Héraðsdómur Reykjavíkur felldi niður sektir Seðlabankans til félaganna P153 og Rasks ehf. Þetta kom fram í úrskurði tveggja dóma, sem lesa má hér og hér.
Rask ehf. Er í eigu Bakkavarabræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar, en P153 ehf. er í eigu félagsins Nornes AS. voru lagðar á fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Samkvæmt frétt RÚV má rekja málið til nauðasamninga Klakka ehf, sem gerðir voru árið 2010. Samkvæmt samningunum áttu kröfuhafar að fá greiðslur í formi nýs hlutafjár og í íslenskum krónum eftir því sem til var af lausu fé.
Í samningsskilmálunum var þess sérstaklega getið að Klakki ætti að leggja féð inn á vörslureikning á Íslandi ef greiðslur til kröfuhafa væru óheimilar vegna gjaldeyrishafta.
Seðlabankinn hóf rannsókn á málinu í febrúar 2015, en rúmu ári síðar ákvað hann svo að sekta bæði félögin vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Ein forsenda þeirrar sektar hafi verið sú að brot félaganna tveggja hafi valdið „alvarlegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum“ en samkvæmt dómsúrskurði voru ekki færð næg rök fyrir því.
Í tilfelli Rasks ber íslenska ríkið að greiða stefnendum sektina tilbaka að viðbættum þremur milljónum króna auk dráttarvaxta. Ríkinu ber einnig að greiða sekt til P153 að viðbættri einni milljón og dráttarvöxtum, samkvæmt dómsúrskurðum.