Í kjölfar fréttar sem birtist á Kjarnanum þann 26. Júní hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna beðið að koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri:
„Lífeyrissjóður verzlunarmanna gerir verulegar athugasemdir við greinina og efnistök hennar.  Fyrirsögn greinarinnar felur í sér rangfærslur.  Lífeyrissjóðurinn  mótmælir því eindregið að á nokkurn hátt sé tekin óeðlileg áhætta í erlendum fjárfestingum sjóðsins, þvert á móti: Allt frá upphafi erlendra fjárfestinga hefur Lífeyrissjóður verzlunarmanna lagt alla áherslu á öryggi og áhættudreifingu fjárfestinganna. Þar er um að ræða sjóði þar sem fjöldi undirliggjandi félaga er talinn í þúsundum, auk þess sem stærstu og þekktustu eignastýringarfyrirtæki heims annast rekstur viðkomandi hlutabréfasjóða.  Það hefur skilað sér í góðum árangri og afkomu af þessu eignasafni.“
 
				
 
              
          
 
              
          



