Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir í samtali við Kjarnann að kaup sjóðsins á hlutum í eigu Stefnis hafi verið vegna breytinga á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða.
Kjarninn greindi frá því fyrr í dag að Frjálsi hafi tekið tíu milljarða úr stýringu frá lífeyrissjóðnum Stefni fyrr í vikunni. Við það hafi stærsti hlutabréfasjóður landsins, Stefnir ÍS 15, lækkað um fjórðung. Alls náðu kaupin til eignahluta í 10 skráðum félögum í Kauphöllinni.
Þann 1. Júlí síðastliðinn tóku í gildi ný lög um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Með þeim er lífeyrissjóðum gefið aukið svigrúm til fjárfestinga í skráðum og óskráðum bréfum auk skuldabréfa. Einnig gerir lagasetningin þeim kleift að taka þátt í viðskiptum á lánamarkaði með verðbréf.
Arnaldur segir að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi leyst um 10 milljarða króna úr hlutabréfasjóðnum Stefnis vegna umræddra lagabreytinga. Á móti innlausn afhentu báðir hlutabréfasjóðir Stefnis Frjálsa reiðufé og undirliggjandi verðbréf.