Eignarstýringafyrirtækið Eaton Vance Management hefur keypt stóran eignarhlut í Símanum og á nú 6,58% eignarhlut. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Kauphallarinnar.
Kjarninn fjallaði um aukinn hlut Eaton Vance í Högum í gær, en samkvæmt tilkynningu eru sjóðir í stýringu fyrirtækisins eignuðust orðnir 5,12% eigendur í fyrirtækinu. Umræddir sjóðir eru meðal stærstu aflandskrónueigendanna, en þeir hafa orðið umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum.
Í kjölfar fjárfestingahreyfinga síðustu mánaða eru þeir nú orðnir meðal stærstu eigenda meirihluta skráðra félaga Kauphöllinni. Stærstur er hlutur sjóðanna í Vís, en hann er 8,7%.
Í flöggun sem birtist á vef Kauphallarinnar í gær kemur svo fram að eignarhlutur sjóðsstýringafyrirtækisins hafi stækkað úr 4,46% upp í 6,58% þann 28. júní. Með breytingunni er Eaton Vance orðinn stærri hluthafi en lífeyrissjóðirnir Stefnir og Stapi.
Markaðsvirði Símans eru rúmir 39 milljarðar íslenskra króna, en virði hlutabréfa félagsins hafa hækkað nokkuð það sem af er árs.