Auður Jónsdóttir sýknuð í meiðyrðamáli

Ummæli Auðar um náttúruníð ekki talin úr lausu lofti gripin heldur liður í opinberri þjóðfélagsumræðu.

Auður Jónsdóttir eftir uppkvaðningu dómsins í dag.
Auður Jónsdóttir eftir uppkvaðningu dómsins í dag.
Auglýsing

Auður Jónsdóttir rit- og pistlahöfundur var í dag sýknuð í meiðyrðamáli sem Þórarinn Jónasson, landeigandi í Laxnesi, oft kallaður Póri í Laxnesi, höfðaði á hendur henni.

Málið var höfðað vegna aðsendrar greinar sem Auður birti á Kjarnanum í júní árið 2016. Í greininni, sem var stuðningsgrein fyrir framboð Andra Snæs Magnasonar til forseta Íslands, var meðal annars fjallað um umhverfismál í Mosfellsdalnum, þar sem Auður ólst upp.

Meðal þess sem Þórarinn gerði kröfu um var að ummæli Auðar um dýraníð og náttúruníð á svæðinu væru dæmd dauð og ómerk sem og fleiri ummæli eins og : „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti mér réttu að vera burðastoð samfélagsins.“

Þá varð gerð krafa um að Auður yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt opinberlega á vefmiðli Kjarnans ummælin og að greiða eina milljón króna í miskabætur með dráttarvöxtum, hálfa milljón fyrir birtingu forsendna og niðurstöðu dóms í málinu í dagblaði og tveimur vefmiðlum auk málskostnaðar Þórarins.

Auglýsing
Auður krafðist þess að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og að Þórarinn verði dæmdur til að greiða málskostnað hennar.

Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ummæli Auðar um ástand jarðarinnar að Laxnesi séu ekki úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus líkt og Þórarinn hélt fram. Vitnað er til bréfa frá starfsmanni Landgræðslu Íslands, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og gagna frá nefnd á vegum Mosfellsbæjar þar sem alvarlegum áhyggjum af ástandi jarðarinnar er lýst.

Ummæli Auðar eru talin vera liður í almennri þjóðfélagsumræðu, með því að vekja athygli á þeim verðmætum sem í náttúru landsins felast og því tjóni sem af því geti hlotist til lengri tíma ef fjárhagslegir stundarhagsmunir ganga framar því að halda uppi vörnum fyrir náttúru landsins.

Dómurinn segir að lokum að ekki verði talið að Auður hafi í grein sinni viðhaft móðgun eða ærumeiðandi aðdróttun í garð Þórarins eða borið slíka aðdróttun út, né viðhaft óviðurkvæmileg ummæli. Hún er því sýknuð sem fyrr segir af öllum kröfum auk þess sem Þórarni var gert að greiða henni 1,5 milljónir í málskostnað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent