Millibankavöxtum Englandsbanka, Libor, verður skipt út fyrir nýtt kerfi fyrir árslok 2021. Samkvæmt breska fjármálaeftirlitinu nýtur Libor-kerfið ekki lengur trausts, en nýja kerfið muni vera áreiðanlegra. Þetta kemur fram í frétt á vef Bloomberg.
Samkvæmt fréttinni fylgja 350 trilljón Bandaríkjadala Libor-vöxtum, en hann er einnig notaður til viðmiðunar víða um heim fyrir hvers kyns útlán. Vextirnir er metið meðaltal vaxta sem sérfræðingar telja 20 valda banka geta lánað á milli sín í fimm mismunandi gjaldmiðlum og í sjö mismunandi tímabeltum.
Frægt var þegar upp komst um að Libor-vextir hefðu verið misnotaðir á síðustu árum, en hneykslið er talið hafa kostað bankastofnanir 14 milljarða Bandaríkjadala. Margir sérfræðingar telja Libor-misnotkunin vera stærsta hneyksli í sögu fjármálamarkaða.
Hneykslismálið er hins vegar ekki ástæða kerfisskiptingarinnar, en Andrew Bailey, yfirmaður breska fjármálaeftirlitsins, sagði í gær að ekki væri hægt að viðhalda Libor-vöxtum þar sem gögn vanti til að meta þá rétt.„Vöntun á virkum mörkuðum sem styður við Libor-kerfið vekur upp spurningar um sjálfbærni Libor-viðmiðunarvextina,“ segir Bailey. Sem dæmi um litla virkni segir hann að einungis 15 færslur hefðu verið skráðar á einu lánatímabili í einum gjaldmiðli árið 2016.
Samkvæmt Bloomberg gæti leit að nýjum viðmiðunarvöxtum leitt til þrengri skiptamarkaða, lægri vaxta og aukins lögfræðikostnaðar, þar sem undirrita þarf nýja samninga og breyta gömlum ef losa á við Libor.