Erlendar eignir lífeyrissjóðanna drógust saman um 27 milljarða í maímánuð, samkvæmt nýrri birtingu hagtalna á vef Seðlabankans.
Heildareignir lífeyrissjóðanna námu 3.633 milljarða i lok maí, en það er um 28 milljarða lægri en í lok apríl. Innlendu eignirnar hreyfðust lítið, eða um 400 milljónir. Hins vegar minnkuðu erlendar eignir sjóðanna úr 789 milljarða niður í 761 milljarð, eða um 27 milljarða.
Á mynd fyrir neðan sést hvernig erlendar eignir lífeyrissjóðanna hafa lækkað frá afléttingu hafta í mars síðastliðnum.
Kjarninn birti nýlega viðtal við Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, en þar sagði hann að það komi vel til greina að grípa til aðgerða við að þrýsta íslenskum lífeyrissjóðum í frekari erlendar fjárfestar ef þeir hreyfi sig ekki sjálfir í þá átt. Enn fremur sagði hann það vera skynsamlegt fyrir þá að fara í meiri fjárfestingar erlendis út frá áhættudreifingarsjónarmiði.