Jökulsárlón hefur verið friðlýst og fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra friðlýsti Jökulsárlón og nærliggjandi sveitir.

Björt Ólafsdóttir við Jökulsárlón í dag.
Björt Ólafsdóttir við Jökulsárlón í dag.
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, und­ir­rit­aði í dag frið­lýs­ingu Jök­ulsár­lóns og umfangs­mik­illa svæða sem liggja að lón­inu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatna­jök­uls­þjóð­garð.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá umhverf­is­ráðu­neyt­inu. Stað­fest­ingin á frið­lýs­ing­unni fór fram á bökkum Jök­ulsár­lóns í dag.

Nokkur styr hefur staðið um þessa frið­lýs­ingu enda tekur hún til jarð­ar­innar Fells í Suð­ur­sveit og nær­liggj­andi þjóð­lenda. Ríkið gekk frá kaupum á Felli í vet­ur. „Jörðin Fell nær yfir Jök­ulsár­lón að hluta og á landa­merki að þjóð­lendum vestan vegna lóns­ins og norð­austur af Felli. Með frið­lýs­ing­unni nú eru þessi svæði felld inn í Vatna­jök­uls­þjóð­garð, alls um 189 fer­kíló­metr­ar. Er Vatna­jök­uls­þjóð­garður þar með 14.141 fer­kíló­metrar að flat­ar­máli,“ segir í til­kynn­ingu umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Sér­staðan mik­il­væg

Ástæður þess að talið var nauð­syn­legt að frið­lýsa svæðið og fella inn í þjóð­garð­inn er sér­staða svæð­is­ins. „Það er mótað af fram­gangi og hopun jökla og ein­kenn­ist af sér­stæðum jök­ul­öld­um,“ segir enn fremur í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. „Ein helsta nátt­úruperla svæð­is­ins er Jök­ulsár­lón sem er stærsta og þekktasta jað­ar­lón á land­in­u.“

Innan Vatna­jök­uls­þjóð­garðs­ins verður stjórnun og verndun svæð­is­ins betur sam­ræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferða­manna. Ráðu­neytið segir að framundan séu krefj­andi verk­efni við upp­bygg­ingu inn­viða og land­vörslu á svæð­inu.

Enn­fremur er frið­lýs­ingin liður í því að koma Vatna­jök­uls­þjóð­garði á nátt­úru­minja­skrá UNESCO.

Frið­lýsta svæðið er merkt rauðum ramma

Svæðið sem var friðlýst í dag er merkt innan rauða rammans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent