#neytendamál

Ólafur Arnarson rekinn frá Neytendasamtökunum

Stjórn Neytendasamtakanna lýsti yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna 6. maí síðastliðinn og hefur hann nú verið rekinn.

Stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna hefur sagt upp ráðn­ing­ar­samn­ingi Ólafs Arn­ar­son­ar, for­mann sam­tak­anna, sem fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna. Þetta var gert fyrir nokkrum vik­um. Stjórnin sam­þykkti van­traust á Ólaf 6. maí síð­ast­lið­inn en hann ætlar að sitja áfram sem for­mað­ur.RÚV greindi frá mál­inu áðan, og nefnir meðal ann­ars að laun Ólafs hafi verið hækkuð um 50 pró­sent og fjár­út­lát sem hann stóð fyr­ir, meðal ann­ars vegna bif­reiðar sem hann hafði til umráða, hafi ekki verið sam­þykkt af stjórn­inn­i. Ólafur hafnar þessu alfarið í sam­tali við RÚV. 
„Þetta er alrangt. Ég tók enga ákvörðun um mín laun. Stjórnin ákvað að fela hópi sem í sátu gjald­keri sam­tak­anna og tveir utan­að­kom­andi aðil­ar, einn eldri stjórn­ar­maður og einn utanaða­kom­andi sér­fræð­ingur á þessu sviði. Ég hafði ekk­ert með þetta að gera, sá raunar aldrei þessa til­lögu fyrr en eftir að ég hafði skrifað undir ráðn­ing­ar­samn­ing,“ segir Ólafur í sam­tali við frétta­stofu RÚV.

Ásamt Ólafi sitja í stjórn­inniÁsa Stein­unn Atla­dótt­ir, rit­ari, Gunnar Alex­ander Ólafs­son, gjald­ker­i, Stella Hrönn Jóhanns­dótt­ir, Björn Þór Karls­son, Dom­in­ique Plé­del Jóns­son, Fríða Vala Ásbjörns­dótt­ir, Guðni Gunn­ars­son, Katrín Þor­valds­dótt­ir, Ragnar Unn­ars­son, Sig­urður Más­son, Stefán Hrafn Jóns­son, og Þórey S. Þór­is­dótt­ir.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent