Reiknilíkan menntamálaráðuneytisins ekki uppfært í fjórtán ár

Endurskoðun reiknilíkans sem nota á við útreikning á fjárveitingum til einstakra framhaldskóla er tíu árum á eftir áætlun og mun í fyrsta lagi vera lokið á næsta ári.

Flatir niðurskurðir til framhaldsskóla bitna mest á bóknámsskólum.
Flatir niðurskurðir til framhaldsskóla bitna mest á bóknámsskólum.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun hvetur mennta­mála­ráðu­neytið til að upp­færa reikni­líkan sem notað er við útreikn­inga fjár­fram­laga til fram­halds­skól­anna. Þetta kemur fram á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um rekstur fram­halds­skóla frá árinu 2014 kemur fram að for­sendur reikni­lík­ans­ins hafi ekki verið upp­færðar síðan 2003. 

Mennta­mála­ráðu­neytið hóf vinnu árið 2014 við end­ur­skoðun á reikni­lík­an­inu og sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar til Alþingis mun þeirri vinnu ljúka í fyrsta lagi á næsta ári. Reikni­líkanið var tekið í notkun árið 1998 og segir í reglu­gerð frá 1999 að líkanið eigi að end­ur­skoða í heild sinni á að minnsta kosti fjög­urra ára fresti.

Áætl­anir um með­al­laun sam­ræm­ast ekki raun­veru­leik­anum

Í reglu­gerð­inni segir að ráð­herra geti breytt for­sendum lík­ans­ins hverju sinni og hefur launa­stiku þess verið breytt reglu­lega. Launa­stikunni er ætlað að end­ur­spegla raun­veru­leg með­al­laun kenn­ara en breyt­ingar á henni hafa valdið því að mik­ill munur er á launa­stikunni og raun­veru­legum með­al­launum kenn­ara. 

Auglýsing

Árið 2012 var launa­stikan lækkuð þannig að hún var 24 pró­sentum lægri en raun­veru­leg laun kenn­ara og hafði verið 11,5 pró­sent lægri árið áður. Launa­stikan var hækkuð aftur um 55,5 pró­sent milli árana 2015-2016 og er nú 5 pró­sentum frá raun­veru­legum með­al­launum kenn­ara. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur fram að lækkun launa­stik­unar sé við­bragð mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins við nið­ur­skurði og að lækk­unin valdi því að áhrif nið­ur­skurðar dreif­ist jafnt á alla skóla. Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að „að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar er flatur nið­ur­skurður af þessum toga vafa­sam­ur. Ekki aðeins leggst hann mis­þungt á ein­staka skóla og mest á bók­náms­skóla þar sem laun vega hlut­falls­lega þyngst heldur vinnur hann einnig gegn þeirri við­leitni að for­gangs­raða í skóla­kerf­inu og taka á vanda­málum ein­stakra skóla.“

Notkun reikni­lík­ans­ins í and­stöðu við til­gang þess

Sam­kvæmt reglu­gerð eiga for­sendur reikni­lík­ans­ins að skipt­ast í tvennt. Ann­ars vegar almennar for­sendur sem ná til allra skóla og hins vegar for­sendur sem eiga að taka til­lit til sér­stöðu skóla.

Einnig er tekið fram að hlut­verk reikni­lík­ans­ins sé að „tryggja jafn­ræði skóla til fjár­veit­inga í sam­ræmi við stærð, gerð, stað­setn­ingu og sam­setn­ingu náms. Líkanið skal tryggja eftir því sem frekast er unnt fag­legt starf skól­anna um leið og það stuðlar að aðhaldi í með­ferð fjár­muna vegna kennslu, rekstrar og stofn­kostn­að­ar. Í gerð lík­ans­ins skulu fel­ast mögu­leikar til þess að auka eða draga úr stuðn­ingi við til­tekin mark­mið skóla­starfs með sam­ræmdum hætti um leið og unnt verði með hlið­stæðum hætti að taka til­lit til sér­stakra aðstæðn­a“.

Í umfjöllun Kjarn­ans um stöðu Mennta­skól­ans við Sund (MS) bendir Már Vil­hjálms­son, rektor MS, á að skól­inn standi frammi fyrir því að geta ekki tekið inn nem­endur vegna þess að áætl­anir um brott­fall nem­enda stóð­ust ekki.

„Það virð­ist vanta ein­hvern sveigj­an­­leika í kerf­inu að bregð­­ast við,“ sagði Már. „Vegna þess að nem­endur fá val. Þeir fá val um að velja sér skóla og brautir og svo fram­­veg­­is. Þá er voða­­lega erfitt að vera með þetta svona nið­­ur­­neglt að segja bara svona er þetta alveg sama hvað þeir vilja.“ 

Sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar til Alþingis er útdeil­ing fjár­muna sam­kvæmt núgild­andi reikni­lík­ani hvorki til þess fallið að tryggja jafn­ræði skól­anna né að fjár­magna alla rekstr­ar­þætti þeirra. Stofn­unin hvetur ráðu­neytið „til að ljúka vinnu við end­ur­skoðun reikni­lík­ans­ins, nýta það til að jafna stöðu skól­anna og tryggja þeim fjár­mögnun sam­kvæmt raun­hæfum áætl­unum og raun­veru­legum launa­kostn­að­i“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent