Hvernig fáum við kýrnar til að prumpa minna? Gefum þeim þara

Ein tillagan í baráttunni við loftslagsvandann er að láta kýr freta og ropa minna.

Mikið metan verður til í maga kúa.
Mikið metan verður til í maga kúa.
Auglýsing

Vísindamenn um allan heim freista þess nú að finna lausn á loftslagsvandanum sem steðjar að mannkyninu. Engin töfralausn mun leysa öll þau vandamál sem munu fylgja hlýnun loftslags eða koma í veg fyrir frekari hlýnun. Vígstöðvarnar eru þess vegna fjölmargar.

Einn þeirra geira sem talið er mögulegt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda frá er landbúnaður. Áhrif landbúnaðar á loftslagið eru margþætt; Allt frá breyttri landnotkun til útblásturs hættulegra lofttegunda.

Lausnirnar sem lagðar hafa verið til eru margþættar, og sumar eru róttækari en flestir kæra sig um. Ein tillagan er að láta kýr prumpa og ropa minna.

Auglýsing

Í nýlegri rannsókn sem gerð var við James Cook-háskóla í Ástralíu fjallar einmitt um þetta: Ef sjávarþangi er blandað við fóður nautgripa í smáum skömmtum – aðeins tvö prósent fóðursins – er hægt að minnka metanprump og -rop dýranna um 90 prósent. Þörungarnir sem prófaðir hafa verið heita Asparagopsis taxiformis og falla í fylkingu rauðþörunga, eins og söl sem er einn þeirra þörunga sem notaður hefur verið til manneldis. Þetta hefur einnig verið prófað á sauðfénaði með svipað jákvæðum niðurstöðum.

Kýr eru falla í flokk jórturdýra og þær hafa fjóra maga sem gerir dýrunum kleift að borða illmeltanlega fæðu eins og gras. Þetta hefur hins vegar þær aukaverkanir að mikið magn metangass verður til í maga dýranna sem þau losa sig við og út í andrúmsloftið.

Metan er talið vera ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Til samanburðar við koldíoxíð, sem er algengasta gróðurhúsalofttegundin, þá hefur metan 84 sinnum áhrifaríkari hlýnunaráhrif á fyrstu tveimur áratugunum sem það er í andrúmsloftinu. Áhrifin eru svo allt að 25 sinnum meiri en af koldíoxíði yfir 100 ára tímabil.

Meðalkú getur losað um það bil 70 til 120 kíló af metangasi á hverju ári. Það er mikið metan, svona miðað við að fjöldi kúa í heiminum sé um 1,5 milljarðar.

Hingað til hefur lausnin við þessu sérstaka vandamáli falist í því að hvetja fólk til að borða minna af nautakjöti og neyta minna af afurðum kúa. Þannig væri hægt að minnka fjölda kúa og um leið metanmengun andrúmsloftsins. Hér er hins vegar komin leið sem gæti fært landbúnað nær sjálfbærni – í það minnsta tímabundið þar til mannkynið fer að byggja fæðu sína meira á grænmeti og ávöxtum.

Nú er verið að rannsaka hver áhrif þessarar aðferðar við að breyta fæðu nautgripa eru í stærra samhengi. Niðurstöður þeirrar rannsóknar ættu að liggja fyrir á næstu vikum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent