Danska fyrirtækið Swipp, sem Reiknistofa bankanna hóf samstarf við fyrir helgi, var tekið í slitameðferð í fyrra. Til stendur að þjónustan yrði sett í gang í haust.
Vísir greindi frá samstarfi við Swipp síðasta fimmtudag, en markmið þess var að innleiða nýja lausn fyrir farsímagreiðslur hér á landi. Í fréttinni segir að með lausninni sé viðskiptavinum gert kleift að greiða í verslunum, millifæra og innheimta greiðslur með notkun símans. Haft var eftir Friðriki Þór Snorrasyni, forstjóra RB, þar sem hann sagði samstarfið við Swipp hafa gengið „vonum framar“. Einnig var tekið viðtal við Martin Andersen, forstjóra Swipp, þar sem hann sagði tæknina eiga fullt erindi inn á aðra markaði.
Auglýsing