ur­­neglt að segja bara svona er þetta alveg sama hvað þeir vilja.“ 

Sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar til Alþingis er útdeil­ing fjár­muna sam­kvæmt núgild­andi reikni­lík­ani hvorki til þess fallið að tryggja jafn­ræði skól­anna né að fjár­magna alla rekstr­ar­þætti þeirra. Stofn­unin hvetur ráðu­neytið „til að ljúka vinnu við end­ur­skoðun reikni­lík­ans­ins, nýta það til að jafna stöðu skól­anna og tryggja þeim fjár­mögnun sam­kvæmt raun­hæfum áætl­unum og raun­veru­legum launa­kostn­að­i“.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent