Íslenskur vinnumarkaður telur nú tæplega 200 þúsund manns, eða nánar tiltekið 199 þúsund og 300, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands frá því í síðasta mánuði. Atvinnuleysi mælist 3,2 prósent sem er með allra lægsta móti, og flestir hagvísar sýna mikinn gang í hagkerfinu. Hagvöxtur var 7,2 prósent í fyrra og útlit fyrir að hann verði einnig mikill á þessu ári.
Á aldrinum 16 til 74 ára er nú 239 þúsund og sex hundruð manns og því ríflega 40 þúsund manns utan vinnumarkaðar á þessum aldri.
Auglýsing
Starfandi á vinnumarkaði nú eru 103.700 karlar og 89.200 konur. Samtals eru nú 6.400 atvinnulausir, 3.600 karlar og 2.800 konur.