Harpa heldur áfram að tapa

Frá því að Harpa hóf starfsemi hefur rekstrarfélag hennar tapað 2,5 milljörðum króna. Til viðbótar hafa ríki og borg greitt fimm milljarða króna í fjármagnskostnað og 500 milljónir í rekstrarstyrki.

Harpa hóf starfsemi árið 2011.
Harpa hóf starfsemi árið 2011.
Auglýsing

Harpa tón­list­ar- og ráð­stefnu­hús ohf., sem er rekstr­ar­fé­lag Hörpu, hefur sam­tals tapað 2.564 millj­ónum króna frá byrjun árs 2011 og fram að síð­ustu ára­mót­um. Tapið í fyrra nam 443 millj­ónum króna. Þá er búið að taka til­lit til sér­staks fram­lags sem ríki og Reykja­vík­ur­borg, eig­endur Hörpu greiða ann­ars vegar vegna fjár­mögn­unar á fast­eign­inni sjálfri og hins vegar vegna fram­lags til rekstrar Hörpu. Frá árinu 2011 hefur fram­lag vegna fjár­mögn­unar kostn­aðar við bygg­ingu Hörpu numið 4.926 millj­ónum króna. Þær greiðslur munu standa yfir til árs­ins 2046 og aukast í krónum talið ár frá ári. 

Til við­bótar ákváðu eig­endur Hörpu að greiða rekstr­ar­fram­lag vegna hennar frá byrjun árs 2013 og út þetta ár, 2016. Sam­tals hefur fram­lag eig­end­anna til rekstrar Hörpu numið 510 millj­ónum króna á þeim þremur árum tíma­bils­ins sem liðin eru. 

Sam­an­lagt nemur því tap Hörpu, fram­lög ríkis og borgar vegna skulda hennar og rekstr­ar­fram­lag ríkis og borgar því sléttum átta millj­örðum króna frá byrjun árs 2011.

Auglýsing

Tóku yfir Hörpu 2009

Íslenska ríkið og Reykja­vík­ur­borg sam­þykktu að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009. Þá höfðu fram­kvæmdir við bygg­ingu húss­ins, sem Eign­ar­halds­fé­lag­ið Portus stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Portus og dótt­ur­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­banka Íslands og Nýsis, fóru í þrot.  

Eftir yfir­töku ríkis og borgar á verk­efn­inu, sem var gerð þegar Katrín Jak­obs­dóttir var mennta­mála­ráð­herra og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir borg­ar­stjóri í Reykja­vík, var tekið sam­banka­lán hjá íslensku bönk­unum til að fjár­magna yfir­tök­una. Í skrif­legu svari Katrínar Jak­obs­dóttur við fyr­ir­spurn þing­manns­ins Marðar Árna­sonar um Hörpu, sem birt var í mars 2011, kom mjög skýrt fram að ekki ætti að setja meira fé en þar var umsamið í Hörpu.

Þar sagði orð­rétt að „for­sendur fyrir yfir­töku verk­efn­is­ins voru þær að ekki þyrftu að koma til önnur fram­lög frá ríki og borg en gert var ráð fyrir í samn­ingi Aust­ur­hafn­ar-TR og Portusar frá 9. mars 2006".

Íslenska ríkið á 54 pró­sent í Hörpu en Reykja­vík­ur­borg 46 pró­sent hlut.

Umfangs­mikil skulda­bréfa­út­gáfa

Í lok árs 2011 leit­uðu for­svars­menn Hörpu­-­sam­stæð­unnar til eig­enda sinna eftir brú­ar­láni, þar sem upp­haf­legt sam­banka­lán dugði ekki fyrir stofn­kostn­aði. Lánið átti að end­ur­greið­ast þegar Harpa gæfi út skulda­bréfa­flokk, og í síð­asta lagi í des­em­ber 2012. Lands­bank­inn, sem var langstærsti lán­veit­and­inn í sam­banka­lán­inu, fékk umsjón með skulda­bréfa­út­boð­inu og sölu­tryggði það.

Skulda­bréfa­út­gáfan var upp á 19,5 millj­arða króna og ber 3,55 pró­sent verð­tryggða vexti. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Hörpu voru skuldir vegna útgáf­unnar 19,7 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Skulda­bréfin eru tryggð með veði í fram­lagi ríki og borg­ar, fyrsta veð­rétti í Hörpu auk hand­veð­réttar í bankainn­stæðum félags­ins.

Rekstr­ar­tekjur meira en tvö­fald­ast

Rekstur Hörpu hefur batnað mikið síð­ustu ár ef horft er til aukn­ingar á rekstr­ar­tekj­um. Árið 2011 voru þær 482 millj­ónir króna en í fyrra voru rekstr­ar­tekj­urnar 1.066 millj­ónir króna. Þær hafa því meira en tvö­fald­ast á fimm árum og hækkað ár frá ári.

Rekstr­ar­gjöld hafa að sama skapi vax­ið. Árið 2012 voru þau um 1.229 millj­ónir króna. Í fyrra voru þau 1.349 millj­ónir króna.

Skuld­ir rekstr­ar­fé­lags Hörpu voru 20,3 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Þær eru aðal­lega ofan­greindur skulda­bréfa­flokkur sem byrjað var að greiða af í maí 2013. Síð­asti gjald­dagi hans er 15. febr­úar 2046.

Eig­endur Hörpu greiða afborg­anir vegna skulda­bréfa­flokks­ins. Áætluð heild­ar­greiðsla láns­ins með vöxtum og verð­bótum er 1.067 millj­ónir króna á árinu 2016. Til við­bótar greiðir ríki og borg fram­lag til rekstrar Hörpu á árunum 2013 til 2016. Árið 2014 var það fram­lag 168 millj­ónir króna en í fyrra var það 170 millj­ónir króna. Árið 2013 var það 172 millj­ónir króna.

Eiga inni fast­eigna­gjöld

Einn helsti óvissu­þátt­ur­inn í rekstri Hörpu und­an­farin ár hefur snú­ist um greiðslu fast­eigna­gjalda. Í maí 2011 var Harpan tekin í not­k­un. Í sama mán­uði til­­kynnti Þjóð­­skrá Íslands rekstr­ar­fé­lagi Hörpu um að fast­­eigna­­mat tón­list­­ar- og ráð­­stefn­u­hús­s­ins væri reiknað 17 millj­­arðar króna, og var þar miðað við ­bygg­ing­ar­kostn­að þess. Það mat gerði það að verkum að fast­­eigna­­gjöld sem Harpa þurfti að greiða Reykja­vík­­­ur­­borg voru 355 millj­­ónir króna vegna þess árs. Árið 2012 úrskurð­aði yfir­fast­eigna­mats­nefnd að rekstr­ar­fé­lag Hörpu ætti að greiða þá upp­hæð í slík gjöld vegna þess árs. Síðan hefur félag­inu verið gert að greiða sam­bæri­lega upp­hæð á ári í slík gjöld.

Harpa vildi ekki una nið­ur­stöð­unni, og skaut henni til dóm­stóla, enda ljóst að þorri rekstr­ar­tekna Hörpu fyrstu árin myndi renna ein­vörð­ungu til greiðslu fast­eigna­gjalda. Það sem gerði stöð­una enn sér­kenni­legri er að fast­eigna­gjöldin greið­ast til Reykja­vík­ur­borg­ar, ann­ars eig­anda Hörpu.

Í maí í fyrra hafn­aði hér­aðs­dómur Reykja­víkur kröfu Hörpu um að úrskurður yfir­fast­eigna­mats­nefndar yrði ógild­ur. Hall­dór Guð­munds­son, for­stjóri Hörpu, sagði við Kjarn­ann við það til­efni að álagn­ingin væri mjög órétt­lát. „Það er alveg jafn ljóst nú og var áður, þótt veltan hjá Hörpu hafi auk­ist mik­ið, að þessi rekstur stendur ekki undir þessum álög­­um.“

Í febr­úar 2016 ógilti Hæsti­réttur Íslands síðan mat­ið. Það leiddi til þess að fast­eigna­skattar Hörpu vegna árs­ins 2015 lækk­uðu umtals­vert á milli ára. Þeir voru 366 millj­ónir króna árið 2014 en 135 millj­ónir króna árið 2015. Dómur Hæsta­réttar var auk þess aft­ur­virkur og nær aftur til árs­ins 2011. í árs­reikn­ingi Hörpu segir að of snemmt sé að segja til hversu háar þær fjár­hæðir sem muni skila sér aftur til Hörpu verði en lík­legt sé að heild­ar­á­hrifin verði að minnsta kosti 950 millj­ónir króna án vaxta. „Ein­ungis er búið að færa áhrifin vegna árs­ins 2015 í efna­hags­reikn­ing, en þau nemur 242 millj­ónum króna. Í ljósi þess­arar stöðu er það mat stjórn­enda að sam­stæðan geti staðið við allar sínar skuld­bind­ingar sem falla til næstu 12 mán­uði. Ef mat stjórn­enda gengur ekki eftir ríkir veru­legur vafi um rekstr­ar­hæfi sam­stæð­unn­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None