Bretar ætla að banna nýja bensín- og dísilbíla

Bresk stjórnvöld hyggjast taka loftgæði í Bretlandi föstum tökum.

Bretar mega ekki kaupa nýja bensínbíla eða dísilbíla eftir árið 2040 ef stefna stjórnvalda gengur í gildi.
Bretar mega ekki kaupa nýja bensínbíla eða dísilbíla eftir árið 2040 ef stefna stjórnvalda gengur í gildi.
Auglýsing

Bresk stjórn­völd hyggj­ast banna sölu allra nýrra bens­ín- og dísil­bíla frá árinu 2040 í von um að það muni bæta loft­gæði í breskum borgum og í nágrenni vega.

Sér­stakri áætlun verður fylgt til þess að bæta loft­gæði í Bret­landi enda er sam­fé­lags­legur kostn­aður tal­inn gríð­ar­legur vegna slæmra loft­gæða sem hafa áhrif á heilsu fólks. Talið er að töpuð fram­leiðni sam­fé­lags­ins í Bret­landi nemi um 2,7 millj­örðum punda á ári vegna meng­un­ar. Slæm loft­gæði eru jafn­framt ein helsta umhverf­is­hættan sem veldur heilsutjóni hjá fólki.

Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef breska dag­blaðs­ins The Guar­di­an. Víða í Bret­landi hafa loft­gæði ítrekað mælst verri en staðlar Evr­ópu­sam­bands­ins leyfa

Auglýsing

Í til­kynn­ingu sögð­ust bresk stjórn­völd vera stað­ráðin í að taka til hend­inni í þessum mála­flokki og ná árangri á sem skemmstum tíma. Sveit­ar­fé­lög í Bret­landi munu hljóta sam­tals þrjá millj­arða í fjár­fram­lög til þess að mæta kostn­aði sem fylgir loft­gæða­á­ætl­un­inni.

Til greina kemur að skil­greina sér­stök „hrein­lofts­svæði“ þar sem bíl­stjórar eru rukk­aðir ef þeir aka meng­andi bíl­um. Slíkt er hins vegar talið vera loka­úr­ræði enda er hætta á að bif­reið­ar­eig­endur mót­mæli slíkum refsi­að­gerð­um. Slíkt yrði ekki ósvipað gjöldum sem munu falla á eldri bíla sem aka í London frá og með 23. októ­ber á þessu ári. Borg­ar­yf­ir­völd þar hafa ákveðið að rukka alla bíla sem menga of mikið (flestir eldri en árgerð 2006) um 10 pund á degi hverj­um.

Bens­ín- og dísil­bíla­bann rík­is­stjórnar Ther­esu May er í svip­uðum anda og nýjar reglur sem umhverf­is­ráð­herr­ann í rík­is­stjórn Emmanuel Macron í Frakk­landi kynnti nýver­ið. Þar verður sala nýrra bens­ín- og dísil­bíla bönnuð frá árinu 2040.

Áætlun breskra stjórn­valda verður kynnt í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent