Trump átti annan fund með Pútín, án þess að segja frá því

Pútín og Trump áttu kvöldverðarfund í einkasamkvæmi í Hamborg fyrir rúmri viku. Bandaríkin eiga engin gögn um fundinn.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittust líka á óformlegum fundi í Hamborg, að því er kemur fram í The New York Times.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittust líka á óformlegum fundi í Hamborg, að því er kemur fram í The New York Times.
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, og Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, áttu annan og mun per­sónu­legri fund í Ham­borg á dög­unum þegar G20-ráð­stefnan fór þar fram. Banda­rísk stjórn­völd eiga engar skrár um fund­inn og þar til í kvöld, hafði ekki verið sagt frá hon­um.

Banda­ríska dag­blaðið The New York Times greinir frá þessu á vef sínum.

For­set­arnir tveir sátu tveir saman til borðs í einka­kvöld­verði G20-­leið­tog­anna á ráð­stefn­unni í um klukku­stund. Fyrr sama dag höfðu Trump og Pútín fundað saman opin­ber­lega í rúm­lega tvær klukku­stund­ir.

Auglýsing

Opin­beri fund­ur­inn hafði aðeins verið skipu­lagður í 30 mín­útur en þar ræddu Pútín og Trump, ásamt utan­rík­is­ráð­herrum sín­um, um meintar til­raunir stjórn­valda í Kreml til að hafa áhrif á for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum síð­asta vet­ur, auk ann­arra mála.

Pútín er sagður hafa þver­tekið fyrir að hafa komið með nokkrum hætti að svindli í banda­rísku kosn­ing­un­um.

Sam­kvæmt heim­ildum The New York Times sætti návígi Trumps og Pútíns furðu meðal ann­ara leið­toga sem sóttu sama kvöld­verð­ar­boð. Leið­tog­arnir eru sagðir hafa haft orð á því í einka­sam­tölum hversu furðu­legt það væri að for­seti Banda­ríkj­anna myndi láta svo mikið bera á sam­tali sínu við starfs­bróður sinn frá Rúss­landi.

Haft er eftir Ian Bremmer, for­seta Eurasia Group, að hann hafi heyrt það beint frá við­stöddum að „öllum hafi fund­ist þetta mjög skrít­ið, að hér væri for­seti Banda­ríkj­anna, sem vill greini­lega sýna að hann eigi í betri sam­skiptum við Pútín en nokkur ann­ar, eða þá að honum sé bara alveg sama“.

Bremmer segir aðra leið­toga í kvöld­verð­ar­boð­inu hafa verið brugðið í brún og verið óviss um hvað þetta ætti að þýða.

Hvíta húsið hefur ekki svarað fyr­ir­spurnum The New York Times um hvað sam­tal Trumps og Pútíns fól í sér. Einn yfir­maður í Hvíta hús­inu stað­festi þó að það hefði átt sér stað.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent