Bretar ætla að banna nýja bensín- og dísilbíla

Bresk stjórnvöld hyggjast taka loftgæði í Bretlandi föstum tökum.

Bretar mega ekki kaupa nýja bensínbíla eða dísilbíla eftir árið 2040 ef stefna stjórnvalda gengur í gildi.
Bretar mega ekki kaupa nýja bensínbíla eða dísilbíla eftir árið 2040 ef stefna stjórnvalda gengur í gildi.
Auglýsing

Bresk stjórn­völd hyggj­ast banna sölu allra nýrra bens­ín- og dísil­bíla frá árinu 2040 í von um að það muni bæta loft­gæði í breskum borgum og í nágrenni vega.

Sér­stakri áætlun verður fylgt til þess að bæta loft­gæði í Bret­landi enda er sam­fé­lags­legur kostn­aður tal­inn gríð­ar­legur vegna slæmra loft­gæða sem hafa áhrif á heilsu fólks. Talið er að töpuð fram­leiðni sam­fé­lags­ins í Bret­landi nemi um 2,7 millj­örðum punda á ári vegna meng­un­ar. Slæm loft­gæði eru jafn­framt ein helsta umhverf­is­hættan sem veldur heilsutjóni hjá fólki.

Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef breska dag­blaðs­ins The Guar­di­an. Víða í Bret­landi hafa loft­gæði ítrekað mælst verri en staðlar Evr­ópu­sam­bands­ins leyfa

Auglýsing

Í til­kynn­ingu sögð­ust bresk stjórn­völd vera stað­ráðin í að taka til hend­inni í þessum mála­flokki og ná árangri á sem skemmstum tíma. Sveit­ar­fé­lög í Bret­landi munu hljóta sam­tals þrjá millj­arða í fjár­fram­lög til þess að mæta kostn­aði sem fylgir loft­gæða­á­ætl­un­inni.

Til greina kemur að skil­greina sér­stök „hrein­lofts­svæði“ þar sem bíl­stjórar eru rukk­aðir ef þeir aka meng­andi bíl­um. Slíkt er hins vegar talið vera loka­úr­ræði enda er hætta á að bif­reið­ar­eig­endur mót­mæli slíkum refsi­að­gerð­um. Slíkt yrði ekki ósvipað gjöldum sem munu falla á eldri bíla sem aka í London frá og með 23. októ­ber á þessu ári. Borg­ar­yf­ir­völd þar hafa ákveðið að rukka alla bíla sem menga of mikið (flestir eldri en árgerð 2006) um 10 pund á degi hverj­um.

Bens­ín- og dísil­bíla­bann rík­is­stjórnar Ther­esu May er í svip­uðum anda og nýjar reglur sem umhverf­is­ráð­herr­ann í rík­is­stjórn Emmanuel Macron í Frakk­landi kynnti nýver­ið. Þar verður sala nýrra bens­ín- og dísil­bíla bönnuð frá árinu 2040.

Áætlun breskra stjórn­valda verður kynnt í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent