#neytendamál

Ólafur Arnarson rekinn frá Neytendasamtökunum

Stjórn Neytendasamtakanna lýsti yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna 6. maí síðastliðinn og hefur hann nú verið rekinn.

Stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna hefur sagt upp ráðn­ing­ar­samn­ingi Ólafs Arn­ar­son­ar, for­mann sam­tak­anna, sem fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna. Þetta var gert fyrir nokkrum vik­um. Stjórnin sam­þykkti van­traust á Ólaf 6. maí síð­ast­lið­inn en hann ætlar að sitja áfram sem for­mað­ur.RÚV greindi frá mál­inu áðan, og nefnir meðal ann­ars að laun Ólafs hafi verið hækkuð um 50 pró­sent og fjár­út­lát sem hann stóð fyr­ir, meðal ann­ars vegna bif­reiðar sem hann hafði til umráða, hafi ekki verið sam­þykkt af stjórn­inn­i. Ólafur hafnar þessu alfarið í sam­tali við RÚV. 
„Þetta er alrangt. Ég tók enga ákvörðun um mín laun. Stjórnin ákvað að fela hópi sem í sátu gjald­keri sam­tak­anna og tveir utan­að­kom­andi aðil­ar, einn eldri stjórn­ar­maður og einn utanaða­kom­andi sér­fræð­ingur á þessu sviði. Ég hafði ekk­ert með þetta að gera, sá raunar aldrei þessa til­lögu fyrr en eftir að ég hafði skrifað undir ráðn­ing­ar­samn­ing,“ segir Ólafur í sam­tali við frétta­stofu RÚV.

Ásamt Ólafi sitja í stjórn­inniÁsa Stein­unn Atla­dótt­ir, rit­ari, Gunnar Alex­ander Ólafs­son, gjald­ker­i, Stella Hrönn Jóhanns­dótt­ir, Björn Þór Karls­son, Dom­in­ique Plé­del Jóns­son, Fríða Vala Ásbjörns­dótt­ir, Guðni Gunn­ars­son, Katrín Þor­valds­dótt­ir, Ragnar Unn­ars­son, Sig­urður Más­son, Stefán Hrafn Jóns­son, og Þórey S. Þór­is­dótt­ir.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Hrafn Jónsson
500.000 króna fíllinn í herberginu
25. maí 2017 kl. 10:00
May krefst skýringa frá Trump á leka leyniþjónustunnar
Myndir og gögn sem tengjast sprengjuárásinni í Manchester láku frá leyniþjónustuaðilum Bandaríkjanna.
25. maí 2017 kl. 9:00
Sigmundur Davíð segir fyrrverandi formenn hafa farið gegn sér
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við stöðu Framsóknarflokksins.
25. maí 2017 kl. 8:00
Haukur Guðmundsson skipaður ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu
24. maí 2017 kl. 20:18
Bjarni Jónsson
Lokun Fossvogskirkju kemur ekki til greina
24. maí 2017 kl. 17:00
Sigmundur Davíð boðar stofnun Framfarafélagsins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hópur Framsóknarmanna og aðrir stofnuðu Framfarafélagið á fæðingardegi Jónasar frá Hriflu. Félagið á að vera vettvangur til að stuða að framförum á öllum sviðum samfélagsins.
24. maí 2017 kl. 16:56
Innrás Costco gott „spark í rassinn“ á íslenskri verslun
Costco mun ekki éta íslenskan verslunarmarkað með húð og hári, en líklegt er að íslensk verslunarfyrirtæki bregðist við innkomu þess með betri þjónustu og meiri fjölbreytni.
24. maí 2017 kl. 15:00
Aðgerðarhópur í húsnæðismálum vinnur að fjórtán aðgerðum
Búist er við því að aðgerðaáætlun til að taka á neyðarástandi á húsnæðismarkaði verði kynnt í þessari viku eða þeirri næstu. Ríkið mun selja sveitarfélögum lóðir til íbúðaruppbyggingar til að mæta ástandinu.
24. maí 2017 kl. 13:00
Meira úr sama flokkiInnlent