Súrt tap Íslands gegn Frakklandi

Íslenska landsliðið tapaði fyrir því franska í fyrsta leik Íslands á EM 2017 í knattspyrnu.

Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttu við Amandine Henry í leiknum.
Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttu við Amandine Henry í leiknum.
Auglýsing

Ísland tap­aði gegn Frakk­landi í fyrsta leik íslenska liðs­ins á Evr­ópu­mót­inu 2017 í knatt­spyrnu sem fram fer í Hollandi. Frakk­land fékk víta­spyrnu á loka mín­útum leiks­ins og vann leik­inn 1-0. Eugénie Le Sommer skor­aði mark Frakk­lands.

Aust­ur­ríki vann Sviss í fyrri leik rið­ils­ins í dag, einnig 1-0. Aust­ur­ríki og Frakk­land eru þess vegna jöfn í efsta sæti rið­ils­ins með þrjú stig hvort. Ísland og Sviss eru jöfn í þriðja sæti með ekk­ert stig.

Íslenska liðið varð­ist gríð­ar­lega vel allan leik­inn en fékk dæmt á sig víta­spyrnu þegar 85 mín­útur voru liðnar af leikn­um. Dóm­ur­inn var súr enda hafði dóm­ar­inn ekki dæmt víta­spyrnu Íslandi í vil fyrr í leikn­um, þó það hafi sést alla leið til Íslands að þar hefði átt að flauta.

Auglýsing

Frönsku kon­urnar voru mun meira með bolt­ann í leikn­um, en þær íslensku áttu hverja tæk­ling­una á fætur ann­ari og náðu að halda skyttum franska liðs­ins fyrir utan teig­inn.

Ísland mætir Sviss næst á laug­ar­dag­inn. Leik­irnir gegn Sviss og Aust­ur­ríki verða hreinir úrslita­leikir fyrir Ísland sem þarf að fá öll þau stig sem hægt er til þess að geta tryggt sér miða í útslátt­ar­keppni Evr­ópu­móts­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent