Rússar reyndu að njósna um Macron

Leyniþjónusta Rússlands er sögð hafa notað Facebook til þess að komast í stafræn tengsl við kosningabaráttu Macrons og stofnaði tugi gerviprófíla.

Heldur Pútín um þræðina? Það er spurningin sem alþjóðasamfélagið spyr sig að í dag. Rússar virðast fara huldu höfði víða.
Heldur Pútín um þræðina? Það er spurningin sem alþjóðasamfélagið spyr sig að í dag. Rússar virðast fara huldu höfði víða.
Auglýsing

Rúss­neska leyni­þjón­ustan reyndi að njósna um Emmanuel Macron, for­seta Frakk­lands, á meðan kosn­inga­bar­átt­unni fyrir frönsku for­seta­kosn­ing­arnar stóðu yfir í vor, sam­kvæmt heim­ildum Reuters sem greinir frá þessu.

Leyni­þjón­ustan not­aði Face­book til þess að kom­ast í staf­ræn tengsl við kosn­inga­bar­áttu Macrons og stofn­aði tugi gervi­prófíla til þess að tengj­ast starfs­fólki kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Banda­ríska sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tækið Face­book komst á snoðir um athæfið og lok­aði öllum gervi­reikn­ing­un­um.

Emmanuel Macron var kjör­inn for­seti Frakk­lands í tveimur umferðum for­seta­kosn­inga í maí. Í seinni umferð­inni fékk hann mun fleiri atkvæði en Mar­ine Le Pen, fram­bjóð­andi Þjóð­fylk­ing­ar­innar (f. Front Nationa­l).

Auglýsing

Face­book sagð­ist hafa lokað nokkrum gervi­reikn­ing­unum í apríl sem höfðu verið að dreifa fölskum upp­lýs­ingum um frönsku kosn­ing­arn­ar. Þá hvar hins vegar ekki sagt frá til­raunum til þess að njósna um Macron.

Rúss­nesk stjórn­völd hafa þver­tekið fyrir að hafa reynt að beita sér í kosn­inga­bar­átt­unni í Frakk­landi með staf­rænum árásum og gagna­lek­um. Banda­ríska leyni­þjón­ustan sagði í maí að hún hefði upp­lýs­ingar um að tölvu­þrjótar með tengsl við rúss­nesk stjórn­völd hefðu átt sök á staf­rænum árásum en gat ekki sannað það með hald­bærum sönn­un­ar­gögnum að rúss­nesk stjórn­völd stæðu þar að baki.

Lög­reglu­yf­ir­völd í Banda­ríkj­unum eru sann­færð um að Rússar hafi haft áhrif á kosn­inga­bar­átt­una fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum á síð­asta ári. Talið er að sami hópur tölvu­þrjóta hafi verið að verki í Frakk­landi. Sá hópur er sagður vera hluti af GRU, sér­þjálfaðri njósn­a­her­deild rúss­neska hers­ins.

Talið er að Face­book hafi lokað allt að 70.000 reikn­ingum í tengslum við frönsku for­seta­kosn­ing­arnar í vor. Njósnir rússa hafi gengið út á að þykj­ast vera vinir vina Macrons á Face­book sem reyndu að viða að sér upp­lýs­ingum um fram­bjóð­and­ann og fram­boð­ið.

Sér­fræð­ingar Face­book telja Rúss­ana ekki hafa náð að grafa nógu djúpt til þess að fá fólk til að sækja njósn­a­for­rit eða láta af hendi við­kvæmar upp­lýs­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent