Trump hefur skipað Christopher Wray sem nýjan formann Alríkisrögreglu Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti forseti bandaríkjanna fyrr í dag á twitter.
Wray þykir öruggt val, en hann var aðstoðarríkissaksóknari undir George W. Bush. Donald Trump rak James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, eftir að hafa fengið minnisblað í hendur frá dómsmálaráðuneyti Jeff Sessions, þar sem mælt var með því að hann yrði látinn fara.
Washington Post greindi síðar frá því, að í minnisblaði Comey, af fundi hans með Trump, 14. febrúar á þessu ári, kæmi fram að Trump hafi beðið hann um að hætta rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn, og tengslum hans við Rússland, en hann hætti störfum eftir 20 daga í embætti, 13. febrúar.
James Comey mun koma fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings og gefa skýrslu síðdegis á morgun, m.a. um samskipti sín við Trump.