Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði gegn Austurríki, 0-3, í þriðja og síðasta leik sínum á Evrópumeistaramóti kvenna sem fram fer í Hollandi.
Ísland lýkur keppni í C-riðli mótsins með ekkert stig og það dugar ekki til þess að komast í úrslitakeppni mótsins. Fyrstu tveir leikir Íslands, gegn Frakklandi og Sviss, töpuðust einnig.
Grenjandi rigning var í Rotterdam þar sem leikur Íslands gegn Austurríki fór fram. Á sama tíma léku Frakkland og Sviss í Breda.
Auglýsing
Sviss gerði jafntefli við Frakkland og Frakkar komast þess vegna áfram í úrslitakeppni mótsins með Austurríki. Aðeins tvö lið komast upp úr riðlinum og þess vegna situr Sviss eftir með Íslandi.