Hlutur eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance Management í Högum er orðinn meiri 5%. Þetta kemur fram í flöggun hjá Kauphöllinni.
Eaton Vance sér um eignastýringu bandarískra sjóða, en fyrirtækið er meðal stærri eigenda aflandskrónueigna. Umræddir sjóðir í stýringu Eaton Vance hafa verið áberandi á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. Til að mynda var greint frá því á Vísi fyrr í ár að umræddir sjóðir hafi orðið meðal stærstu hluthafa í átta félögum í Kauphöllinni og að markaðsvirði þess eignarhlutar næmi um tíu milljörðum króna.
Auglýsing
- Global Opportunities Portfolio
- Global Macro Portfolio
- Global Macro Absolute Return Advantage Portfolio
- JNL/Eaton Vance Global Macro Absolute Return Advantage Fund
- Pacific: IGPACSEL/Pacific Select Fund Global Absolute Return Fund
- PF Global Absolute Return Fund
Í dag birtist svo flöggun frá Kauphöllinni þar sem sjóðir í stýringu Eaton Vance Management hafi farið yfir 5% eignarhlut í Högum þann 19. Júní síðastliðinn.