Donald Trump Bandaríkjaforseti stóð með höndina útrétta þegar hann ætlaði að taka í höndina á Agata Kornhauser-Duda, forsetafrú Póllands, en hún gekk vísvitandi framhjá honum og heilsaði frekar forsetafrúnni.
Trump er nú kominn til Hamborgar þar sem hann situr leiðtogaráðstefnu G20-ríkjanna. Hann hittir Vladimír Pútín eftir hádegið í dag.
Trump og Melania Trump, eiginkona forsetans, voru í heimsókn í Póllandi, þegar atvikið átti sér stað, en þau fara svo á fund G-20-ríkja sem fer fram í Hamborg í Þýskalandi um helgina.
Trump heilsaði Andrzej Duda, forseta Póllands, og ætlaði því næst að taka í hönd Kornhauser-Duda. Þau heilsuðust ekki fyrr en pólska forsetafrúin var búin að heilsa Melaniu, og tala við hana um stund.
Atvikið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.