„Bilið virðist oft ómögulegt að brúa“

Dagskrárstjóri tónlistar í Hörpu segir eðlilegt að það þurfi að borga með menningu. Hörpu hefur verið fært það verkefni að laga markaðsbrest án þess að fá til þess sérstaka styrki.

Melkorka Ólafsdóttir er dagskrárstjóri Tónlistar í Hörpu. Hún segir það ganga misjafnlega vel að standa fyrir „brjálæðislega kostnaðarsömum“ viðburðum. Aðrar leiðir eru þess vegna farnar svo Harpa geti sinnt hlutverki sínu.
Melkorka Ólafsdóttir er dagskrárstjóri Tónlistar í Hörpu. Hún segir það ganga misjafnlega vel að standa fyrir „brjálæðislega kostnaðarsömum“ viðburðum. Aðrar leiðir eru þess vegna farnar svo Harpa geti sinnt hlutverki sínu.
Auglýsing

Það er ástæða til þess að rök­ræða hvort það sé hægt að halda eig­enda­stefnu Hörpu til streitu segir Mel­korka Ólafs­dótt­ir, dag­skrár­stjóri tón­listar í Hörpu. Hún segir bilið í rekstr­inum oft nær ómögu­legt að brúa.

Kjarn­inn ræddi við Mel­korku um dag­skrá Hörpu í sumar og rekstur húss­ins.

Tón­leika- og ráð­stefnu­húsið Harpa er í eigu íslenska rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borgar og um rekstur húss­ins gildir sér­stök eig­enda­stefna. Íslenska ríkið ræður 54 pró­sent hlut og Reykja­vík 46 pró­sent.

Í eig­enda­stefn­unni segir að húsið eigi að bjóða upp á fjöl­breytt úrval við­burða og auka á menn­ing­ar­líf­ið. Kjarn­inn greindi frá því í ágúst í fyrra að frá því að Harpa hóf starf­semi 2011 hefur rekstr­ar­fé­lag hennar tapað 2,5 millj­örðum króna. Til við­bótar hafa ríki og borg greitt fimm millj­arða króna í fjár­magns­kostnað og 500 millj­ónir í rekstr­ar­styrki. Sam­tímis hefur fjöldi tón­leika­gesta í Hörpu marg­fald­ast.

Spurð hvað ráði því hvaða verk­efni Harpa ræðst bein­línis í segir Mel­korka þau verk­efni í raun vera afar fá því Harpa fari ekki í sam­keppni við við­skipta­vini sína. Mark­miðið sé þó alltaf að ljúka verk­efn­unum þannig að þau skili hagn­aði. Það sé hins vegar hlut­verk Hörpu að standa fyrir við­burðum sem aðrir á mark­aði treysti sér ekki til að standa fyr­ir. Harpa eigi að bæta upp fyrir þann mark­aðs­brest.

„Það hafa verið við­burðir eins og ball­ett­sýn­ing­arnar og heim­sóknir stóru erlendu hljóm­sveit­anna eins og Berlín­ar­fíl­harm­on­í­unnar og Gauta­borg­ars­in­fón­í­unn­ar. Það er ein kamm­er­tón­list­ar­há­tíð á ári, Midsum­mer Music, sem Vík­ingur Heiðar stýr­ir. Þetta eru allt við­burðir sem eng­inn annar tón­leika­hald­ari treystir sér í að standa að en þurfa þó að vera í fram­boðs­flór­unni ef við yfir­leitt viljum að hún end­ur­spegli raun­veru­leik­ann og umheim­inn.“

Auglýsing

Mel­korka segir að með til­komu Hörpu hafi opn­ast dyr út í hinn stóra heim og tæki­færi til að kynna hvað sé í gangi fyrir utan land­stein­ana. Jafn­framt sýni erlendar hljóm­sveitir og tón­list­ar­menn gíf­ur­legan áhuga á að spila í Hörpu, Eld­borg sé þegar talin með eft­ir­sótt­ari tón­leika­stöðum í heimi.

„Tón­leika­hald­ar­arnir sem við eigum í mestum við­skiptum við hafa verið mjög öfl­ugir í að flytja inn popptón­list­ar­menn, svo sá bransi rúllar nokkuð vel. En það að flytja inn 100 manna hljóm­sveit er brjál­æð­is­lega kostn­að­ar­samt og flók­ið. Samt þurfum við að finna leiðir til þess að gera það án þess að tapa á því.“

Hvernig hefur það geng­ið?

„Mis­jafn­lega vel. Það er alveg ástæða til þess að rök­ræða það hvort það sé hægt að halda því áfram,“ svarar Mel­korka. „Það eru ýmsar leiðir farnar og færar en það er á hreinu að Harpa þarf aukið fjár­fram­lag til þess að geta við­haldið breidd í tón­leika­fram­boði. Við höfum reynt að horfa til sam­starfs og sam­vinnu, til dæmis með því að styðja við þá sem eru að skipu­leggja tón­leik­araðir og hátíðir sem myndu ann­ars ekki ger­ast, eins og til dæmis Jazzhá­tíð Reykja­vík­ur.“

Tónlistarhúsið Harpa er rekin með tapi. Það þykir erfitt að ná endum saman og standa undir menningarhlutverkinu sem tónlistarhúsinu er ætlað í eigendastefnu.

Til þess að geta fram­fylgt þess­ari eig­enda­stefnu, fær Harpa ein­hvers­konar styrki frá rík­inu eða opin­berum sjóð­um?

„Það er rosa­lega lít­ið. Við höfum verið með nokkra styrkt­ar­að­ila sem hafa verið fyr­ir­tæki. Fyrir San Frans­isco-ball­ett­inn fengum við líka góðan styrk frá mennta­mála­ráðu­neyt­inu, en slíka styrki þarf að sækja fyrir hvert ár,“ segir Mel­korka.

Erlendis er allur gangur á því hvernig styrk­veit­ingar fara fram til menn­ing­ar­stofn­ana. Sums staðar eru heilu mark­aðs­deild­irnar sem hafa það eina hlut­verk að sækja styrki fyrir rekstri tón­list­ar­húsa.

„Það á til dæmis við hjá kol­legum okkar í South Bank Center í London. Þar var mér sagt að fram­lag hins opin­bera væri að minnka og aukast í einka­geir­an­um, en að á sama tíma vilji einka­geir­inn vera minna sýni­legur út á við. Það þykir ekki töff að vera með stóra aug­lýs­inga­borða eða flíka nafn­inu sínu of mik­ið. Heldur koma styrkt­ar­að­il­arnir inn í sköp­un­ar­ferlið eða fá að taka þátt í við­burð­inum á ein­hvern annan hátt. Það breyt­ast aðeins áhersl­urn­ar.“

„Þetta er ein af stóru áskor­unum okk­ar. Af því að eins og allir vita þá er Harpa rekin með tapi. Mér líður þess vegna eins og ég sé að reyna að brúa eitt­hvað bil sem er bara ómögu­legt eins og staðan er í dag,“ segir Mel­korka og bætir við að hér tak­ist á spurn­ingar um hug­sjónir og gildi; hvernig sam­fé­lag viljum við búa í og hvers konar menn­ing­ar­líf viljum við?

„Það er líka spurn­ing hvort það hafi verið vit­laust sett upp að ætla Hörpu að standa undir sér. Að mínu mati er eðli­legt að það þurfi að borga með menn­ingu, það þarf að fjár­festa í henni, okkur öllum til heilla.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent