Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur í samstarfi við Vegagerðina hafið framkvæmd á uppbyggingu 34 salerna á 15 stöðum víðs vegar um landið. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.
Samstarf ráðuneytisins og Vegagerðarinnar kom til í framhaldi ábendingar frá Stjórnstöð ferðamála fyrr á þessu ári. Þar skilgreindi hún bætt aðgengi ferðamanna að salernum á landsbyggðinni sem eitt af brýnum forgangsverkefnum fyrir árið 2017. Meðal annarra forgangsverkefna eru úrbætur í öryggismálum ferðamanna og aukin landvarsla, en ráðuneytið tilgreinir að þau séu öll komin til framkvæmda eða í öruggu ferli.
Áætlaður kostnaður eru 90 milljónir króna og stendur ráðuneytið straum af honum öllum, en ráðherra ferðamála lagði áherslu á að verkefni yrði klárað.