„Bilið virðist oft ómögulegt að brúa“

Dagskrárstjóri tónlistar í Hörpu segir eðlilegt að það þurfi að borga með menningu. Hörpu hefur verið fært það verkefni að laga markaðsbrest án þess að fá til þess sérstaka styrki.

Melkorka Ólafsdóttir er dagskrárstjóri Tónlistar í Hörpu. Hún segir það ganga misjafnlega vel að standa fyrir „brjálæðislega kostnaðarsömum“ viðburðum. Aðrar leiðir eru þess vegna farnar svo Harpa geti sinnt hlutverki sínu.
Melkorka Ólafsdóttir er dagskrárstjóri Tónlistar í Hörpu. Hún segir það ganga misjafnlega vel að standa fyrir „brjálæðislega kostnaðarsömum“ viðburðum. Aðrar leiðir eru þess vegna farnar svo Harpa geti sinnt hlutverki sínu.
Auglýsing

Það er ástæða til þess að rök­ræða hvort það sé hægt að halda eig­enda­stefnu Hörpu til streitu segir Mel­korka Ólafs­dótt­ir, dag­skrár­stjóri tón­listar í Hörpu. Hún segir bilið í rekstr­inum oft nær ómögu­legt að brúa.

Kjarn­inn ræddi við Mel­korku um dag­skrá Hörpu í sumar og rekstur húss­ins.

Tón­leika- og ráð­stefnu­húsið Harpa er í eigu íslenska rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borgar og um rekstur húss­ins gildir sér­stök eig­enda­stefna. Íslenska ríkið ræður 54 pró­sent hlut og Reykja­vík 46 pró­sent.

Í eig­enda­stefn­unni segir að húsið eigi að bjóða upp á fjöl­breytt úrval við­burða og auka á menn­ing­ar­líf­ið. Kjarn­inn greindi frá því í ágúst í fyrra að frá því að Harpa hóf starf­semi 2011 hefur rekstr­ar­fé­lag hennar tapað 2,5 millj­örðum króna. Til við­bótar hafa ríki og borg greitt fimm millj­arða króna í fjár­magns­kostnað og 500 millj­ónir í rekstr­ar­styrki. Sam­tímis hefur fjöldi tón­leika­gesta í Hörpu marg­fald­ast.

Spurð hvað ráði því hvaða verk­efni Harpa ræðst bein­línis í segir Mel­korka þau verk­efni í raun vera afar fá því Harpa fari ekki í sam­keppni við við­skipta­vini sína. Mark­miðið sé þó alltaf að ljúka verk­efn­unum þannig að þau skili hagn­aði. Það sé hins vegar hlut­verk Hörpu að standa fyrir við­burðum sem aðrir á mark­aði treysti sér ekki til að standa fyr­ir. Harpa eigi að bæta upp fyrir þann mark­aðs­brest.

„Það hafa verið við­burðir eins og ball­ett­sýn­ing­arnar og heim­sóknir stóru erlendu hljóm­sveit­anna eins og Berlín­ar­fíl­harm­on­í­unnar og Gauta­borg­ars­in­fón­í­unn­ar. Það er ein kamm­er­tón­list­ar­há­tíð á ári, Midsum­mer Music, sem Vík­ingur Heiðar stýr­ir. Þetta eru allt við­burðir sem eng­inn annar tón­leika­hald­ari treystir sér í að standa að en þurfa þó að vera í fram­boðs­flór­unni ef við yfir­leitt viljum að hún end­ur­spegli raun­veru­leik­ann og umheim­inn.“

Auglýsing

Mel­korka segir að með til­komu Hörpu hafi opn­ast dyr út í hinn stóra heim og tæki­færi til að kynna hvað sé í gangi fyrir utan land­stein­ana. Jafn­framt sýni erlendar hljóm­sveitir og tón­list­ar­menn gíf­ur­legan áhuga á að spila í Hörpu, Eld­borg sé þegar talin með eft­ir­sótt­ari tón­leika­stöðum í heimi.

„Tón­leika­hald­ar­arnir sem við eigum í mestum við­skiptum við hafa verið mjög öfl­ugir í að flytja inn popptón­list­ar­menn, svo sá bransi rúllar nokkuð vel. En það að flytja inn 100 manna hljóm­sveit er brjál­æð­is­lega kostn­að­ar­samt og flók­ið. Samt þurfum við að finna leiðir til þess að gera það án þess að tapa á því.“

Hvernig hefur það geng­ið?

„Mis­jafn­lega vel. Það er alveg ástæða til þess að rök­ræða það hvort það sé hægt að halda því áfram,“ svarar Mel­korka. „Það eru ýmsar leiðir farnar og færar en það er á hreinu að Harpa þarf aukið fjár­fram­lag til þess að geta við­haldið breidd í tón­leika­fram­boði. Við höfum reynt að horfa til sam­starfs og sam­vinnu, til dæmis með því að styðja við þá sem eru að skipu­leggja tón­leik­araðir og hátíðir sem myndu ann­ars ekki ger­ast, eins og til dæmis Jazzhá­tíð Reykja­vík­ur.“

Tónlistarhúsið Harpa er rekin með tapi. Það þykir erfitt að ná endum saman og standa undir menningarhlutverkinu sem tónlistarhúsinu er ætlað í eigendastefnu.

Til þess að geta fram­fylgt þess­ari eig­enda­stefnu, fær Harpa ein­hvers­konar styrki frá rík­inu eða opin­berum sjóð­um?

„Það er rosa­lega lít­ið. Við höfum verið með nokkra styrkt­ar­að­ila sem hafa verið fyr­ir­tæki. Fyrir San Frans­isco-ball­ett­inn fengum við líka góðan styrk frá mennta­mála­ráðu­neyt­inu, en slíka styrki þarf að sækja fyrir hvert ár,“ segir Mel­korka.

Erlendis er allur gangur á því hvernig styrk­veit­ingar fara fram til menn­ing­ar­stofn­ana. Sums staðar eru heilu mark­aðs­deild­irnar sem hafa það eina hlut­verk að sækja styrki fyrir rekstri tón­list­ar­húsa.

„Það á til dæmis við hjá kol­legum okkar í South Bank Center í London. Þar var mér sagt að fram­lag hins opin­bera væri að minnka og aukast í einka­geir­an­um, en að á sama tíma vilji einka­geir­inn vera minna sýni­legur út á við. Það þykir ekki töff að vera með stóra aug­lýs­inga­borða eða flíka nafn­inu sínu of mik­ið. Heldur koma styrkt­ar­að­il­arnir inn í sköp­un­ar­ferlið eða fá að taka þátt í við­burð­inum á ein­hvern annan hátt. Það breyt­ast aðeins áhersl­urn­ar.“

„Þetta er ein af stóru áskor­unum okk­ar. Af því að eins og allir vita þá er Harpa rekin með tapi. Mér líður þess vegna eins og ég sé að reyna að brúa eitt­hvað bil sem er bara ómögu­legt eins og staðan er í dag,“ segir Mel­korka og bætir við að hér tak­ist á spurn­ingar um hug­sjónir og gildi; hvernig sam­fé­lag viljum við búa í og hvers konar menn­ing­ar­líf viljum við?

„Það er líka spurn­ing hvort það hafi verið vit­laust sett upp að ætla Hörpu að standa undir sér. Að mínu mati er eðli­legt að það þurfi að borga með menn­ingu, það þarf að fjár­festa í henni, okkur öllum til heilla.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent